Íþróttir

Helgi Freyr segir ekkert sjálfgefið að Tindastóll sé með lið í úrvalsdeild

Nú er það ljóst að Tindastóll endaði í fjórða sæti Subway deildarinnar í körfubolta eftir að spennandi lokaumferð lauk sl. fimmtudag. Árangur Stóla er nokkuð á pari við spár sem birtar voru fyrir tímabilið þar sem þeim var spáð 5. sæti af þjálfurum fyrirliðum og formönnum liða en 3. sæti af fjölmiðlum. Að vera kominn með heimavallarrétt í úrslitakeppninni er sérlega góður árangur m.t.t. til stöðu liðsins fyrir ekki svo löngu þegar ekki var útséð með það hvort liðið næði inn í úrslitakeppnina.
Meira

Treyja Helga Freys upp í rjáfur á morgun

Á morgun fara fram síðustu leikir í Subway deild karla þetta tímabilið og ræðst þá hverjir raðast saman þegar ný keppni hefst, úrslitakeppnin sjálf. Tindastóll tekur þá á móti Þór Akureyri klukkan 19:15 en áður en upphafsflautið gellur mun treyja númer 8 verða hengd upp í rjáfur í Síkinu með viðhöfn.
Meira

Sjötti sigur Stólanna í röð kom gegn meisturum Þórs

Það er heldur betur stuð á Stólastrákunum í körfunni þessa dagana. Í kvöld kláraðist næst síðasta umferðin í Subway-deildinni og andstæðingar Tindastóls voru Íslandsmeistarar Þórs úr Þorlákshöfn sem hafa spilað liða best í vetur. Þeir fóru illa með okkar menn hér í Síkinu í desember, unnu með 43 stigum og flestum stuðningsmönnum varð flökurt. En ekki í kvöld. Stólarnir komu, sáu og sigruðu í Þorlákshöfn, gáfu aldrei þumlung eftir eða eins og Baldur Þór þjálfari orðaði það: „Svakaleg orka og ákafi í liðinu.“ Lokatölur voru 85-91 og Stólarnir sækja fast í að ná fjórða sætinu og þannig heimavallarréttinum í úrslitakeppninni.
Meira

Sannfærandi Stólasigur gegn Berserkjum

Tindastóll og Kormákur/Hvöt spiluðu bæði í Lengjubikarnum í dag. Stólarnir áttu heimaleik gegn Berserkjum/Mídasi sem er einskonar B-lið Íslandsmeistara Víkings. Heimamenn voru í blússandi sveiflu, spiluðu vel og sköpuðu sér mörg góð færi og unnu leikinn örugglega 6-1. Húnvetningar spiluðu við KFG sem er B-lið Stjörnunnar og máttu sætta sig við 5-0 tap á Samsungvellinum í Garðabæ.
Meira

Stólastúlkur lögðu lið Völsungs

Næstsíðasti leikurinn í Kjarnafæðismótinu, sem hófst í desember, var leikinn í gær en þá mættust lið Tindastóls og Völsungs í Boganum. Mótið átti að klárast í byrjun febrúar en veður og Covid settu strik í reikninginn og síðan tók Lengjubikarinn yfir hjá liðunum. Stólastúlkur spiluðu sinn síðasta leik á mótinu í gær og báru sigurorð af liði Húsvíkinga en lokatölur voru 3-1. Karlaliðin á Norðurlandi vestra verða síðan í eldlínunni á morgun, sunnudag.
Meira

Arctic Cat Snocross í Tindastólnum - á sunnudaginn!

Í hádeginu sunnudaginn 27. mars verður keppt í Arctic Cat Snocross á skíðasvæðinu í Tindastólnum – athugið breyttan keppnisdag. Þeir sem elska Formúlu, býflugnahljóð og benzínilm snemma að morgni ættu að skella sér í Stólinn og fylgjast með spennandi keppni. Samkvæmt upplýsingum Feykis er reiknað með um 40 þátttakendum á alvöru keppnissleðum en keppt verður í þremur flokkum.
Meira

Pínu rosalega flott frammistaða Stólanna á parketinu og á pöllunum

Tindastóll fékk Keflavík í heimsókn í kvöld í 20. umferð Subway-deildarinnar í körfubolta og reyndist leikurinn hin besta skemmtun – í það minnsta fyrir heimamenn. Stólarnir voru yfir allan leikinn og með Arnar í banastuði en kappinn skellti í tíu þrista og réðu gestirnir ekkert við hann. Gamla góða stemningin var í Síkinu, taumlaust fjör, sungið og klappað og allir í stuði. Lokatölur reyndust 101-76.
Meira

Ná Stólarnir í tvö stig gegn Keflvíkingum í kvöld?

Það er stórleikur í Síkinu í kvöld en þá mæta Keflvíkingar til leiks. Liðin eru svo sem ekki á ólíku róli í deildinni, gestirnir í þriðja sæti með 26 stig en lið Tindastóls í sjötta sæti með 22 stig. Lið Tindastóls hefur unnið fjóra leiki í röð og virðist hafa fundið taktinn en hafa ekki spilað í hálfan mánuð og spennandi að sjá hvort hvíldin komi liðinu til góða. Leikurinn hefst kl. 20:15.
Meira

Bolti og ball á Páskaskemmtun Tindastóls

Laugardaginn í páskahelgi, 16. apríl, verður blásið til hátíðar í íþróttahúsinu á Sauðárkróki þar sem keppt verður í körfubolta um daginn en stiginn dans um kvöldið. Allur ágóði rennur til körfuknattleiksdeildar Tindastóls.
Meira

Dúndurstemmari á Tindastuði þrátt fyrir rok og rigningu

Það var allt að gerast á skíðasvæðinu í Tindastólnum á laugardaginn, lyftan á fullu, skíðagöngunámskeið seinni partinn og Tindastuð um kvöldið þar sem Úlfur Úlfur, Gusgusar og Flóni skemmtu góðum hópi gesta sem lét rok og rigningu ekki eyðileggja fyrir sér stemninguna í brekkunni.
Meira