Íþróttir

Gríðarlega mikilvægur leikur í kvöld þegar KR mætir í Síkið – Pétur lofar þristum

Í kvöld fer fram afar mikilvægur leikur í Subway deildinni í körfubolta þegar Tindastóll tekur á móti KR í tví frestuðum leik en hann átti fyrst að fara fram 20. janúar en þá kom upp Covid-smit í liði Tindastóls og síðar var honum frestað vegna ófærðar. Fyrir leikinn er Tindastóll í 7. sæti en KR sæti neðar en á einn leik til góða. Leikur liðanna í fyrri umferð, sem fram fór syðra um miðjan október, var hörkuspennandi og endaði með sigri Stóla 83 stig gegn 82. Það er því ljóst að Vesturbæingar ætla ekki tómhentir heim í kvöld og vilja vinninginn í innbyrðisbaráttunni sem er mjög dýrmæt þessa dagana.
Meira

Júlía Marín, og Emma Katrín komust á pall á badmintonmóti helgarinnar

Um helgina fór Landsbankamót ÍA í badminton fram á Akranesi þar sem Skagfirðingar voru meðal 150 keppenda frá níu félögum. Tindastóll sendi tvo keppendur til leiks á mótið, systurnar Júlíu Marín, og Emmu Katrínu og komust þær báðar á verðlaunapall.
Meira

Ungt lið Stólastúlkna fékk skell gegn liði ÍBV

Stólastúlkur léku í gær þriðja leik sinn í A deild Lengjubikarsins en að þessu sinni mættu þær liði ÍBV og var leikið í Akraneshöllinni. Úrslitin voru ekki alveg þau sem vonast var eftir en Vestmanneyingar gerðu sex mörk án þess að okkar stúlkur næðu að svara fyrir sig en það skal þó tekið fram að lið Tindastóls var talsvert laskað.
Meira

Það var lagið strákar!

Það voru sorglega fáir stuðningsmenn Tindastóls (þó 208 samkvæmt skýrslu) sem sáu sér fært að mæta í Síkið í gær þar sem lið Stólanna og Stjörnunnar hristu fram úr erminni hina bestu skemmtun. Við skulum vona að Króksarar hafi ekki óvart verið bólusettir við körfuboltabakteríunni en kórónuveiran er í það minnsta skæð þessa dagana og líklegt að stór hluti stuðningsmanna hafi ekki átt heimangegnt og aðrir veigrað sér við að mæta í Síkið. Þeir sem mættu létu hins vegar vel í sér heyra, voru í dúndurstuði, enda sáu þeir sína menn í 40 mínútna ham sem endaði með sætum sigri, 94-88.
Meira

Viðar tilbúinn í troðslu í kvöld þegar Tindastóll og Stjarnan mætast í 18. umferð Subway deildarinnar

Það verður risaleikur í Síkinu á Króknum í kvöld þegar Tindastóll og Stjarnan mætast í 18. umferð Subway deildar karla. Heimamenn allir eru klárir í leikinn, bæði liðið og stuðningsmenn líka sem boðað hafa hitting á Sauðá fyrir leik. Það er ljóst að baráttan er mikil um sæti í úrslitakeppninni en átta efstu liðin fá keppnisréttinn sem öll lið sækjast eftir. Tindastóll er nú í 7. sæti, tveimur stigum ofar en ÍR, Breiðablik og KR sem öll eru með 14 stig og öll að berjast fyrir sæti í lokakeppninni.
Meira

Topplið Ármanns hafði betur gegn liði Tindastóls

Kvennalið Tindastóls mætti í Kennaraháskólann í Reykjavík í gærkvöldi þar sem lið Ármanns bauð upp á smá kennslustund í körfubolta. Lið Ármanns hefur spilað glimrandi vel í vetur og trónir á toppi 1. deildar kvenna en liðið hefur aðeins tapað tveimur leikjum á tímabilinu. Þær náðu strax undirtökunum gegn Stólastúlkum sem börðust þó fyrir sínu en niðurstaðan varð 82-59 fyrir heimastúlkur.
Meira

Ísak Óli öflugur á Meistaramóti Íslands um helgina og varði Íslandsmeistaratitil sinn í 60m grind

Um helgina fór fram í Laugardalshöll Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum þar sem fremsta frjálsíþróttafólk landsins var samankomið og keppti um 24 Íslandsmeistaratitla í einstaklingsgreinum. UMSS átti þrjá keppendur á mótinu sem allir stóðu sig vel.
Meira

KR krækti í stig á lokamínútunum í Lengjubikarnum

Spilað var í A deild kvenna, riðli 1, í Lengjubikarnum í knattspyrnu á Króknum í dag. Völlurinn var iðagrænn og fallegur en óhætt að segja að veðrið hafi ekki verið upp á marga fiska framan af leik; hvassviðri og hríð. Það er hins vegar gaman að spila fótbolta og ekki amalegt að mæta Vesturbæjarstórveldinu KR í fyrsta heimaleik ársins. Það fór svo á endanum að liðin skiptu stigunum á milli sín en leiknum lauk með 1–1 jafntefli.
Meira

Stólastúlkur lögðu Vestra í Síkinu

Konur voru í aðalhlutverki á Króknum í dag því spilað var í Síkinu og á gervigrasvellinum á sama tíma – veðrið var þó heldur skaplegra í Síkinu! Þar tók lið Tindastóls á móti liði Vestra frá Ísafirði sem vermt hefur botnsætið í 1. deild kvenna í allan vetur en þær eru þó sýnd veiði en ekki gefin og hafa verið að tapa leikjum naumlega upp á síðkastið. Lið Tindastóls náði góðri stöðu snemma leiks og náði að halda gestunum frá sér án mikilla vandkvæða og fagnaði að lokum góðum 16 stiga sigri; lokatölur 78-62.
Meira

Vanda Sigurgeirsdóttir kjörin formaður KSÍ

Vanda Sigurgeirsdóttir er næsti formaður KSÍ en kosið var milli hennar og Sævars Péturssonar á 76. ársþingi sambandsins sem fram fór í dag. Vanda fékk 105 atkvæði en Sævar 44. Vanda tók við formennsku hjá KSÍ á haustdögum 2021 á mjög erfiðum tímamótum hjá sambandinu eftir að fyrrum formaður og stjórn sagði af sér, eins og flestir þekkja.
Meira