Próf og jólasveinar í FNV

Jólasveinarnir voru ótrúlega vinsamlegir að koma til byggða til að útdeila mandarínuupskerunni með nemendum og kennurum FNV. Mynd: FNV.is

Nú í morgun byrjuðu fyrstu prófin í FNV en haustannarprófin standa nú yfir allt fram til 15. desember.

 Nokkrir jólasveinar heimsóttu FNV í gær 1. des. á síðasta kennsludegi haustannar og færðu þeir nemendum og starfsfólki skólans mandarínur að gjöf með ósk um gleðileg jól. Eflaust munu þessar góðu kveðjur efla andann og hvetja nemendur til dáða í undirbúningi prófanna.

palli@feykir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir