Íþróttir

Þær sunnlensku voru sjúllaðar í Síkinu

Stólastúlkur spiluðu síðasta heimaleik sinn í 1. deild kvenna í körfunni þetta tímabilið í gær en þá kom sameinað lið Hamars og Þórs í heimsókn. Að þessu sinni reyndust gestirnir sterkari aðilinn og fór Astaja Tyghter mikinn í liði þeirra, gerði 47 stig. Eftir ágæta byrjun Stólastúlkna þá náðu gestirnir yfirhöndinni skömmu fyrir hlé og liði Tindastóls gekk illa að minnka forskotið í síðari hálfleik – eða í raun bara alls ekki. Lokatölu 69-82.
Meira

Aldís María og Anna Margrét áfram með Stólastúlkum

Á Tindastóll.is segir af því að nýverið undirrituðu þær Aldís María Jóhannsdóttir og Anna Margrét Hörpudóttir samninga við knattspyrnudeild Tindastóls og verða því með Stólastúlkum í Lengjudeildinni í sumar.
Meira

Enn er beðið eftir lokaniðurstöðum lækna vegna Bess

Það má kannski segja að gengi körfuboltaliðs Tindastóls í Subway-deildinni sé beintengt við púlsinn í samfélaginu hér á Króknum. Í síðasta sigurleik gegn ÍR sat Javon Bess meiddur á bekknum og óvíst um framhaldið hjá honum og má fullyrða að þá hafi skapast svokallaður óróapúls meðal stuðningsmanna Tindastóls. Feykir sendi nokkrar spurningar á Baldur Þór Ragnarsson, þjálfara Stólanna, og spurði út í Bess og bætingu liðsins í síðustu leikjum.
Meira

Naglbítur í Síkinu þegar Stólastúlkur sigruðu lið Aþenu

Stólastúlkur spiluðu átjánda leik sinn í 1. deild kvenna nú undir kvöld þegar lærisveinkur Brynjars Karls í Aþenu/UMFK mætti í Síkið. Gestirnir fóru betur af stað og leiddu með níu stigum í hálfleik en lið Tindastóls gafst ekki upp og náði vopnum sínum í síðari hálfleik. Lokamínúturnar voru æsispennandi en heimastúlkur héldu út og unnu leikinn 68-66.
Meira

Bæði norðanliðin nokkuð sátt þrátt fyrir töp

Leikið var í Lengjubikarnum í knattspyrnu í dag en fyrst voru það Stólastúlkur sem mættu liði Selfoss og síðan voru það kapparnir í Kormáki Hvöt sem tókust á við lið Hauka úr Hafnarfirði. Bæði norðanliðin urðu að sætta sig við naumt tap í hörkuleikjum.
Meira

Sænsku tvíburarnir Anton og Oskar Örth til liðs við Stólana

Knattspyrnudeild Tindastóls hefur samið við sænsku tvíburana Anton og Oskar Örth um að leika með meistaraflokksliðinu í sumar. Kemur fram á heimasíðu Tindastóls að þeir séu fæddir árið 1995 og hafi æft með liðinu frá því í byrjun febrúar.
Meira

Stólarnir rifu tvö stig með sér úr Hellinum

Lið Tindastóls vann fjórða leik sinn í röð í kvöld og þriðja leikinn á einni viku þegar liðið sótti hellisbúana í Breiðholtinu heim. Eins og vanalega þegar lið ÍR heldu partý þá var boðið upp á baráttu og spennu. Tindastólsmenn voru án Javon Bess en náðu að negla saman þokkalegasta varnarvegg og í sókninni steig Taiwo upp og sýndi listir sínar. Lokatölur voru 71-75 og Tindastólsmenn öruggir með sæti í úrslitakeppninni.
Meira

Yves Ngassaki á að skora fyrir Stólana í sumar

Í frétt á vef Tindastóls er sagt frá því að knattspyrnudeild félagsins hefur samið við franska framherjann Yves Ngassaki um að leika með Tindastólsliðinu á komandi tímabili. „Yves er stór, sterkur og fljótur framherji sem á eftir að nýtast okkar liði alveg frábærlega,“ er haft eftir Donna þjálfara.
Meira

KR-ingar urðu að játa sig sigraða gegn góðu liði Tindastóls í gær – Myndband af síðustu mínútunni

Tindastóll tók á móti erkifjendunum í KR í Síkinu er liðin áttust við í tvífrestuðum leik í Subway deildinni í gær. Leikurinn var sveiflukenndur og spennandi og skiptust liðin á forystu lungann úr leiknum en í lokin náðu Stólar að skora sautján stig í röð og lögðu þar með grunninn að sætum sigri.
Meira

Skákfélag Sauðárkróks sigraði í 4. deild Íslandsmóts Skákfélaga

Skákfélag Sauðárkróks var meðal þátttakenda í Íslandsmóti Skákfélaga sem lauk um helgina, en þá var síðari hlutinn tefldur. Eftir fyrra hlutann, sem fram fór í október, endaði Skákfélag í efsta sæti í 4. deild eftir að hafa unnið allar sínar viðureignir og segir á heimasíðu félagsins að það hafi haldið uppteknum hætti í móti helgarinnar og fengið fullt hús stiga eða 14 með 30,5 vinninga af 42 mögulegum.
Meira