Fréttir

Tónleikar Draumaradda norðursins falla niður

Því miður þá falla niður tónleikar Draumaradda norðursins sem vera áttu á Sauðárkróki í dag vegna óveðurs og ófærðar. Unnið er að því að finna nýja dagsetningu fyrir tónleikana á Króknum.
Meira

Þverárfjallið ófært

Stórhríð er nú skollin á víða á Norðvesturlandi en á vef Vegagerðarinnar hefur stórhríðarmerkið verið sett á nokkra vegi og ófært er á Þverárfjalli. Vegfarendur ættu að kynna sér hvernig útlitið er áður en farið er ...
Meira

Abbababb á Húnavöllum

Árshátíð Húnavallaskóla var haldin föstudaginn 27. nóvember s.l. og hófst með skemmtiatriðum þar sem nemendur fluttu leikþætti og tónlistaratriði. 8. og 9. bekkur fluttu leikritið „Ástríkur og þrautirnar 5“ sem var leiks...
Meira

Vannýtt tækifæri í íslenskum sjávarútvegi

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, og Sveinn Margeirsson, sviðsstjóri hjá Matís, fjalla um tækifæri í íslenskum sjávarútvegi á opnum fundi fimmtudaginn 3. des. kl. 08:30 á Hilton Reykjavik Nordica, Suðurlandsbraut 2.
Meira

Próf og jólasveinar í FNV

Nú í morgun byrjuðu fyrstu prófin í FNV en haustannarprófin standa nú yfir allt fram til 15. desember.  Nokkrir jólasveinar heimsóttu FNV í gær 1. des. á síðasta kennsludegi haustannar og færðu þeir nemendum og starfsfólki sk...
Meira

Stjórn Ungra vinstri grænna sendir frá sér ályktun

Stjórn Ungra vinstri grænna leggst alfarið gegn tillögum Árna Páls Árnasonar, félagsmálaráðherra, um frekari niðurskurð á fæðingarorlofi.  Rétt er að minna á að kjör nýbakaðra foreldra hafa þegar verið skert umtalsvert
Meira

Hálka á vegum

Víða er hált og snjór á vegum á Norðvesturlandi en samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni eru helstu leiðir færar. Skafrenningur og éljagangur er víðast hvar á Norðvesturlandi og eru vegfarendur beðnir um að fara varlega. Hjá ...
Meira

Viðræður um heildastjórnun makrílveiða

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Jón Bjarnason gaf nýlega út reglugerð sem heimilar einhliða veiðar íslenskra skipa á 130.000 tonnum af makríl á árinu 2010. Bent er á að Íslendingum var ekki boðið að sitja fund annarra s...
Meira

Notkun farsíma í námi og kennslu

Menntaskóli Borgarfjarðar, Fjölbrautaskóli Snæfellinga og Síminn hafa gert með sér samkomulag um samvinnu og samstarf við að  þróa notkun farsíma í námi og kennslu. Vinnuheitið á verkefninu er „Nám á ferð og flugi“.  M...
Meira

Nýtt bryggjuhús tekið í notkun

Fyrir skömmu var tekið í notkun nýtt bryggjuhús á Sauðárkrókshöfn.  Húsið er uppsteypt og frágengið af K-Tak ehf. en rafmagnsvinna var unnin af Tengli ehf.  Bryggjuhúsið hýsir aðal rafmagnsinntak efri hluta hafnarsvæðis...
Meira