Íþróttir

HK sigur þrátt fyrir góða endurkomu Stólastúlkna

Tindastóll og HK mættust í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu á Sauðárkróksvelli í kvöld. Það má segja að þetta hafi verið leikur tveggja ólíkra hálfleika því HK réð ferðinni frá fyrstu mínútu í fyrri hálfleik og leiddu sanngjarnt, 0-1, í hálfleik. Stólastúlkur náðu undirtökunum með mikilli baráttu í síðari hálfleik en þrátt fyrir að hafa skapað sér mýmarga sénsa síðasta stundarfjórðunginn þá kom jöfnunarmarkið ekki í þetta skiptið. HK stúlkurnar hans Guðna Þórs fóru því með öll þrjú stigin með sér suður eftir 0-1 sigur.
Meira

Arnar og Sigurður Gunnar í liði ársins og Baldur Þór valinn þjálfari ársins

Körfuknattleikstímabilinu lauk sem kunnugt er síðastliðið miðvikudagskvöld þegar Valur hafði betur í oddaleik gegn liði Tindastóls eftir hreint magnaða úrslitaseríu. Nú í hádeginu fór verðlaunahátíð KKÍ fram í íþróttamiðstöðinni í Laugardal og þar voru þeir leikmenn sem þóttu skara fram úr heiðraðir sem og þjálfarar. Tveir leikmanna Tindastóls voru valdir í úrvalslið Subway deildar karla, þeir Arnar Björnsson og Sigurður Gunnar Þorsteinsson, og Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari Tindastóls, var valinn þjálfari ársins.
Meira

Boltinn féll ekki fyrir Stólana í kvöld og Valsmenn tóku titilinn | UPPFÆRT

Það er ekki laust við að það hafi verið nokkur þreytubragur á liðum Vals og Tindastóls þegar þau áttust við í hreinum úrslitaleik í Origo-höllinni í kvöld. Leikurinn var æsispennandi lengstum, Stólarnir flugu úr startholunum en síðan fóru skotin að geiga og Valsmenn, með Hjálmar Stefánsson í ofurformi, komust inn í leikinn. Jafnt var í hálfleik, 36-36, en í síðari hálfleik fór sóknarleikur beggja liða að hökta verulega og lítið skorað. Einu stigi munaði fyrir lokafjórðunginn en þá var eins og orkan væri meiri í heimaliðinu sem náði yfirhöndinni og náði í sigurinn. Lokatölur 73-60 og til hamingju Valsmenn!
Meira

Upp á topp með Tindastól! - Létt upphitun með stuðningsmannasöngvum.

Það er ekki laust við að spenningur sé allsráðandi hjá körfuboltaunnendum í dag þar sem úrslitaleikur Subway deildarinnar fer fram í Origo-höllinni á Hlíðarenda í Reykjavík fyrir sunnan. Varla þarf að minna á að þarna takast á lið Tindastóls og Vals í körfuboltanum og fer sigurliðið heim með Íslandsmeistarabikarinn. Af því tilefni dustum við rykið af þekktum stuðningsmannalögum Stólanna.
Meira

Beðið eftir oddaleik Tindastóls og Vals

Mikil röð hefur myndast ,við íþróttahúsið á Sauðárkróki, útaf miðasölu á oddaleik Tindastóls og Vals
Meira

Stólastúlkur mæta Íslandsmeisturum Vals í Mjólkurbikarnum

Dregið var í 16 liða úrslit í Mjólkurbikar kvenna í dag og þar voru Stólastúlkur í pottinum. Það er umdeilanlegt hvort drátturinn geti talist hagstæður en lið Tindastóls fékk heimaleik gegn hinu gríðarsterka liði Vals sem er ríkjandi Íslandsmeistari. Það er að sjálfsögðu heiður að mæta meisturunum en leikurinn fer fram laugardaginn 28. maí og hefst kl. 17:00.
Meira

Vel gekk í æfingabúðum í boccia á Löngumýri

Helgina 6. til 8. maí hélt Boccianefnd Íþróttasamband fatlaðra æfingabúðir að Löngumýri í Skagafirði. Æfingabúðirnar voru fyrir landsliðshóp ÍF í Boccia, sem er sá hópur einstaklinga í þeim fötlunarflokkum sem eru með þátttökurétt á stórum alþjóðamótum.
Meira

Ævintýrakvöld á Króknum og oddaleikur framundan

Tindastóll og Valur mætust í fjórða leiknum í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í Síkinu í kvöld. Leikurinn var jafn og spennandi en það voru gestirnir af Hlíðarenda sem hótuðu nokkrum sinnum að stinga af með gullið. Þeim varð þó ekki kápan úr því klæðinu því Stólarnir voru ódrepandi eins og oft áður. Lokamínútur leiksins voru hádramatískur og fór svo að framlengja þurfti leikinn. Þá drömuðu Stólarnir alla upp úr skónum, snéru leiknum sér í vil á loka andartökunum og Pétur galdraði fram sigurkörfu með því að stela boltanum eftir innkast Valsara og bruna upp völlinn með Kristófer Acox á hælunum og leggja boltann snyrtilega í körfuna og tryggði Tindastólsmönnum tækifæri til að taka titilinn í Origo-höllinni næskomandi miðvikudag. Mikið óskaplega getur þessi leikur stundum verið sætur! Lokatölur 97-95.
Meira

Stólastúlkur áfram í 16 liða úrslitin í Mjólkurbikarnum

Tindastóll og ÍR mættust á Króknum í dag í 2. umferð Mjólkurbikars kvenna. Lið ÍR spilar í 2. deildinni en þar er keppni ekki enn hafin og það mátti því fyrirfram reikna með sigri Stólastúlkna þó að sjálfsögðu enginn leikur sé unnin fyrirfram. Það kom hins vegar á daginn að heimaliðið var töluvert sterkara en gekk illa að skapa sér dauðafæri. Mörkin létu þó sjá sig í síðari hálfleik og á endanum fór það svo að lið Tindastóls vann sanngjarnan 2-0 sigur og er því komið í 16 liða úrslit Mjólkurbikarsins.
Meira

Húnvetningar sóttu sigur í Hafnarfjörðinn

Húnvetningar voru heldur betur í partýgírnum í gær; kosningar, Eurovision og fyrsti sigurinn í 3. deildinni varð að veruleika í Skessunni í Hafnarfirði þegar lið Kormáks/Hvatar gerði sér lítið fyrir og lagði heimamenn í ÍH að velli í hörkuleik. Sigurmarkið kom þegar skammt var til leiksloka og lokatölur úr Hafnarfirði 2-3.
Meira