SSNV fékk fulltrúa stýrihóps stjórnarráðsins um byggðamál í heimsókn
Miðvikudaginn 26. febrúar síðastliðinn heimsóttu fulltrúar stýrihóps stjórnarráðsins um byggðamál ásamt fulltrúum Byggðastofnunar starfsmenn SSNV á Hvammstanga. Fundurinn var gagnlegur og var fjallað um margvísleg málefni sem tengjast uppbyggingu og þróun svæðisins.
Var meðal annars rætt um nýja sóknaráætlun SSNV og víðtækt samráð sem átti sér stað við vinnu hennar, Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra og verkferla í kringum hann ásamt þeim verkefnum sem hafa hlotið styrk úr sjóðnum. Einnig var rætt um áhersluverkefni sem samtökin hafa verið að vinna að og munu leggja áherslu á á næstu árum.
Stýrihópur stjórnarráðsins ber ábyrgð á því að staðfesta Sóknaráætlanir landshlutanna og áhersluverkefnin sem þeim fylgja. Áhersluverkefni SSNV byggja á Sóknaráætlun landshlutans, sem aftur byggir á áherslum frá sveitarstjórnarfulltrúum og íbúum svæðisins. Með þessu verklagi er tryggt að þróun og uppbygging á svæðinu taki mið af þörfum og framtíðarsýn íbúanna.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.