Áform um sölu félagsheimila í Skagafirði sett á ís
feykir.is
Skagafjörður, Mannlíf, Lokað efni
13.03.2025
kl. 09.35

Þórarinn Leifsson afhendir Sigfúsi Inga Sigfússyni, sveitarstjóra Skagafjarðar, undirskriftalistann fyrir hönd Íbúasamtaka Hegraness. MYND AÐSEND
Sveitarstjórn Skagafjarðar fundaði í gær og meðal þess sem tekið var fyrir á fundinum var tillaga um að fallið verði frá áformum um sölu Félagsheimilis Rípurhrepps. Eins og komið hefur fram var ákvörðun um sölu þess mjög umdeild og fyrir fundinn í gær afhentu fulltrúar frá Íbúasamtökum Hegraness undirskriftalista en um 600 manns mótmæltu áætlununum. Það var niðurstaða fundarins að ákvörðun um sölu félagsheimilanna Skagasels og Félagsheimilis Rípurhrepps var frestað.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.