Íþróttir

Vel heppnað minningarmót hjá GÓS

Sunnudaginn 28. júlí fór fram kvennamót til minningar um Evu Hrund hjá Golfklúbbnum Ós á Vatnahverfisvelli við Blönduós. Alls mættu 22 vaskar konur víðsvegar af landinu og líkt og á síðasta ári lék veðrið við keppendur. Mótið var afskaplega vel heppnað í alla staði og allt gekk eins og best var á kosið. Að móti loknu var boðið upp á vöfflukaffi í matsal Húnaskóla og þar fór einnig fram verðlaunaafhending. 
Meira

Vertu velkomin í Skagafjörðinn Edyta Falenczyk

Körfuknattleiksdeild Tindastóls hefur samið við hina pólsku Edyta Falenczyk um að leika með kvennaliðinu í Bónusdeildinni á komandi tímabili. “Edyta hefur reynslu úr efstu deild á Íslandi. Hún er öflugur fjarki sem getur teygt á gólfinu og hún er góð skytta auk þess að vera góður varnarmaður og frákastari. Það er eitthvað sem við þurfum til að vinna leiki” segir Israel Martin.
Meira

Grétar Freyr vann sjöunda Hard Wok mótið

Sjöunda Hard Wok háforgjafarmót sumarsins fór fram í gær þar sem 17 kylfingar tóku þátt. Veðrið var frábært og ágætis skor. Sigurvegari mótsins, annað skiptið í röð því hann vann einnig sjötta Hard Wok mótið, var Grétar Freyr Pétursson með 27 punkta.
Meira

Frábær árangur á Íslandsmóti barna og unglinga í hestaíþróttum

Íslandsmót í barna- og unglingaflokki í hestaíþróttum fór fram í Mosfellsbæ á dögunum og þar átti hestamannafélagið Skagfirðingur flottar fulltrúa sem stóðu sig ótrúlega vel. Í barnaflokki var einn fulltrúi, Emma Rún Arnardóttir, í unglingaflokki kepptu þær Greta Berglind Jakobsdóttir, Hjördís Halla Þórarinsdóttir og Súsanna Guðlaug Halldórsdóttir.
Meira

Golfklúbbur Skagafjarðar keppir í 3. deildinni að ári

Íslandsmót golfklúbba í 2. deild karla fór fram í Vestmannaeyjum dagana 23.-25. júlí. Átta golfklúbbar kepptu um eitt laust sæti í 1. deild að ári og átti Golfklúbbur Skagafjarðar fulltrúa á þessu móti. Það voru þeir Ingvi Þór Óskarsson, Brynjar Örn Guðmundsson, Tómas Bjarki Guðmundsson, Hlynur Freyr Einarsson, Atli Freyr Rafnsson, Hákon Ingi Rafnsson, Jóhann Örn Bjarkason og Þórleifur Karlsson sem fóru fyrir hönd GSS, liðsstjóri var Andri Þór Árnason. 
Meira

Emanuel og Alejandro hækka hitastigið í Húnavatnssýslum

Einhverjar mannabreytingar eru í gangi hjá liði Kormáks/Hvatar þessa dagana. Spánski miðjumaðurinn Jorge Garcia Dominguez ákvað á dögunum að halda heim á leið og því hefur stjórn Kormáks Hvatar haft hraðar hendur með að fá inn nýjan mann í hans stað. Sá heitir Emanuel Nikpalj og hefur áður leikið hér á landi, síðast með Þór frá Akureyri árið 2020 í Lengjudeildinni, segir í frétt á Aðdáendasíðunni góðu.
Meira

Þórgunnur varð Íslandsmeistari í samanlögðum fimmgangsgreinum

Íslandsmóti fullorðinna og ungmenna í hestaíþróttum fór fram á félagssvæði Fáks í Reykjavík nú um helgina. Þórgunnur Þórarinsdóttir, Hestamannafélaginu Skagfirðingi, varð þá Íslandsmeistari í samanlögðum fimmgangsgreinum í ungmennaflokki á Djarfi frá Flatatungu.
Meira

Húnvetningar fjarlægjast fallbaráttuna

Það var mikil hátíð á Hvammstanga í dag þegar lið Kormáks/Hvatar tók á móti knattspyrnukempum Fjallabyggðar (KF) í 2. deildinni og það í miðjum Eldi í Húnaþingi. Það var ekki til að slá á gleðina að heimamenn nældu í öll stigin og klifruðu upp úr tíunda sætinu í það áttunda og eru nú í sjö stiga fjarlægð frá fallsæti. Lokatölur 3-1.
Meira

Fótbolta fegurðarsýning á Króknum

Lið Tindastóls og KH-inga af Hlíðarenda mættust í þriðja sinn í sumar á Króknum í dag. KH vann fyrri leik liðanna í 4. deild en Stólar sendu þá kumpána úr keppni í Fótbolta.net bikarnum nýlega í jöfnum leik. Stígandi hefur verið í leik Stólanna í sumar og í dag voru þeir mun sterkara liðið og spiluðu oft á tíðum hreint glimrandi fótbolta og uppskáru verðskuldaðan 4-1 sigur. Settust þar með á topp 4. deildar en hafa leikið leik meira en lið Ýmis.
Meira

Sigtryggur og Þórir boðaðir til æfinga fyrir undankeppni Eurobasket 2025

Karlalandsliðið Íslands í körfuknattleik verður við æfingar núna síðustu daga júlí mánaðar. Æfingarnar er liður í undirbúningi fyrir síðustu leikina í undankeppni EuroBasket 2025 sem verða spilaðir í nóvember og febrúar. Tveir leikmenn Tindastóls voru boðaðir til æfinga, þeir Sigtryggur Arnar Björnsson og Þórir Þorbjarnarson.
Meira