Stólarnir mæta Hvíta riddaranum í úrslitakeppninni
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
20.08.2022
kl. 20.36
Síðustu leikirnir í B-riðli 4. deildar fóru fram í dag og fékk Tindastóll þunnkskipað lið Stokkseyrar í heimsókn á Krókinn. Leikurinn fór nánast eingöngu fram á vallarhelmingi gestanna og það má undrum sæta að Stólarnir hafi ekki skorað tíu fimmtán mörk. Þeir létu fimm duga en maður leiksins var án efa hinn 39 ára gamli Hlynur Kárason í marki gestanna sem varði flest sem á markið kom og var alveg búinn á því í leikslok.
Meira