Abbababb á Húnavöllum

Frá árshátíð Húnavallaskóla. Mynd: Hunav.skóli

Árshátíð Húnavallaskóla var haldin föstudaginn 27. nóvember s.l. og hófst með skemmtiatriðum þar sem nemendur fluttu leikþætti og tónlistaratriði.

8. og 9. bekkur fluttu leikritið „Ástríkur og þrautirnar 5“ sem var leikstýrt af Jóhönnu Stellu umsjónarkennara þeirra.  Hápunktur kvöldsins var svo leiksýning nemenda 10. bekkjar sem fluttu stytta útgáfu af  leikverkinu „Abbababb“ sem var leikstýrt af Jóhönnu Friðriku Sæmundsdóttur leikkonu. 

Nemendur stóðu sig með mikilli prýði og áhorfendur sem voru vel á þriðja hundrað skemmtu sér hið besta.  Að loknum skemmtiatriðum var að venju boðið upp á glæsilegar kaffiveitingar og jafnframt lék hljómsveitin „Svörtu sauðirnir“ fyrir dansi til klukkan 01:00.  Þessi ágæta hljómsveit er skipuð fimm af fyrrverandi nemendum skólans og er óhætt að fullyrða að tilkoma hennar lyftir hátíðinni á mun hærra plan en áður þegar notast var við diskótónlist á dansleiknum.   

Myndir frá hátíðinni er hægt að nálgast HÉR

/Húnavallaskóli    

palli@feykir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir