Íþróttir

Lið Húnvetninga tryggði sætið í 3. deildinni með öruggum sigri

Síðasta umferðin í 3. deildinni í knattspyrnu fór fram á laugardaginn. Lið Kormáks/Hvatar var í tæknilegri fallhættu því ef allt færi á langversta veg þá átti lið Vængja Júpíterst möguleika á að skríða upp fyrir Húnvetningana. Svo fór að sjálfsögðu ekki því K/H tók völdin gegn liði KH strax í byrjun leiks og endaði í níunda sæti 3. deildar þegar upp var staðið. Lokatölur í leik þeirra gegn botnliði KH voru 3-0.
Meira

Stórmeistarajafntefli á Króknum en FH-liðið fór heim með bikarinn

Frábærri keppni í Lengjudeild kvenna lauk í kvöld en þá var heil umferð spiluð. Toppliðin tvö sem þegar höfðu tryggt sér sæti í Bestu deildinni að ári mættust á Sauðárkróksvelli í bráðskemmtilegum baráttuleik. Fisk Seafood bauð stuðningsmönnum liðanna á völlinn og alls ekki víst að það hafi fleiri mætt á fótboltaleik á Króknum áður. Lið FH hafði stigs forskot á Stólastúlkur fyrir leikinn og því ljóst að heimaliðið þurfti sigur ætluðu þær sér Lengjudeildartitilinn. Niðurstaðan varð hins annað jafntefli liðanna í sumar, að þessu sinni 2-2, og FH fagnaði því í leikslok.
Meira

Sveitarstjórnarkonur flagga fyrir meistaraflokki kvenna

Það er stór dagur í knattspyrnuheiminum í dag, alla vega í hugum margra Norðlendinga, þar sem baráttan um efsta sætið í Lengjudeildinni fer fram og þar með sigur í deildinni. Af því tilefni tóku nokkrar galvaskar konur úr sveitarstjórn Skagafjarðar það að sér, fyrir hönd sveitarstjórnar, að flagga fyrir stelpunum á ljósastaurum Skagfirðingabrautar við íþróttasvæðið.
Meira

Viktor Smári ánægður með lífið í Hæfileikamótun N1 og KSÍ

Þessa dagana fer fram Hæfileikamótun N1 og KSÍ drengja í Miðgarði í Garðabæ en lokahnykkurinn fer fram á Laugardalsvelli í dag. Drengirnir eru allir fæddir 2008 og eiga því að vera að spila með 4. flokki. Einn leikmaður úr liði Tindastóls/Hvatar/Kormáks er í 60 manna úrtakinu en það er Króksarinn Viktor Smári Davíðsson. Feykir hafði samband við kappann og spurði hann aðeins út í Hæfileikamótunina og fótboltann.
Meira

Hilmar Þór markahæstur og bestur í liði Kormáks/Hvatar

Aðdáendasíða Kormáks (og sennilega Hvatar líka) bíður ekki boðanna og hefur nú þegar tilkynnt val aðdáenda Kormáks/Hvatar á leikmanni, efnilegasta leikmanni og stuðningsmanni ársins 2022, þrátt fyrir að enn eigi liðið eftir að spila einn leik í 3. deildinni. Leikmaður ársins er Hilmar Þór Kárason sem hefur verið duglegur að setj'ann í sumar.
Meira

Hlífar Óli verður á mæknum í Síkinu

Á Facebook-síðu körfuknattleiksdeildar Tindastóls er sagt frá því að samið hefur verið við Hlífar Óla um að taka að sér hlutverk vallarkynnis á leikjum karla- og kvennaliða Tindastóls í vetur. „Hlífar Óla þarf ekki að kynna fyrir landsmönnum en tilþrif hans i kynningum urðu landsfræg í úrslitakeppni síðasta tímabils,“ segir í laufléttri fréttinni.
Meira

Eva Rún blæs á slæma spá um gengi Stólastúlkna í körfunni

Á kynningarfundi Subway deildar kvenna, sem haldinn var í Laugardalshöll í gær, var m.a. kynntar spár formanna, þjálfara og fyrirliða liða í Subway- og 1. deild kvenna, og spá fjölmiðla fyrir Subway deild kvenna. Þar má sjá að Tindastól er ekki spáð góðu gengi í vetur.
Meira

Ríflega hálf milljón safnaðist í kringum knattspyrnuleik í Kópavogi

Kormákur/Hvöt sótti lið Augnabliks heim í Kópavog síðasta laugardag en liðin áttust við í 3. deildinni. Augnablik ákvað að standa fyrir söfnun í kringum leikinn en allur aðgangseyrir rann til aðstandenda harmleiksins á Blönduósi en jafnframt var fólk sem ekki komst á leik liðanna hvatt til að leggja málstaðnum lið. Þegar upp var staðið safnaðist ríflega hálf milljón króna.
Meira

FISK Seafood býður áhorfendum á úrslitaleik Tindastóls og FH

Nú er það baráttan um grasið! Síðasti fótboltaleikur sumarsins á Króknum fer fram nú á föstudagskvöldið þegar Fimleikafélag Hafnarfjarðar (FH) mætir og spilar hreinan úrslitaleik við lið Tindastóls um efsta sætið í Lengjudeildinni. Bæði liðin hafa þegar tryggt sér sæti í Bestu deildinni að ári og því engin pressa – aðeins metnaður og vilji til að krækja í titilinn. Það er því ekkert annað í stöðunni en að fjölmenna undir flóðljósin í stúkuna góðu og styðja Stólastúlkur til sigurs. FISK Seafood býður áhorfendum á völlinn þannig að þetta er bara rakið dæmi!
Meira

Frítt á leik Kormáks og Hvatar gegn föllnu liði KH

Fyrir réttu ári var mikið um dýrðir í Húnaþingi, þegar sameiginlegt lið Kormáks og Hvatar tryggði sér í fyrsta sinn sæti í 3. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu. Römm blanda heimamanna og erlendra lykilmanna reyndist rétt í þriðju tilraun, en árin tvö á undan höfðu Húnvetningar farið í hina snúnu úrslitakeppni 4. deildar án þess að ná alla leið.
Meira