Íþróttir

Kvennalið Tindastóls með góðan sigur á Þór/KA

Meistaraflokkur Tindastóls kvenna sigraði Þór/KA 0-3 síðastliðinn sunnudag í A-deild Kjarnafæðismótsins sem fram fór á Akureyri. Leikurinn byrjaði af miklum krafti okkar stelpna gegn ungu liði Þór/KA, segir á heimasíðu Tindastols.
Meira

Vanda staðfestir framboð til formanns KSÍ

„Þá er það staðfest, ég ætla að bjóða mig fram til áframhaldandi setu sem formaður KSÍ. Ég er stolt af þeirri vinnu sem hefur átt sér stað og er þakklát stjórn, starfsfólki og þjálfurum KSÍ, ásamt fólkinu í hreyfingunni. Starfið er vissulega krefjandi en eftir erfiða mánuði er bjart framundan og ég brenn af áhuga fyrir því að fá að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem framundan er,“ segir Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands í Facebook-skilaboðum.
Meira

Enn einn stórleikurinn hjá Maddie í mikilvægum sigri á Stjörnunni

Tindastóll og Stjarnan mættust í 1. deild kvenna í körfubolta í Síkinu í dag og var um hörkurimmu að ræða. Leikurinn var allan tímann jafn og spennandi en lið Tindastóls átti góðan kafla í upphafi fjórða leikhluta, náði þá átta stiga forystu sem lið gestanna náði aldrei að saxa alla leið niður þrátt fyrir nokkur áhlaup. Þær réðu einfaldlega ekki við Maddie Sutton sem var í banastuði hjá Stólastúlkum og endaði leikinn með 62 framlagspunkta sem er sjaldséð tala. Lokatölur 84-77 og mikilvægur sigur í baráttunni um sæti í úrslitakeppni 1. deildar.
Meira

Vigdís Edda hefur vistaskipti og spilar nú með liði Þórs/KA

Knatt­spyrnu­deild Þórs/​KA hef­ur gert tveggja ára samn­ing við Króksarann Vig­dísi Eddu Friðriks­dótt­ur (1999) en hún kem­ur til Ak­ur­eyr­ar­fé­lags­ins eftir tvö ævintýraár með liði Breiðabliks í Kópavogi. Vigdís Edda er að sjálfsögðu uppalin Stólastúlka og er nú á ný komin á kantinn hjá Jóni Stefáni sem áður þjálfaði lið Tindastóls en tók í haust við liði Þórs/KA. Akureyringar ætla sér stóra hluti í Pepsi Max deildinni í sumar og hafa styrkt hópinn töluvert að undanförnu.
Meira

Góður taktur í liði Tindastóls í Kjarnafæðismótinu

Leikið var um toppsætið í B-deild karla í Kjarnafæðismótinu í knattspyrnu í Boganum á Akureyri í gærkvöldi. Lið Tindastóls og Hamranna voru bæði með níu stig að loknum þremur leikjum, höfðu unnið alla sína leiki, og aðeins eftir að skera úr um hvort liðið endaði á toppnum. Þegar til kom þá reyndust Stólarnir sterkari og unnu öruggan 5-0 sigur.
Meira

Grindvíkingur reyndust sterkari í HS Orku-höllinni

Tindastóll og Grindavík mættust í HS Orku-höllinni suður með sjó í gærkvöld en bæði lið voru með 14 stig fyrir leik. Leikurinn var að mörgu leyti ágæt skemmtun og bæði lið spiluðu ágætan sóknarbolta en margir söknuðu þess að Stólarnir spiluðu alvöru varnarleik. Heimamenn náðu tíu stiga forystu í fyrsta leikhluta og það bil náðu gestirnir aldrei að brúa þó oft hafi aðeins vantað herslumuninn. Lokatölur voru 101-93 fyrir Grindavík.
Meira

Johanna Henriksson ráðin þjálfari hjá knattspyrnudeild Tindastóls

Knattspyrnudeild Tindastóls hefur ráðið Svíann Johönnu Henriksson sem þjálfara hjá deildinni en hún mun verða aðalþjálfari 3. flokks kvenna og nýstofnaðs 2. flokks kvenna og einnig hluti af þjálfarateymi meistaraflokks kvenna og karla í formi markmannsþjálfunar.
Meira

Pepelu passar markið hjá Kormáki Hvöt

Meistaraflokksráð Kormáks Hvatar heldur áfram að safna liði til að styðja við markmið liðsins í sumar en framundan er spennandi sumar í nýrri deild og sem nýliðar í stóru tjörninni er ljóst að sú vegferð hefst aftast á vellinum, segir í tilkynningu frá ráðinu.
Meira

Vesturbæingar kræktu í Covid-smit og koma ekki á Krókinn í kvöld

Það var eftirvænting á Króknum fyrir leik Tindastóls og KR í Subway-deildinni sem fram átti að fara í Síkinu í kvöld en því miður hefur leiknum verið frestað þar sem upp kom Covid-smit í leikmannahópi Vesturbæinganna. Vegna smita, ýmist í leikmannahópi Tindastóls eða andstæðinga þeirra, hefur Tindastólsliðið aðeins leikið tvo leiki síðustu sex vikurnar og vonandi eru kapparnir okkar enn með á hreinu hvað snýr upp og niður á boltanum.
Meira

Blikar í einangrun og leik frestað gegn Stólum

Leik Breiðabliks og Tindastóls sem var á dagskrá í kvöld í Subway deildinni hefur verið frestað vegna einangrunar leikmanna Breiðabliks. Samkvæmt tilkynningu frá KKÍ hefur leiknum verið fundinn nýr leiktími mánudaginn 7. febrúar kl. 19:15. Einn leikur fór fram í gærkveldi Blue-höllin í Keflavík þar sem heimamenn töpuðu óvænt fyrir ÍR 77 – 94.
Meira