Íþróttir

Tindastólsmenn á fljúgandi siglingu í Kjarnafæðismótinu

Lið Tindastóls lék þriðja leik sinn í B-deild Kjarnafæðismótsins í gær þegar þeir mættu liði KA3 á KA-vellinum. Illa gekk að skora framan af leik en síðustu tíu mínútur fyrri hálfleiks reyndust Stólunum gjöfular en þá gerðu strákarnir út um leikinn með fjórum mörkum. Lokatölur leiksins voru 6-1 og lið Tindastóls með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir.
Meira

Þrjár heimastúlkur sömdu við Tindastól í dag

Þrjár Tindastólsstúlkur skrifuðu í dag undir tveggja ára samning við Knattspyrnudeild Tindastóls og leika því í sumar með Stólastúlkum í Lengjudeildinni. Þetta eru þær Birna María Sigurðardóttir, Magnea Petra Rúnarsdóttir og Marsilía Guðmundsdóttir en þær hafa allar komið upp í gegnum ungmennastarf Stólanna og voru viðloðandi hóp Tindastóls í Pepsi Max deild kvenna á síðasta tímabili.
Meira

Laufey Harpa valin í æfingahóp U23

Blásið hefur verið lífi í ágæta heimasíðu Tindastóls og þar segir frá því að Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðisins í fótbolta, hefur valið hóp U23 ára leikmanna til æfinga sem fram fara dagana 24.-26. janúar í Hafnafirði. Einn Króksari er í hópnum en það er Laufey Harpa Halldórsdóttir sem skipti úr Tindastól í Breiðablik í desember og gerði tveggja ára samning við Blikana.
Meira

Hannah Cade á krókinn hjá kvennaliðinu

Hannah Jane Cade, sem spilaði með Fram í 2. deild kvenna sl. sumar, hefur samið við knattspyrnudeild Tindastóls um að stíga dansinn með Stólastúlkum í Lengjudeildinni í sumar. Hannah er 24 ára miðjumaður og er væntanleg til landsins um miðjan febrúar.
Meira

Tindastólsstúlkur komu tómhentar úr TM-hellinum

Kvennalið Tindastóls í körfubolta spilaði fyrsta leik sinn í rúman mánuð þegar þær héldu suður í Breiðholt í gær þar sem lið ÍR beið þeirra í TM hellinum. Liði Tindastóls hefur gengið brösuglega gegn sterku ÍR liði síðustu misserin og það varð engin breyting á því gær og verður að viðurkennast að lið ÍR er skör hærra á körfuboltasviðinu. Staðan í hálfleik var 48-23 en heimastúlkur slökuðu aðeins á í síðari hálfleik og lokatölur urðu 81-54.
Meira

Einar Ísfjörð, Jón Gísli og Sigurður Pétur til reynslu hjá Örgryte

Þessa dagana eru þrír leikmenn Tindastóls á reynslu hjá sænska liðinu Örgryte IS sem leikur í næstefstu deild þar í landi. Leikmennirnir sem um ræðir eru Einar Ísfjörð Sigurpálsson (2005), Jón Gísli Stefánsson (2004) og Sigurður Pétur Stefánsson (2003) en þeir hafa allir nýverið skrifað undir tveggja ára samning við Tindastól í fótboltanum. Þeir munu æfa með U19 ára liði Örgryte, mæta á sem æfingar og spila 1 æfingaleik.
Meira

Leiknum gegn KR frestað vegna Covid-smita í liði Tindastóls

Hin þreytandi kórónaveira hefur aftur skotið upp kollinum í leikmannahópi Subway-deildarliðs Tindastóls og í tilkynningu á Facebook-síðu Körfuknattleiksdeildar Tindastóls er sagt frá því að tveir leikmenn liðsins hafi greinst með Covid. Leikmennirnir tveir eru að sjálfsögðu komnir í einangrun og afgangurinn af liðinu í sóttkví. Þetta hefur að sjálfsögðu í för með sér að leiknum gegn KR, sem fram átti að fara í Síkinu annað kvöld, hefur verið frestað.
Meira

Stólastúlkur máttu sætta sig við tap í fótboltanum

Karla- og kvennalið Tindastóls áttu bæði að draga fram gervigrasskóna nú um helgina og spila leiki í Kjarnafæðismótinu sem fram fer á Akureyri. Strákarnir áttu að mæta Hömrunum í gær en fresta varð leiknum þar sem Stólarnir náðu ekki í lið þar sem leikmenn voru ýmist í sóttkví eða ekki til taks. Stólastúlkur spiluðu aftur á móti sinn fyrsta leik á undirbúningstímabilinu í dag og urðu að sætta sig við tap gegn sameinuðu Austurlandsliði Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis en lokatölur voru 3-0.
Meira

Stólarnir á flötu að Hlíðarenda

Rússíbanareið Tindastóls í Subway-deildinni heldur áfram. Í gær rúlluðu okkar menn suður að Hlíðarenda þar sem Valsmenn biðu þeirra. Eftir ágæta byrjun gestanna í leiknum náðu Valsmenn frumkvæðinu í öðrum leikhluta og gerðu svo bara lítið úr Stólunum í síðari hálfleik. Lokatölur 96-71 og lítil stemning fyrir svona tölum hjá stuðningsmönnum Stólanna – og sjálfsagt ekki hjá leikmönnum heldur. Það er því vonandi að að strákarnir rétti úr kútnum þegar Vesturbæingarnir heimsækja Síkið nk. fimmtudag.
Meira

Samstarf yngri flokka í fótboltanum á Norðurlandi vestra

Á dögunum var undirritaður samningur milli knattspyrnudeilda Tindastóls, Kormáks og Hvatar um að senda sameiginleg lið í yngri flokkum til leiks á Íslandsmótið í knattspyrnu tímabilið 2022. Á heimasíðu Tindastóls segir að flokkarnir sem sameiningin nær yfir eru fjórði og þriðji flokkur karla og kvenna, og annar flokkur karla. Liðin munu keppa undir nafninu Tindastóll/Hvöt/Kormákur.
Meira