Íþróttir

Íþróttahreyfingin fær styrk vegna tekjutaps af völdum heimsfaraldurs

Ákveðið var á fundi ríkisstjórnar sl. föstudag að íþróttahreyfingin í landinu fengi 500 m.kr. fjárframlag frá stjórnvöldum sem mótvægisaðgerð gegn tekjutapi af völdum heimsfaraldurs.
Meira

Allt á suðupunkti í Síkinu þegar Stólarnir lögðu Keflvíkinga í framlengdum leik

Það var raf-mögnuð stemning í Síkinu í kvöld þegar Keflvíkingar heimsóttu Tindastólsmenn í þriðju viðureign liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildarinnar í körfubolta. Bæði lið höfðu unnið örugga sigra í sínum fyrstu heimaleikjum í rimmunni og það lá í loftinu að boðið yrði upp á naglbít í þriðja leiknum. Það stóð heima, leikurinn var æsispennandi og endaði með framlengingu og þar tryggði Zoran Vrkic Stólunum sigur með laglegri íleggju þegar tæpar tvær sekúndur voru eftir á klukkunni. Lokatölur 95-94 og Tindastóll leiðir einvígið 2-1.
Meira

Lið Kormáks/Hvatar úr leik í Mjólkurbikarnum

Fótboltinn er löngu farinn í gang en nú á föstudaginn hófst alvaran því þá fóru fyrstu leikirnir í Mjólkurbikarnum fram. Lið Kormáks/Hvatar fékk Dalvík/Reyni í heimsókn á Sauðárkróksvöll upp úr hádegi í gær. Markalaust var í hálfleik en Eyfirðingarnir gerðu þrjú mörk í síðari hálfleik og Húnvetningar því úr leik í bikarnum.
Meira

Keflvíkingar eldri en tvævetur í körfunni

Eftir frábæran sigurleik Tindastóls í fyrsta leik úrslitakeppninnar gegn Keflvíkingum voru einhverjir stuðningsmenn Stólanna farnir að láta sig dreyma um kúst og fæjó. Það kom hins vegar í ljós í gærkvöldi að Keflvíkingar eru töluvert eldri en tvævetur þegar kemur að körfuboltaleikjum og þeir Suðurnesja menn náðu vopnum sínum á meðan Stólunum gekk afleitlega að koma boltanum í körfu Keflvíkinga. Leikurinn var engu að síður lengstum jafn og spennandi og Stólarnir í séns fram á síðustu mínútur. Lokatölur 92-75, allt jafnt í einvíginu og liðin mætast í þriðja sinn í Síkinu nk. mánudag.
Meira

Sigurður Pétur Stefánsson íþróttamaður ársins hjá USAH

Á 104. ársþingi USAH sem haldið var á Húnavöllum í gær 7. apríl var Snjólaug María Jónsdóttir kjörin nýr formaður. Tók hún við keflinu af Rúnari Aðalbirni Péturssyni. „Um leið og við bjóðum nýjan formann velkominn til starfa þökkum við Rúnari fyrir hans framlag undanfarin sex ár sem formaður USAH,“ segir á Facebooksíðu sambandsins.
Meira

Tindastóll með öruggan sigur á liði Keflvíkinga í fyrsta leik

Úrslitakeppni Subway-deildarinnar í körfuknattleik fór í gang í kvöld og það voru lið Tindastóls og Keflavíkur sem riðu á vaðið. Stólarnir höfðu unnið sjö síðustu leiki sína í deildinni og mættu til leiks þrútnir af sjálfstrausti, enda varð leikurinn hin besta skemmtun fyrir stuðningsmenn Stólanna því liðið sýndi sínar bestu hliðar og skellti Keflvíkingum af miklu öryggi. Lokatölur 101-80 og það er lið Tindastóls sem nær í fyrsta sigurinn í rimmu liðanna sem mætast að nýju í Keflavík nk. föstudag.
Meira

Fyrsti leikur Stóla í úrslitum Subway deildarinnar verður háður í kvöld

Fyrstu tveir leikir úrslitakeppni Subwaydeildar karla fara fram í kvöld er Tindastóll tekur á móti Keflavík í Síkinu á Sauðárkróki og Valur fær Stjörnuna í heimsókn í Origo-höllina á Hlíðarenda. Á morgun mætast svo Íslandsmeistarar Njarðvíkur og KR í Ljónagryfjunni í Njarðvík og Þór Þorlákshöfn og Grindavík í Icelandic Glacial-höllinni í Þorlákshöfn.
Meira

Æfingaferðin til Portúgal hefur gengið frábærlega

Knattspyrnufólk í Tindastóli skaust á dögunum suður til Portúgals til æfinga og undirbúnings fyrir komandi tímabil í boltanum. Að sögn Sæþórs Más Hinrikssonar, framkvæmdastjóra Stólanna, er ferðin búin að ganga alveg frábærlega, mjög góð stemning í hópnum og æfingarnar hafa heppnast mjög vel. Hópurinn, sem telur 35 manns, er á svæði sem heitir Colina Verde. „Eru í rauninni með hótelið út af fyrir sig og mjög gott æfingasvæði,“ segir Sæþór.
Meira

Skagfirðingar á palli á Íslandsmóti í crossfit

Íslandsmótið í crossfit fór fram um helgina í CrossFit Reykjavík en um svokallaða boðskeppni var að ræða þar sem tólf efstu á Íslandi í Open, sem er alþjóðleg netkeppni á vegum crossfit, fengu sæti á mótinu. Þrír Skagfirðingar fengu þetta boð, Áslaug Jóhannsdóttir, Haukur Rafn Sigurðsson og Ægir Björn Gunnsteinsson.
Meira

Þrjár kempur til liðs við Kormák/Hvöt

Nú er rétt um mánuður í að Húnvetningar hefji leik í 3. deildinni í knattspyrnu en fyrsta umferðin hefst 6. maí en þá á lið Kormáks/Hvatar útileik gegn Vængjum Júpiters á Fjölnisvelli. Húnvetningar hafa verið að styrkja hópinn sinn og á aðdáendasíðu Kormáks má sjá að nú í byrjun apríl hafa þrír leikmenn bæst í hópinn; þeir Anton Ingi Tryggvason, Benjamín Jóhannes Vilbergsson og Ante Marčić.
Meira