Stólarnir drógust á móti Kára frá Akranesi
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
20.07.2024
kl. 08.51
Dregið hefur verið í átta liða úrslit í Fótbolti.net bikarnum en eins og kunnugt er sló lið Tindastóls út Hlíðarendapilta í KH nú í vikunni og var eina liðið úr 4. deild sem komst áfram. Strákarnir eru því að spila upp fyrir sig í næstu umferð en auk Stólanna voru þrjú 2. deidar lið í pottinum og fjögur lið úr 3. deild. Stólarnir höfðu heppnina með sér og fengu heimaleik en andstæðingurinn reyndist hinsvegar topplið 3. deildar, Kári.
Meira