Fréttir

Söfnun á lífrænum úrgangi frá landbúnaði | Einar E. Einarsson skrifar

Mig langar að setja á blað nokkur orð um þá þjónustu sem er í boði í Skagafirði á söfnun sjálfdauðra dýra frá búrekstri til að útskýra hvaða sjónarmið liggja að baki núverandi fyrirkomulagi og áformum um breytingar á því.
Meira

25 þúsund skráðir titlar á safninu

Síðustu vikur hafa starfsmenn Héraðsbóka-safns Skagfirðinga verið að halda upp á afmæli safnsins en á þessu ári eru 120 ár síðan sú ágæta ákvörðun var tekin á sýslunefndarfundi Skagfirðinga að setja á laggirnar bókasafn. Það var því ekki úr vegi að leggja nokkrar spurningar fyrir héraðsbókavörð en því starfi gegnir Kristín Sigurrós Einarsdóttir. Það er að sjálfsögðu óþarfi að taka fram að hún hefur ekki gegnt starfinu frá fyrstu tíð enda aðeins eitt og hálft ár síðan Stína tók við keflinu af Þórdísi Friðbjörnsdóttur sem gegndi starfinu þar á undan – já og var heldur ekki fyrsti héraðsbókavörðurinn. Núverandi héraðsbóka-vörður býr á Hofsósi en starfar á Sauðárkróki enda höfuðstöðvar Héraðs-bókasafnsins staðsettar í Safnahúsi Skagfirðinga. En hvað ætli sé vitað um aðdragandann að stofnun bókasafns í Skagafirði?
Meira

Hegðaði sér eins og einræðisherra | Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

„Ég vissi að ég gæti aldrei unnið þjóðaratkvæði hér í Þýzkalandi. Við hefðum tapað sérhverri atkvæðagreiðslu um evruna. Það er alveg ljóst,“ sagði Helmut Kohl, fyrrverandi kanzlari Þýzkalands, í samtali við þýzka blaðamanninn Jens Peter Paul árið 2002. Viðtalið er að finna í doktorsritgerð Pauls sem gerð var opinber um áratug síðar en Kohl gegndi kanzlaraembættinu þegar grunnur var lagður að Evrópusambandinu eins og við þekkjum það í dag og evrusvæðinu með Maastricht-sáttmálanum á tíunda áratug síðustu aldar.
Meira

Stólarnir stoppuðu Stjörnumenn

Það var toppleikur í Bónus deild karla í kvöld þegar lið Tindastóls og Stjörnunnar mættust í Síkinu. Toppleikurinn stóð undir nafni, bæði lið spiluðum af mikilli orku og leikmenn lögðu sig alla fram. Útkoman var eftir því, leikurinn æsispennandi fram á lokasekúndurnar, hraðinn mikill í fyrri hálfleik en heldur hægðist á liðunum í þeim seinni. Að sjálfsögðu kætti það kappsama stuðningsmenn Srólanna, sem voru um 500 talsins, að sigurinn lenti hjá heimamönnum. Lokatölur 92-87.
Meira

Stjörnuleikur í kvöld og stuðningsmannahittingur í dag

Stuðningsmenn Stólanna voru nokkuð brattir í vikulokin eftir öflugan sigur á Hetti þar sem liðið spilaði glimrandi bæði í vörn og sókn. Lá þó við að fólk væri í örlitlum vandræðum með sig því það hreinlega vorkenndi liði Hattar og ekki hvað síst Viðari þjálfara sem á meira skilið frá sínum mönnum. Í kvöld má aftur á móti reikna með stórleik í Síkinu því topplið Stjörnunnar mætir þá til leiks með Baldur Þór í brúnni og alla leikmenn spræka sem læka.
Meira

Er sumarið loksins komið?

Um síðustu helgi var skipt úr sumri yfir í vetur á almanakinu. Ríkjandi veðurguð virðist hins vegar hafa nokkuð gaman að því að fikta í styllingum, eins og barn sem fær að sitja frammí í fyrsta skipti, þannig að eftir frekar kalda viku er nú skipt yfir í sunnanátt og rigningu – í það minnsta í dag og reyndar gerir Veðurstofan ráð fyrir sæmilegasta hita út vikuna miðað við árstíma.
Meira

Þverárfjallsvegur lokaður vegna eldsvoða í bíl

Rétt í þessu kom tilkynning á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra þess efnis að Þverárfjallsvegur (73) væri  lokaður vegna eldsvoða í bíl. Unnið er að slökkvistarfi og rannsókn á vettvangi. Óvíst er hvenær vegurinn opnar aftur.
Meira

Syndum saman í kringum Ísland

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands í samstarfi við Sundsamband Íslands stendur fyrir landsátaki í sundi frá 1.-30. nóvember 2024. Til þess að taka þátt þarf að skrá sig inn á www.syndum.is og fara í Mínar skráningar. Einfalt er að velja sér notendanafn og lykilorð og skrá synta metra. Þeir sem eiga notendanafn úr Lífshlaupinu eða Hjólað í vinnuna geta notað það til að skrá sig inn.
Meira

Stefnir í hræðilegt Halloween-ball í Höfðaborg í kvöld

Það stefnir í mikið ball á Hofsósi í kvöld fyrir 8. - 10. bekk í Skagafirði. „Halloweenballið verður haldið á Hofsósi á aðal partý staðnum, Höfðaborg Það er búist við töluverðum fjölda eða um 150 krökkum. Unglingar frá Fjallabyggð, Blönduósi og Skagaströnd ætla að koma og skemmta sér með okkur,“ segir Konráð Freyr Sigurðsson hjá Húsi frítímans.
Meira

Eyjólfur Ármannsson í oddvitasæti Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi

Eyjólfur Ármannsson, alþingismaður og lögfræðingur, mun leiða lista Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi í komandi þingkosningum. Lilja Rafney Magnúsdóttir, fyrrum alþingismaður, skipar 2. sæti listans og Bragi Þór Thoroddsen, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps, skipar 3. sætið.
Meira