Hálka á vegum

veðurVíða er hált og snjór á vegum á Norðvesturlandi en samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni eru helstu leiðir færar.

Skafrenningur og éljagangur er víðast hvar á Norðvesturlandi og eru vegfarendur beðnir um að fara varlega. Hjá Lögreglunni á Blönduósi er það að frétta að engin óhöpp hafa verið í umdæmi hennar síðasta sólahringinn þar sem vegfarendur hafa farið sér hægt í hálkunni en einhver smáóhöpp hafa áttt sér stað í umdæmi Lögreglunnar á Sauðárkróki undanfarið en engin meiðsl á fólki.

palli@feykir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir