Hljómbrá á Löngumýri

Tríóið Hljómbrá sem skipað er „brussunum úr Blönduhlíðinni“ þeim Gunnu í Miðhúsum, Kollu á Úlfstöðum og Írisi Olgu í Flatatungu heldur sína fyrstu tónleika á Löngumýri, þriðjudaginn 1. apríl kl. 20.00.

Undirleikari tríósins er Rögnvaldur Valbergsson og segja þær stöllur lagavalið vera héðan og þaðan, þó aðallega héðan.
Aðgangseyrir er kr. 2.000 og rennur allur ágóði til Pieta samtakanna og vert er að taka það fram að enginn posi er á staðnum.

Feykir hvetur þá sem tök hafa á, að skella sér á tónleika og styrkja í leiðinni þarft og gott málefni. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir