Anna Hulda djákni ráðin í hlutastarf í Skagafjarðarprestakalli

Anna Hulda. Mynd tekin af Facebook-síðunni Kirkjan í Skagafirði.
Anna Hulda. Mynd tekin af Facebook-síðunni Kirkjan í Skagafirði.
Á Facebook-síðunni Kirkjan í Skagafirði segir að Anna Hulda Júlíusdóttir hafi verið ráðin í hlutastarf í Skagafjarðarprestakalli. Anna Hulda hefur víðtæka reynslu af kirkjustarfi og sálgæslu. Hún er mörgum Skagfirðingum af góðu kunn eftir að hafa starfað á Löngumýri, þar sem hún m.a. veitti orlofsbúðum eldri borgara forstöðu. Hún var vígð til þjónustu við orlofsbúðirnar á Löngumýri þann 1. mars árið 2020. Síðasta ár vann hún í sálgæsluteymi Landsspítala háskólasjúkrahúss.
 
Anna Hulda er fædd í Keflavík árið 1970 og ólst upp í Garðinum. Hún lauk prófi í guðfræði – djáknanámi frá Háskóla Íslands árið 2016 og hefur bætt við sig diplómu í sálgæslu. Hún býr á Siglufirði og á tvo syni. Hægt er að hafa samband við Önnu Huldu í síma 868-4936. Sr. Halla Rut Stefánsdóttir hefur minnkað starfshlutfall sitt í hálft og verður í leyfi það sem eftir er af mars mánuði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir