Fréttir

Benni með þrennu þegar KF kom í heimsókn

Feykir verður að gangast við því að hafa verið alveg í ruglinu með skröltið á leiktíma Tindastóls og KF í Lengjubikarnum. Sagt var frá því að leikurinn yrði kl. 19 í kvöld en ekki er annað að sjá en að hann hafi farið fram í gærkvöldi. Hvernig sem það nú er þá er ljóst að Stólarnir voru í stuði og fóru illa með gesti sína úr Fjallabyggð. Lokatölur 5-0 og strákarnir því fyrstir liðanna á Norðurlandi vestra til að næla í sigur í Lengjubikar ársins.
Meira

Lið Húnvetninga reyndist rjómabollan sem lið KV gleypti í dag

Það var tímamótaleikur í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem lið KV og Kormáks/Hvatar leiddu sína gæðinga saman í fyrsta skipti á KR-vellinum. Svo virðist sem vallaraðstæður og heimavöllurinn hafi hentað liði Knattspyrnufélags Vesturbæjar betur en norðanmönnum því leikurinn endaði 8-1.
Meira

Höskuldur með lægsta númerið hjá lögreglunni

Í dag, 1. mars 2025, verða þau merku tímamót að Blönduósingurinn Höskuldur B. Erlingsson, aðalvarðstjóri Lögreglustjórans á Norðurlandi vestra, er sá lögreglumaður á Íslandi sem er með lægsta lögreglunúmerið en hann er númer 8203. Sagt er frá þessu á Facebook-síður LNV.
Meira

Pálína lifir drauminn í norskri sveit

Síðast stökk Dagur í lífi brottfluttra með lesendur vestur um haf þar sem Krista Sól Nielsen sagði okkur frá lífinu í bandarískum háskóla. Nú þeytumst við til baka yfir Atlantsála, lendum mjúklega á Gardemoen í nágrenni Osló og í tíu mínútna fjarlægð búa Pálína Ósk Hraundal og Ísak Sigurjón Einarsson í Nannestad – yndislegri norskri sveit.
Meira

Skráðu sig seint inn og of snemma út

Það er næsta víst að úrslitakeppnin í körfunni verður óútreiknanleg því nokkur þeirra liða sem ekki hafa verið sannfærandi í vetur virðast búin að finna fjölina sína. Það er því vissara, ef hugmyndin er að ná í stig, að mæta á réttum tíma til leiks. Lið Tindastóls lenti í hörkuleik í gærkvöldi í Kaldalónshöllinni á Álftanesi og varð toppliðið að sætta sig við ósigur gegn sprækum heimamönnum. Lokatölur 102-89.
Meira

HVAR ER BEST AÐ BÚA?| Hugleiðing Arnars Más forstjóra Byggðastofnunar

Ég hef heimsótt öll sveitarfélög á Íslandi og kynnst ágætlega fjölbreytileika þeirra. Flestir telja sig eiga besta bakarí á Íslandi, allmargir bestu sundlaugina og allir fallegustu sveitina. Líklega hafa allir rétt fyrir sér, enda þykir hverjum sinn fugl fagur. Það er hins vegar áhugavert að rýna þetta aðeins nánar. Hvar er virkilega best að búa og hvernig getum við mælt það?
Meira

„Vildi alltaf vera meira með pabba úti að stússast í kringum kindurnar“

Henný Rósa Aðalsteinsdóttir býr á Blönduósi með sambýlismanni og þrem köttum. Henný á tvo drengi sem búa í Keflavík með pabba sínum. Henný er fædd og uppalin á Jökuldal fyrir austan og var í skóla í Skjöldólfsstaðaskóla. Henný vinnur við félagsstarf aldraðra og öryrkja og fer í einstaka heimsóknir fyrir félagsþjónustu til að rjúfa félagslega einangrun hjá fólki.
Meira

Björgunarsveitarfólk af Norðurlandi æfði sig á Sjávarborg

Laugardaginn 15. febrúar kom björgunarsveitarfólk saman á Sjávarborg í Skagafirði en þar var haldið námskeið sem kallast Fjallamennska 1 og var kennt af Björgunarskóla Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Æft var sig en þeir tólf þátttakendur sem voru á námskeiðinu voru félagar í Björgunarsveitinni Skagfirðingasveit og tveir frá Björgunarfélaginu Blöndu á Blönduósi.
Meira

Digur- og látúnsbarkar | Leiðari 8. tbl. Feykis

Það hefur ekki farið framhjá mörgum að Donald John Trump hefur að nýju tekið við völdum í Bandaríkjunum enda virðist það vera eitt helsta markmið hans að allir, hvort sem það eru nú andstæðingar hans í Demókrataflokknum, stríðshrjáðir Úkraínumenn, allir þeir sem ekki telja sig karl eða konu að ógleymd-um Grænlendingum, viti að það er kominn nýr sópur í Hvíta húsið og hann gerir það sem honum dettur í hug – sama hversu fjarstæðukennt, ólýðræðislegt og grunnhyggið það er.
Meira

Skattaskil til 14. mars

Á vefnum skatturinn.is segir að opnað hefur verið fyrir skil á skattframtali einstaklinga 2025, vegna tekna 2024, á þjónustuvef Skattsins. Frestur til að skila er til 14. mars. Allar helstu upplýsingar eru foráritaðar inn á framtalið og því fljótlegt og auðvelt að yfirfara upplýsingar, bæta við ef eitthvað vantar og staðfesta að lokum.
Meira