Fréttir

Er kristinfræði úrelt? | Ólafur Hallgrímsson skrifar

Kristinfræði er ekki lengur á námsskrá grunnskólans. Undirritaður kenndi boblíusögur í grunnskóla um árabil, 2-3 stundir á viku hverri, en þá var kristinfræðin ein af höfuðnámsgreinum skólans. Síðan var kristinfræðikennslu hætt að boði fræðsluyfirvalda en greinin sett undir samfélagsfræði. Í aðalnámskrá grunnskóla var í staðinn gert ráð fyrir einhverri fræðslu um helstu trúarbrögð heims, og þar með talinni kristinni trú, en skólum líklega nokkuð í sjálfsvald sett hvernig þeir höguðu slíkri fræðslu. Oft önnuðust prestar kennslu í kristnum fræðum.
Meira

Snati smaladróni snýr á féð

Hjónin Högni Elfar Gylfason og Monika Björk Hjálmarsdóttir eru sauðfjárbændur á Korná í Lýtingsstaðahreppi hinum forna í Skagafirði. Hjá þeim býr Birna Hjördís Jóhannesdóttir móðir Bjarkar. Björk er búfræðingur frá Hólaskóla, en Högni er vélfræðingur og vélvirkjameistari frá VMA og Vélskóla Íslands. Þau búa með vel á fjórða hundrað fjár ásamt fáeinum merum og reiðhestum. Högni grípur í fjölbreytileg verkefni utan bús þegar tími gefst og þá aðallega fyrir bændur í Skagafirði, en Björk sér um bústörfin á meðan.
Meira

Langir verkefnalistar og margir boltar á lofti

Halldór Gunnlaugsson er Skagfirðingur sem eflaust margir kannast við sem Halldór í Farskólanum. Hann er nýtekinn við stöðu framkvæmdastjóra í skólanum en hefur sinnt starfi verkefnastjóra í rúman áratug svo Halldór og Farskólinn er oft saman í setningu. Hann býr ásamt eiginkonu og þremur börnum á Ríp 3 í Hegranesi, Feykir falaðist eftir viðtali við Halldór um lífið, tilveruna og að sjálfsögðu Farskólann. Gefum Halldóri orðið.
Meira

Ný sóknaráætlun Norðurlands vestra var kynnt á haustþingi SSNV

Haustþing SSNV fór fram þriðjudaginn 15. október á Blönduósi og kemur fram í frétt á vef SSNV að þingið hafi verið afar vel sótt af þingfulltrúum og öðrum gestum. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þáverandi matvælaráðherra, ávarpaði þingið ásamt þingmönnunum Stefáni Vagni Stefánssyni og Teiti Birni Einarssyni.
Meira

Hópsláturgerð á Blönduósi

Þaulvanar sláturgerðarkonur í Húnabyggð kenndu handbragðið í Félagsheimilinu á Blönduósi þegar blásið var til hópsláturgerðar þar sl. sunnudag. Viðburðurinn var afar vel sóttur og fór mætingin fram úr væntingum að sögn Kristínar Lárusdóttur menningar-, íþrótta og tómstundarfulltrúa á Blönduósi.
Meira

30% aukning í laxveiði milli ára

Húnahornið fylgist að venju vel með laxveiðinni í Húnavatnssýslum og á landinu öllu en í frétt á vefnum í gær segir að bráðabirgðasamantekt Hafrannsóknastofnunar sýni að heildarfjöldi stangveiddra laxa í sumar hafi verið um 42.400 fiskar, sem er um 30% aukning frá árinu 2023 en um 2% undir meðalveiði áranna 1974-2023.
Meira

Heimir með hausttónleika í Hólaneskirkju

Kórastarf tekur jafnan við sér á haustin og karlar og konur hefja að teygja á raddböndum og hvað er nú fallegra en góður samhljómur í vel stemmdum kór? Karlakórinn Heimir hóf æfingar að nýju í haust og fimmtudaginn 31. október næstkomandi mun þessi rótgróni kór mæta til leiks á Skagaströnd en þar munu þeir rigga upp hausttónleikum í Hólaneskirkju.
Meira

Hverjir voru þessir fyrstu Króksarar?

Sunnudaginn 27. október nk. verður viðburður í Gránu sem ber heitið, Hverjir voru þessi fyrstu Króksarar?  Maðurinn á bak við viðburðinn er Unnar Rafn Ingvarsson fagstjóri á Þjóðskjalasafni Íslands sem mun fjalla um fyrstu íbúa Sauðárkróks í máli og myndum.
Meira

Vel heppnaður kynningarviðburður fyrir frumkvöðla og fyrirtæki

Miðvikudaginn 23. október stóðu Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) fyrir kynningarviðburði á stefnumótunaraðferð fyrir frumkvöðla og fyrirtæki á Gránu, Sauðárkróki. Viðburðurinn var vel sóttur og tókst einstaklega vel, þar sem þátttakendur fengu innsýn í nýjar aðferðir sem miða að því að styðja lítil og meðalstór fyrirtæki í sjálfbærniaðgerðum og ákvarðanatöku.
Meira

Arna Lára í efsta sæti hjá Samfylkingunni

Framboðslisti Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 30. nóvember 2024 var samþykktur á fundi kjördæmisráðs í gærkvöldi. Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar og ritari Samfylkingarinnar, leiðir listann í Norðvesturkjördæmi. Hannes S. Jónsson, framkvæmdastjóri Körfuknattleikssambands Íslands (KKÍ), er í öðru sæti.
Meira