Íþróttir

„Þetta verður hörkuleikur,“ segir Hannes Ingi um viðureign Stóla og Njarðvíkur í kvöld

Í kvöld fer fram þriðji leikur Tindastóls og Njarðvíkur í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfubolta og með sigri komast Stólar í úrslitaleikinn. Leikurinn fer fram í Ljónagryfju Njarðvíkinga og miðaframboð afar takmarkað, segir á Facebooksíðu körfuknattleiksdeildar Tindastóls en þar er fólk hvatt til að næla sér í miða á símaappinu Stubbi. Feykir náði í Hannes Inga Másson sem hefur bullandi trú á að Stólar fari með sigur af hólmi.
Meira

Fyrsta stökkmót öldunga í Varmahlíð

Stökkmót UÍ Smára í öldungaflokkum fór fram í íþróttahúsinu í Varmahlíð laugardaginn 23. apríl 2022. Keppt var í fjórum greinum; hástökki með og án atrennu, langstökki og þrístökki án atrennu. Fimm keppendur mættu til leiks í karlaflokkum en því miður enginn í kvennaflokkum.
Meira

Sigursælir Húnvetningar á frjálsíþróttamóti UFA og Norðlenska

Akureyrarmót UFA og Norðlenska var haldið í Boganum laugardaginn 23. apríl sl. Boðið var upp á þrautabraut fyrir 9 ára og yngri, en keppt var í flokkum frá 10-11 ára upp í karla- og kvennaflokk. Fjöldi keppenda komu af Norðurlandi vestra og átti USAH 42 keppendur, en keppendur sambandsins unnu flest verðlaun liða á mótinu.
Meira

Ævintýraleg endurkoma Tindastóls og sigur í tvíframlengdum leik | UPPFÆRT

Tindastólsmenn voru rétt í þessu að bera sigurorð af deildarmeistur Njarðvíkinga í einum ótrúlegasta leik sem spilaður hefur verið í Síkinu og jafnvel þótt víðar væri leitað. Eftir jafnan fyrri hálfleik tóku Njarðvíkingar völdin í þriðja leikhluta og náðu 18 stiga forystu og geim óver – héldu flestir. En lið Stólanna er ólseigt og náði að jafna leikinn í bráðlokin og í kjölfarið fylgdu tvær framlengingar og í þeirri síðari kláraðist hreinlega bensínið hjá gestunum. Tveir þristar frá Pétri og einn til viðbótar frá meistara Badmus kom muninum í níu stig og niðurlútir Njarðvíkingar urðu að sætta sig við annað tapið í tveimur leikjum – lokatölur 116-107.
Meira

Öruggur sigur gegn Fram í síðasta æfingaleik Stólastúlkna

Kvennalið Tindastóls lék síðasta æfingaleik sinn fyrir komandi keppnistímabil í gær en þá heimsóttu Stólastúlkur lið Fram en Óskar Smári Haraldsson frá Brautarholti er annar þjálfara Framliðsins og var einmitt annar þjálfara Tindastóls sl. sumar í Pepsi Max. Lið Fram spilar í 2. deildinni í sumar og reyndust Stólastúlkur helst til of stór biti en leikurinn endaði með 1-7 sigri Tindastóls.
Meira

Já það er fjör!

Tindastólsmenn fylgdu eftir glæstum sigri á Keflvíkingum á páskadegi með mögnuðum sigri í fyrsta leik einvígisins gegn deildarmeisturum Njarðvíkinga í undanúrslitum Subway-deildarinnar sem leikinn var í gærkvöldi suður með sjó. Heimamenn höfðu frumkvæðið framan af leik en Stólarnir héldu haus og svöruðu öllum góðu köflum heimamanna með glæsibrag. Í fjórða leikhluta skiptust liðin á um að hafa forystuna en Stólarnir höfðu fleiri tromp á hendi að þessu sinni og tryggðu sér sigurinn eftir talsverða dramatík á lokasekúndunum. Lokatölur 79-84 og Tindastólsmenn til alls líklegir.
Meira

Töfrastund Tindastóls í troðfullu Síkinu

Lið Tindastóls og Keflavíkur mættust í kvöld í fimmtu og allra síðustu viðureign liðanna í átta liða úrslitum Subway-deildarinnar. Bæði lið höfðu unnið tvo leiki og sigurvegarinn átti því víst sæti í undanúrslitum þar sem andstæðingurinn yrði deildarmeistarar Njarðvíkur. Reiknað var með hörkuleik og stuðningsmenn liðanna streymdu í Síkið sem aldrei fyrr. Viðureignin reyndist hin besta skemmtun fyrir heimamenn því lið Tindastóls mætti í miklu stuði til leiks, tók snemma góða forystu sem gestirnir voru hreinlega aldrei nálægt að vinna upp. Lokatölur 99-85 og Stólarnir því áfram í undanúrslitin.
Meira

Ekki allir fæturnir undir Stólunum í fjórða leiknum

Lið Tindastóls gat tryggt sér sæti í undanúrslitum Subay-deildarinnar í gærkvöld þegar liðið okkar mætti Keflvíkingum suður með sjó í fjórða leik liðanna. Nokkrir máttarstólpar liðsins voru hins vegar ekki í stuði og það er bara ekki boði á þessu stigi körfuboltavertíðarinnar. Með góðri baráttu tókst liði Tindastóls að snúa vondri stöðu við, náðu muninum í tvö stig, 75-73, þegar rúmar fjórar mínútur voru eftir af leiknum en þá sprakk liðið á limminu og Keflvíkingar sigldu heim sigri, 91-76, og tryggðu sér þar með oddaleik í Síkinu á sjálfan páskadag.
Meira

Donni ánægður með leik Tindastóls þrátt fyrir tap í Mjólkurbikarnum

Það var leikið í Mjólkurbikarnum á Sauðárkróksvelli í dag en þá mætti lið Tindastóls grönnum sínum í Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar (KS og Leiftur) en þetta var síðasti leikurinn í fyrstu umferð keppninnar. Nokkur munur hefur verið á gengi liðanna síðustu misserin, Stólarnir komnir í 4. deildina en lið KF verið að gera sig gildandi í 2. deildinni. Það kom á daginn að gestirnir voru sterkari í rigningunni á Króknum og skunduðu áfram í 2. umferða eftir 0-4 sigur.
Meira

„Þetta er náttúrulega hörku lið í Keflavík, ekki má gleyma því,“ segir Svavar Atli sem býst við stríðsátökum í kvöld

Í kvöld fer fram fjórði leikur í rimmu Tindastóls og Keflavíkur í úrslitakeppni Subway deildarinnar í körfubolta en með sigri komast Stólar áfram í undanúrslit. Fari hins vegar svo að Keflvíkingar beri sigur úr býtum ráðast úrslit, um hvort liðið fer áfram, í oddaleik á páskadag í Síkinu á Sauðárkróki.
Meira