Íþróttir

Ekki beinlínis ágætis byrjun

Fyrsti leikur karlaliðs Tindastóls í úrslitakeppninni fór fram í Smáranum í Kópavogi í gærkvöldi. Ekki ráku meistararnir beinlínis af sér slyðruorðið með frammistöðu sinni þrátt fyrir að hafa skorað 88 stig því Grindvíkingar gerðu 111 og synd að segja að varnarleikur Stólanna hafi verið upp á marga fiska. Það voru tapaðir boltar sem reyndust dýrkeyptir að þessu sinni. Venju samkvæmt voru Stólarnir vel og dyggilega studdir en það var fátt til að gleðja þá þegar á leið.
Meira

Þórarinn Eymunds marði fimmganginn í Meistaradeild KS

Þriðja keppniskvöld Meistaradeildar KS fór fram 3. apríl þegar keppt var í fimmgangi. Mörg góð hross voru skráð til leiks og nokkrir reynsluboltar voru innan um nýja og efnilega. Mjög mjótt var á munum en að lokum var það hátt dæmdi stóðhesturinn Þráinn frá Flagbjarnarholti og knapi hans Þórarinn Eymundsson sem sigruðu með einkunnina 7,21.
Meira

Stólastúlkur í stuði og komnar í lykilstöðu

Í kvöld mættust lið Tindastóls og Snæfells öðru sinni í fjögurra liða úrslitum um sæti í efstu deild körfunnar. Lið Tindastóls sótti sterkan sigur á heimavöll Snæfells í fyrsta leik og í kvöld bættu Stólastúlkur um betur og unnu öruggan sigur þar sem þær leiddu allan leikinn. Grunnurinn að sigrinum var lagður í fyrsta leikhluta þar sem heimastúlkur náðu 16 stiga forystu. Lokatölur voru 75-60 og staðan í einvíginu því 2-0 fyrir Tindastól.
Meira

Arnar Már pílaði best

Fimmta mótið í Kaffi Króks mótaröð Pílukastfélags Skagafjarðar fór fram í gærkvöldi. Það voru sautján pílukastarar sem mættu til leiks og var spilað í þremur deildum. Úrslitin urðu þau að í A deild reyndist forstjóri Byggðastofnunar, Arnar Már Elíasson, seigastur pílukastara og fór því með sigur af hólmi.
Meira

Orri og Veigar verða með U20 landsliðinu í sumar

Orri Már Svavarsson og Veigar Örn Svavarsson hafa verið valdir í 16 manna hóp U20 ára landsliðs Íslands 2024. Tvíburarnir Kolbrúnar og Svavars, fæddir 2005, hafa verið fastamenn í hópnum hjá liði Tindastóls í Subway-deildinni í vetur og fengu talsverðan spilatíma með liðinu fyrir áramót þegar hópurinn var þunnskipaðri og meiðsli plöguðu nokkra lykilleikmenn.
Meira

Einn Íslandsmeistaratitill í badminton kom norður

Íslandsmót unglinga í badminton fór fram um nýliðna helgi í húsnæði TBR í Reykjavík. Fram kemur í frétt á síðu Badmintondeildar Tindastóls að félagið sendi þrjá keppendur til leiks. Það voru þau Karl, sem keppir í U11B, Júlía Marín, sem keppir í U13A og Emma Katrín, sem keppir í U17A.
Meira

Stólastúlkur unnu mikilvægan útisigur á Snæfelli

Stólastúlkur hófu leik í úrslitakeppni um sæti í Subway-deild kvenna á Stykkishólmi í kvöld. Leikurinn átti að fara fram í gær en var frestað vegna ófærðar en það virtist ekki trufla lið Tindastóls á nokkurn hátt. Þær komu helgrimmar til leiks, náðu fljótt undirtökunum í jöfnum og spennandi leik og létu sér hvergi bregða í þau örfáu skipti sem heimaliðið komst yfir. Stólastúlkur náðu tíu stiga forystu fyrir lokaleikhlutann og héldu gestgjöfunum í seilingarfjarlægð allt til loka. Mikilvægur sigur, 73-82, og næst verður heimaleikur í Síkinu á miðvikudagskvöld.
Meira

Fréttatilkynning frá Knattspyrnudeild Tindastóls

Í morgun birti DV frétt þess efnis að tvær stúlkur í æfingaferð með Bestu deildar liði Tindastóls á Spáni hafi verið hætt komnar í sjónum nærri Alicante á Spáni sl. laugardag. „Voru þær fastar í sogi en tveir brettamenn komu þeim til bjargar, sem og allir viðstaddir á ströndinni sem mynduðu mannlega keðju til að stöðva sogið,“ sagði í fréttinni. Feykir leitaði viðbragða hjá Adam Smára Hermannssyni, formanni knattspyrnudeildar Tindastóls, og barst fyrir skömmu fréttatilkynning frá knattspyrnudeildinni.
Meira

Stólastúlkur æfa á Spáni fyrir komandi tímabil

Bestu deikdar lið Stólastúlkna er um þessar mundir í æfingaferð á Spáni, eða nánar tiltekið á Campoamor svæðinu sem er í um 45 minútna spottafæri frá Alicante. Þar leggja Donni þjálfari og hans teymi síðustu línurnar fyrir keppnistímabilið sem hefst sunnudaginn 21. apríl eða eftir sléttar tvær vikur. Þá mætir lið FH í heimsókn á Krókinn.
Meira

Kormákur/Hvöt með góðan sigur í Laugardalnum

Lið Kormáks/Hvatar var í eldlínunnni í Mjólkurbikarnum í dag en Húnvetningar skelltu sér í Laugardalinn þar sem græðlingur úr starfi Þróttar, SR, beið þeirra. Liðin höfðu áður mæst nokkrum sinnum í gömlu 4. deildinni og bæði unnið tvo leiki. Í dag náðu Húnvetningar yfirhöndinni í þessari baráttu því þeir köstuðu SR úr keppni með sterkum 2-4 sigri.
Meira