Íþróttir

Lukkan ekki í liði með Húnvetningum í Lengjubikarnum

Lið Kormáks/Hvatar var hársbreidd frá því að næla í fyrstu stigin í B deild karla, riðli C, í Lengjubikarnum í gær þegar Húnvetningar mættu liði ÍH í Skessunni í Hafnarfirði. Þeir voru 3-4 yfir þegar venjulegur leiktími var liðinn en fengu á sig tvö mörk í uppbótartíma. Lið Tindastóls spilaði síðan í Boganum á Akureyri í dag við lið Samherja og vann nauman sigur.
Meira

Nú er það svart, allt orðið hvítt! - rétt fyrir leik Stólastúlkna gegn Stjörnunni í gær :: Myndband

Ekki var útlitið gott rétt fyrir leik Tindastóls og Stjörnunnar í Lengjubikar kvenna þar sem snjó hafði kyngt niður um morguninn svo bregðast þurfti skjótt við og moka völlinn til að leikurinn gæti farið fram. Strákarnir í meistaraflokki munduðu skóflurnar af miklu harðfylgi þremur tímum fyrir leik og fleiri svöruðu kallinu og mættu með skóflur og stærri tæki.
Meira

Sigur gegn Stjörnunni í lokaleik Lengjubikarsins

Stólastúlkur léku síðasta leik sinn í Lengjubikarnum í dag þegar lið Stjörnunnar kom í heimsókn. Gengi liðanna hafði verið misjafnt; lið Tindastóls með eitt stig að loknum fjórum leikjum en Stjarnan með níu stig. Heimastúlkur voru staðráðnar í að bæta stigum á töfluna og leikurinn varð hinn fjörugasti. Lokakaflinn reyndist liði Tindastóls drjúgur og dugði til 3-2 sigurs sem svo sannarlega var sætur.
Meira

Það stefnir í fótbolta um helgina

Það er bikarhelgi í körfunni og Tindastólsmenn hvíla því. Það stefnir aftur á móti í mikla fótboltahelgi því á morgun, laugardag, eiga Stólastúlkur heimaleik gegn liði Stjörnunnar í Lengjubikarnum og hefst leikurinn kl. 14:00. Strax í kjölfarið, eða kl. 16:00, á svo sameinaður 3. flokkur Tindastóls / Hvatar / Kormáks leik gegn Aftureldingu.
Meira

Skagfirsk ættaður Björgvin Kári Íslandsmeistari í 600 metra hlaupi

Feykir sagði frá góðum árangri krakka af Norðurlandi vestra á Meistaramóti Íslands 11-14 ára sem fram fór í Reykjavík um síðustu helgi. Skemmtilegt að geta bætt því við að Björgvin Kári Jónsson, sem ættaður er úr Skagafirði, náði einnig frábærum árangri þar sem hann komst á pall í öllum þeim greinum sem hann tók þátt í og varð íslandsmeistari í 600m hlaupi 12 ára pilta.
Meira

Margrét Rún, Bessi og Domi skrifa undir við Stólana

Á ágætri heimasíðu Tindastóls segir að unglingalandsliðsmarkvörður Íslands, hin bráðefnilega Margrét Rún Stefánsdóttir, hafi skrifað undir tveggja ára samning við knattspyrnudeild Tindastóls og verður því áfram með Stólastúlkum næstu tvö sumur. Þá hafa Eysteinn Bessi Sigmarsson og Juan Carlos Dominguez Requena skrifað undir tveggja ára samning við Stólana.
Meira

Áttunda sætið varð hlutskipti Stólastúlkna

Lið Tindastóls kláraði leik í 1. deild kvenna í körfubolta í gærkvöldi þegar stúlkurnar mættu B-liði Fjölnis í Dalhúsi. Lið Tindastóls fór vel af stað en heimastúlkur snéru leiknum sér í vil í öðrum leikhluta og unnu að lokum ansi öruggan 14 stiga sigur. Lokatölur 78-64 og endaði lið Tindastóls því í áttunda sæti en ellefu lið tóku þátt í 1. deildinni.
Meira

Mikið fjör í Síkinu á laugardaginn

Það var mikið fjör í íþróttahúsinu á Sauðárkróki laugardaginn sl. þegar um 80 krakkar á aldrinum 6-9 ára kepptu í körfubolta þar sem áhersla var lögð á að hafa gaman því engin stig voru talin og allir stóðu uppi sem sigurvegarar.
Meira

Krakkar af Norðurlandi vestra stóðu sig afar vel á MÍ um helgina

Um síðustu helgi fór fram Meistaramót Íslands 11-14 ára innanhúss í Laugardalshöll. Um 250 krakkar voru skráðir til leiks frá þrettán félögum víðsvegar af landinu og þ.á.m. margir af Norðurlandi vestra. Keppt var í sjö greinum í fjórum mismunandi aldursflokkum í bæði pilta og stúlkna flokki og fór svo að HSK/Selfoss urðu Íslandsmeistarar félagsliða á mótinu með 543,5 stig og sigruðu þau stigakeppnina í þremur aldursflokkum og hlutu alls 12 gull, 12 silfur og 12 bronsverðlaun. ÍR-ingar voru í öðru sæti með 518,5 stig og Breiðablik í því þriðja með 417 stig.
Meira

Þriðja árið í röð er Ísak Óli valinn íþróttamaður ársins hjá UMSS

Ísak Óli Traustason var útnefndur Íþróttamaður ársins á 102. ársþingi UMSS sem haldið var þann 12. mars sl. í Húsi frítímans á Sauðárkróki. Að sögn Þorvaldar Gröndal ritara sambandsins var mæting dræm enda hafi veiran verið að herja á Skagfirðing grimmt síðustu vikur og daga.
Meira