Fréttir

Sveitarfélög ársins 2024 útnefnd

Sveitarfélagið Skeiða- og Gnúpverjahreppur fékk hæstu einkunn í vali á sveitarfélögum sem hljóta nafnbótina Sveitarfélag ársins 2024 en sú útnefning var nú þriðja árið í röð. Fjögur sveitarfélög hlutu nafnbótina í ár og eru þessi: Skeiða- og Gnúpverjahreppur 4.448 stig, Sveitarfélagið Skagaströnd 4.397 stig, Bláskógabyggð 4.275 stig og Sveitarfélagið Vogar 4.142 stig.
Meira

Haustfundur Heimilisiðnaðarsafnsins

Hinn árlegi haustfyrirlestur Heimilisiðnaðarsafnsins verður haldinn laugardaginn 26. október nk. kl. 14:00 og að þessu sinni er það Jón Torfason, sagnfræðingur sem mun flytja fyrirlestur um fatnað íslensks almúgafólks á 18. og 19. öld.
Meira

Ugla Stefanía hlutskörpust í prófkjöri Pírata í Norðvesturkjördæmi

Píratar hafa skipað sína framboðslista að afloknu prófkjöri. Í Norðvesturkjördæmi var það Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir sem bar sigur úr býtum og leiðir því lista Pírata í komandi kosningum. Ugla Stefanía er frá Stóra-Búrfelli í Austur-Húnavatnssýslu en hún er kynjafræðingur og sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks.
Meira

Bleiki dagurinn er í dag

Á Bleika deginum hvetjum við alla til að vera bleik - fyrir okkur öll, bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein og aðstandendur þeirra finni stuðning okkar og samstöðu.
Meira

Málþing um torfarfinn í Kakalaskála

Byggðasafn Skagfirðinga stendur fyrir málþingi um torfarfinn í Kakalaskála í Skagafirði þann 8. nóvember næstkomandi, frá kl. 11–15. Þingið er tileinkað Sigríði Sigurðardóttur, Sirrí í Glaumbæ, fyrrverandi safnstjóra Byggðasafns Skagfirðinga, í tilefni af stórafmæli hennar en hún varð sjötug á dögunum. Fjallað verður um torfarfinn frá ýmsum hliðum á málþinginu.
Meira

Álfhildur fer fyrir lista VG í Norðvesturkjördæmi

Framboðslisti Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi var samþykktur á kjördæmisráðsfundi hreyfingarinnar í Norðvesturkjördæmi í gærkvöldi. Eins og greint var frá í síðustu viku hafði oddviti VG í kjördæmi, Bjarni Jónsson, sagt skilið við flokkinn og því ljóst að nýr oddviti færi fyrir lista VG. Það kom svo í ljós í gær að það er Álfhildur Leifsdóttir, kennari og sveitarstjórnarmaður í Skagafirði, sem leiðir listann.
Meira

Rjúpnaveiðitímabilið að hefjast

Rjúpnaveiðitímabilið hefst þann 25. október 2024 nk. og er veiði heimil föstudaga til þriðjudaga (báðir dagar meðtaldir) innan veiðitímabils. Því er ekki heimilt að veiða miðvikudaga og fimmtudaga.
Meira

Kynningarfundur Target Cicurlar - áhrifaríkar sjálfbærniaðgerðir og auðveldari ákvarðanataka

Verkefnið Target Circular stendur fyrir kynningarviðburði á stefnumótunaraðferð fyrir frumkvöðla og fyrirtæki á Gránu, Sauðárkróki, miðvikudaginn 23. Október og hefst viðburðurinn klukkan 10:30. Kallað er eftir þátttöku frá ráðgjöfum um allt land sem veita aðstoð til frumkvöðla og fyrirtækja.
Meira

Hver er maðurinn og hvað vill hann upp á dekk? | Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar

Á fjölmennu kjördæmisþingi Sjálfstæðismanna sunnudaginn 20. október sl. hlaut undirritaður kosningu í 2. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir Alþingiskosningar sem fram fara þann 30. nóvember 2024. Fyrir þann stuðning er ég afar þakklátur og mun nálgast komandi verkefni bæði af auðmýkt en ekki síður metnaði fyrir hönd kjördæmisins alls.
Meira

Ragnhildur og Sigurður ráðin til Eims

Eimur hefur ráðið Ragnhildi Friðriksdóttur og Sigurð Líndal Þórisson sem verkefnastjóra félagsins á Norðurlandi vestra. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Eimi.
Meira