Íþróttir

Stólarnir komnir í góða stöðu á toppi 4. deildar

Það var stórleikur í 4. deildinni á Króknum í dag þegar lið Tindastóls tók á móti Kópavogspiltum í Ými í raka og þelköldu þokulofti. Liðin hafa skipst á um að tróna á toppi deildarinnar síðustu vikurnar og ljóst að sigur í dag yrði stórt skref fyrir heimamenn í átt að því að tryggja sér keppnisrétt í 3. deild að ári. Það fór svo að stigin þrjú bættust í Stólapottinn eftir 3-1 sigur og áfram heldur frábært gengi Tindastóls í deildinni.
Meira

Húnvetningar nældu í gott stig í Garðabænum

Lið Húnvetninga heldur áfram að pluma sig býsna vel í 2. deildinni en í dag heimsóttu þeir Garðbæinga í liði KFG. Litlu munaði á liðunum fyrir leik, lið Kormáks/Hvatar stóð þá tveimur stigum betur, og sá munur breyttist ekki í dag þegar liðin gerðu sitt hvort markið. Stigið dugði hins vegar til að færa lið Húnvetninga upp um sæti, eru nú í áttunda sæti deildarinnar með 19 stig þegar fimm umferðir eru eftir.
Meira

Mikilvægur leikur á Króknum og strákarnir tilbúnir og spenntir

„Við erum tilbúnir og spenntir; við munum þó nálgast þennan leik á sama hátt og við höfum hvern annan leik,“ segir Dominic Furness sem þjálfar karlalið Tindastóls í fótboltanum þegar Feykir hafi samband. Það er nefnilega stórleikur á morgun, laugardag, því þá mætir lið Ýmis á Krókinn en þeir Kópavogspiltar hafa trónað á toppi 4. deildarinnar lengst af sumars. Nú eru Stólarnir á toppnum en hafa leikið einum leik meira en lið Ýmis.
Meira

Mættu ekki klárar til leiks á Heimavöll hamingjunnar

„Við mætum bara ekki klárar til leiks, ætli það hafi ekki gert okkur erfitt fyrir að koma til baka þegar við lendum undir 2-0 strax í byrjun leiks,“ sagði Bryndís Rut Haraldsdóttir, fyrirliði Tindastóls í Bestu deild kvenna, þegar Feykir spurði hana út í leikinn gegn Víkingum í gærkvöldi. „Ég get ekki annað en verið hreinskilin og segja að varnarleikurinn var virkilega slæmur og það er eitthvað sem við veðrðum að laga.“
Meira

Leik lokið eftir 24 mínútur í Víkinni

Hamingjunni var misskipt á heimavelli Víkinga í gær sem oft er kenndur við hamingjuna. Þangað mættu Stólastúlkur í gærkvöldi en fyrstu mínútur leiksins hefði mátt halda að liðið hefði mætt til leiks í vöðlum í vætuna í Víkinni. Eftir fimm mínútur voru heimastúlkur komnar í 2-0 og eftir 24 mínútur var staðan 4-0. Vont versnaði ekki mikið í síðari hálfleik þannig að Stólarútan silaðist norður í land með ljótt 5-1 tap á bakinu.
Meira

Ungir og efnilegir félagar úr GSS á Íslandsmóti í höggleik sem byrjar í dag

Gaman er að segja frá því að um helgina eru nokkrir ungir golfiðkendur frá GSS að keppa á Íslandsmóti unglinga í höggleik. Keppt er í nokkrum flokkum og í flokki 12 ára og yngri, sem fram fer á Nesvelli hjá Nesklúbbnum í Reykjavík, keppa þeir Sigurbjörn Darri Pétursson og Brynjar Morgan Brynjarsson og hefja báðir leik nú í morgunsárið. Þeir spila níu holur í dag, laugardag og sunnudag. Þá er Gígja Rós Bjarnadóttir í flokki 13-14 ára stúlkna og mun hefja leik í hádeginu í dag, föstudag, og spilar 18 holur, föstudag, laugardag og sunnudag.
Meira

Úrslit í áttunda móti Esju mótaraðarinnar

Það var óvanalega gott veður sem lék við kylfinga á áttunda móti Esju mótaraðarinnar sem fram fór í gær, miðvikudag, á Hlíðarendavelli. Úrslit mótsins voru þau að í kvennaflokki vann Halldóra Andrésdóttir Cuyler með 33 punkta og í karlaflokki vann Brynjar Morgan Brynjarsson með 39 punkta. Í opna flokknum án forgjafar sigraði svo Anna Karen Hjartardóttir með 33 punkta.
Meira

Bertel Benóný vann Hard Wok mótið sl. þriðjudag

Á þriðjudaginn var fór fram næst síðasta Hard Wok háforgjafarmótið á Hlíðarendavelli í frábæru golfveðri. Þátttakendur voru 24 talsins og þar af voru tíu konur og 14 karlmenn. Sex af þeim sem tóku þátt náðu 19 punktum eða meira sem er frábær árangur.
Meira

„Við erum með fleiri góða íslenska leikmenn“

„ Heilt yfir hef ég verið sáttur. Við höfum átt góðar frammistöður í mörgum leikjum í sumar. Auðvitað hafa einnig komið leikir sem við höfum ekki átt okkar dag eins og gengur og gerist. Stigasöfnunin hefur verið fín en okkur finnst samt að við ættum vera með fleiri stig,“ segir Ingvi Rafn Ingvarsson, þjálfari Kormáks/Hvatar í 2. deildinni í knattspyrnu. Í spjalli við Feyki segir hann að sem nýliðar í deildinni séu Húnvetningar hinsvegar nokkuð sáttir eins og staðan er núna. „Við þurfum að halda áfram að safna stigum í þeim leikjum sem eftir eru.“
Meira

Vatnsdalshólahlaupin

Það er óhætt að segja að menningarlífið í Húnabyggð hafi verið metnaðarfullt og til fyrirmyndar fyrir önnur sveitarfélög í sumar og um komandi helgi hátíð, Vatnsdæluhátíð og meðal þess sem er á dagskrá laugardaginn 17. ágúst er hlaup og rathlaup í einstakri náttúru.
Meira