Stjórn Ungra vinstri grænna sendir frá sér ályktun

UVG_logoStjórn Ungra vinstri grænna leggst alfarið gegn tillögum Árna Páls Árnasonar, félagsmálaráðherra, um frekari niðurskurð á fæðingarorlofi. 

Rétt er að minna á að kjör nýbakaðra foreldra hafa þegar verið skert umtalsvert á síðasta ári og hámarksgreiðslur lækkaðar. 

Þar sem börn á Íslandi komast yfirleitt ekki á leikskóla fyrr en á öðru aldursári – og þörfin fyrir fæðingarorlof því mest á fyrstu tveimur æviárum barna – er frestun fæðingarorlofs til þriggja ára vægast sagt óheppileg leið til þess að bregðast við vanda sem þjóðin stendur frammi fyrir. Þessi breyting kemur sér sérstaklega illa fyrir einstæða foreldra og telur stjórn Ungra vinstri grænna það furðu sæta að ætlast sé til þess að foreldri skilji fimm mánaða barn sitt eftir hjá dagforeldri á sama tíma og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hvetur til þess að börn séu eingöngu á brjósti til sex mánaða aldurs.

 Stjórn Ungra vinstri grænna telur mikilvægt að fallið verði frá breytingum á orlofsgreiðslum og þannig staðið vörð um þann tíma sem foreldrar geta átt með börnum sínum á fyrsta æviári þeirra.

palli@feykir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir