Stólarnir í þriðja sæti að lokinni fyrri umferð 4. deildar
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
05.07.2024
kl. 09.03
Fyrri umferðinni í 4. deild karla í knattspyrnu lauk í Borgarnesi í gær þegar Skallagrímur fékk lið Tindastóls í heimsókn. Tæknilega séð var þetta reyndar fyrsti leikurinn í síðari umferðinni en eins og staðan er núna hafa öll liðin í deildinni spilað níu leiki. Stólarnir sóttu ekki gull í greipar Skallanna í fyrra en í gær gekk betur og strákarnir krætu í þrjú mikilvæg stig og eru nú í þriðja sæti deildarinnar. Lokatölur 1-3.
Meira