Íþróttir

Tveir sigurleikir í röð hjá meistaraflokki kvenna

Meistaraflokkur kvenna tók á móti ungmennaflokki Stjörnunnar í Síkinu, föstudaginn 1. mars, og spiluðu svo við ungmennaflokk Keflavíkur, miðvikudaginn 6. mars, í Keflavík. Stólastúlkur gerður sér lítið fyrir og hirtu öll þau stig sem í pottinum voru og unnu báða leikina mjög sannfærandi. 
Meira

Kormákur/Hvöt gerði jafntefli á móti KF

Kormákur/Hvöt spilaði gegn nágrönnum sínum úr Fjallabyggð í Lengjubikarnum á Króknum laugardaginn 2. mars. Á Facebook-síðu Kormáks/Hvatar segir að mikið hafi verið um forföll hjá liðinu en þá hafi næstu menn stigið upp. Var þetta fyrsti byrjunarliðsleikur hjá hinum 16 ára gamla Agli Guðnasyni og þá komu inn á þeir Stefán, Finnur og Þröstur sprækir af bekknum, allir að spila sinn fyrsta leik með liðinu.
Meira

Krækjurnar í 2. sæti á blakmóti í Fjallabyggð

Um sl. helgi fór fram hið árlega blakmót í Fjallabyggð, Benecta mót Blakfélags Fjallabyggðar, en þarna koma saman blakarar alls staðar af landinu til að hafa gaman saman og spila þessa skemmtilegu íþrótt. Uppselt hefur verið á mótið undanfarin ár og var engin breyting á þetta árið þar sem um 300 manns mættu og spiluðu bæði á föstudagskvöldinu og allan laugardaginn á Siglufirði og á Ólafsfirði. Á laugardagskvöldinu var svo verðlaunaafhending í Bátahúsinu en eftir hana var skundað á Rauðku í mat og drykk og þar var dansað fram á rauða nótt.
Meira

Jón Oddur vann A-riðil í Kaffi Króks mótaröðinni sl. þriðjudag

Annað mótið í Kaffi Króks mótaröðinni þetta árið fór fram þriðjudaginn 27. febrúar í glæsilegri aðstöðu hjá Pílukastfélagi Skagafjarðar en miklar endurbætur hafa verið gerðar þar sl. vikur. Alls tóku fjórtán félagsmenn þátt í mótinu og keppt var í tveimur riðlum, sjö í hverjum riðli. Í A-riðli vann Jón Oddur Hjálmtýsson og Þórður Ingi Pálmarsson varð í öðru sæti. í B-riðli vann Sylvía Dögg Gunnarsdóttir og Hjörtur Geirmundsson varð í öðru sæti. Hæsta útskot kvöldsins átti Arnar Már Elíasson en það var 115 stig. Þeir sem ekki vita þá eru Þórður Ingi og Sylvía Dögg hjón og hafa stundað þessa íþrótt, ásamt börnum, af kappi í bílskúrnum heima hjá sér og því engir nýgræðingar í sportinu.
Meira

Leikur í Síkinu á morgun hjá Mfl. kvenna á móti Stjörnunni

Á morgun mun ungmennaflokkur Stjörnunnar mæta í Síkið og spila við meistaraflokk kvenna kl. 18 og því um að gera að mæta og hvetja stelpurnar áfram til sigurs. Þetta verður í þriðja skiptið sem þessi lið etja kappi í vetur og hafa Stólastúlkur unnið báðar viðureignirnar, fyrri leikurinn fór 85-65 og sá seinni 100-59. Bæði liðin eru búin að spila fimmtán leiki og situr Stjarnan í 7. sæti en hefur aðeins unnið einn leik og tapað rest á meðan Stólastúlkur sitja í 5. sæti og hafa unnið tíu leiki og tapað fimm. Sl. laugardag bættist einn tapleikur við þegar að þær töpuðu með minnsta mögulega mun á móti KR 79-78 á Meistaravöllum. 
Meira

Elísa Bríet valin í lokahóp U-16

Elísu Bríet Björnsdóttur þekkja flestir Tindastóls aðdáendur í knattspyrnu vel en hún er uppalin á Skagaströnd og spilaði með Kormáki/Hvöt/Fram þar til hún skipti yfir í Tindastól árið 2021.
Meira

Fannar Örn Kárason spilar með Úrvalsliði Norðurlands

Þessa dagana eru nokkur ungmenni fædd 2010 frá Knattspyrnudeild Tindastóls á æfingum í Boganum á Akureyri en þau hafa verið á reglulegum æfingum hjá Hæfileikamótun KSÍ í vetur.
Meira

Það rýkur úr undirskriftapennanum hjá Kormáki/Hvöt

Um helgina tilkynnti Kormákur/Hvöt fjóra liðsmenn sem skrifuðu undir hjá þeim á dögunum en það eru framherjinn Artur Balicki, senterinn Kristinn Bjarni Andrason,  markmaðurinn Snorri Þór Stefánsson og svo kantmaðurinn Jón Gísli Stefánsson. Á Facebook-síðunni Aðdáendasíða Kormáks/Hvatar er nánari lýsing á köppunum. 
Meira

Stólastúlkur unnu Aþenu í framlengdum leik

Það komu gleðitíðindi frá Austurberginu í Reykjavík í gær, föstudaginn 16. febrúar, þegar Stólastúlkur unnu Aþenu í framlengdum leik 86 - 87. Fyrir leikinn voru stelpurnar í 3. sæti en sitja nú í því 4. en eiga leik til góða. Á Facebook-síðu Körfuknattleiksdeildar Tindastóls segir að leikurinn hafi byrjaði vel og var jafn og fór fyrsti leikhluti 24 - 25 fyrir Tindastól. Annar leikhluti var ekki jafn góður fyrir Stólastúlkur og vann Aþena hann 18 - 8 og staðan 42 - 33 fyrir Aþenu í hálfleik.
Meira

Varnarjaxlinn Fannar Örn Kolbeinsson genginn til liðs við Kormák/Hvöt

Á Aðdáendasíðu Kormáks/Hvatar segir að varnarjaxlinn reyndi Fannar Örn Kolbeinsson er genginn til liðs við Kormák Hvöt frá Hvíta Riddarnum í Mosfellsbæ. Fannar ættu margir glöggir knattspyrnuunnendur á Norðurlandi vestra að þekkja vel því hann lék á árum áður næstum 200 leiki með Tindastóli.
Meira