Karlasveit Golfklúbbs Skagafjarðar tryggði sér sæti í 2. deild að ári

Andri Þór Árnason, Arnar Geir Hjartarson, Atli Freyr Rafnsson, Ingvi Óskarsson og Hákon Ingi Rafnsson. Mynd af golf.is.
Andri Þór Árnason, Arnar Geir Hjartarson, Atli Freyr Rafnsson, Ingvi Óskarsson og Hákon Ingi Rafnsson. Mynd af golf.is.

Karlasveit Golfklúbbs Skagafjarðar, GSS, gerði gott mót er hún stóð uppi sem sigurvegari á Íslandsmóti golfklúbba 2022 í 3. deild karla sem fram fór á Ísafirði dagana 12.-14. ágúst.

Alls voru átta lið í þessari deild en keppt var í tveimur riðlum og léku tvö efstu liðin úr hvorum riðli í undanúrslitum. Neðsta liðið féll í 4. deild. Í hverri umferð var leikinn einn fjórmenningsleikur og tveir tvímenningsleikir.

Á heimasíðu Golfsambandsins segir að Golfklúbbur Skagafjarðar, GSS, hafi sigrað Golfklúbb Húsavíkur, GH, 2-1 í úrslitaleiknum og tryggt sér sæti í 2. deild að ári.

Golfklúbbur Hveragerðis, GHG, endaði í þriðja sæti eftir sigur gegn Golfklúbbi Borgarness, GB í leik um þriðja sætið. Golfklúbbur Grindavíkur endaði í neðsta sæti eða því 8. og leikur í 4. deild á næsta ári.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir