Nýtt bryggjuhús tekið í notkun

Nýja bryggjuhúsið við hlið þess gamla. Myndir: GSS

Aðbúnaður í nýju bryggjuhúsi er allur hinn besti.

Rafbúnaður í gamla bryggjuhúsinu var kominn talsvert til ára sinna.

Fyrir skömmu var tekið í notkun nýtt bryggjuhús á Sauðárkrókshöfn.  Húsið er uppsteypt og frágengið af K-Tak ehf. en rafmagnsvinna var unnin af Tengli ehf.  Bryggjuhúsið hýsir aðal rafmagnsinntak efri hluta hafnarsvæðisins ásamt mælum og rofum vegna endursölu á rafmagni til skipa og báta.

Einnig er í húsinu búnaður fyrir hafnarlýsingu.  Ofan á því er svo mastur mikið, með tveimur lömpum sem lýsa upp næsta nágrenni hússins.

Að sögn Gunnars S. Steingrímssonar yfirhafnarvarðar var eldra húsið orðið mjög lélegt, hékk nánast uppi á steypustyrktarjárninu einu saman.  Einnig var rafbúnaðurinn orðinn mjög svo hrumur.

oli@feykir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir