Fréttir

Stöndum með Blönduósi | Arna Lára Jónsdóttir skrifar

Það voru alvarleg tíðindi sem bárust út atvinnulífi Blönduós og nærsveita fyrir helgi þar sem Kjarnafæði Norðlenska tilkynnti að ekki yrði slátrað á Blönduósi næsta haust og að 23 af 28 starfsmönnum fyrirtækisins hefði verið sagt upp.
Meira

Björn Björnsson látinn

Björn Björns­son, fv. skóla­stjóri Barnaskólans á Sauðárkróki og Grunnskólans á Hofsósi auk þess að vera um langt árabil frétta­rit­ari Morg­un­blaðsins á Sauðár­króki, lést aðfaranótt 4. mars, 82 ára að aldri.
Meira

Líf og fjör á öskudegi

Dagarnir sem lýsa upp skammdegið eru senn á enda. Við erum að sjálfsögðu að tala um bolludag, sprengidag og öskudag. Það verður reyndar að viðurkennast að það er til fólk sem er bara alls ekki hrifið af þessum dögum. En yngstu kynslóðirnar eru nú jafnan nokkuð sáttar við öskudaginn og hann var einmitt í dag.
Meira

Yfirlýsing Húnabyggðar í kjölfar uppsagna hjá Kjarnafæði Norðlenska

Í kjölfar þess að Kjarnafæði Norðlenska hafa ákveðið að segja upp 23 starfsmönnum í starfsstöð sinni hjá SAH-afurðum á Blönduósi hefur sveitarstjórn Húnabyggðar sent frá sér yfirlýsingu. Þar segir m.a. að ábyrgð sveitarstjórnar snúi að íbúum sveitarfélagsins og þeirra vellíðan. „...og ef það er eitthvað sem við getum gert þá munum [við] reyna hvað við getum til að finna lausnir og aðferðir til að hjálpa því fólki sem misst hefur vinnuna.“
Meira

Nemendur Árskóla lögðu starfsfólk í spennuleik

Mikil gleði og stemning einkenndi skólastarf í Árskóla á Sauðárkróki í gær þegar árlegur íþróttadagur rann upp. Allir nemendur og starfsfólk skólans tóku þátt í fjölbreyttri íþróttadagskrá sem innihélt keppni og leiki af ýmsu tagi.
Meira

Englar Skagafjarðar – vertu engill! | Árni Björn Björnsson skrifar

Ég hef búið í Skagafirði í að verða 18 ár. Við fluttum frá Grindavík, ég og Skagfirðingurinn minn með gríslingana okkar fimm, á Hofsós árið 2007. Fyrsta árið áttum við rúmlega 10% af börnunum í grunnskólanum. Okkur þótti dásæmlegt að búa á Hofsósi, samfélagið þar tók vægast sagt vel á móti okkur. Ári eftir að við komum í Skagafjörðinn blessaði Haarde Ísland og róður fjölskyldunar þyngdist verulega. Það var þá sem ég varð fyrst var við skagfirsku englana sem mig langar aðeins að tala um.
Meira

Opnun á Háholti ekki í plönum barnamálaráðherra

Neyðarástand ríkir í meðferðarúrræðum fyrir börn með fjölþættan vanda en ekkert meðferðarheimili er nú til staðar fyrir drengi eftir að Lækjarbakka var lokað vegna myglu og starfsemi Stuðla var skert í kjölfar bruna í fyrra. Ekkert húsnæði sem hentar virðist í boði á höfuðborgarsvæðinu en bent hefur verið á Háholt í Skagafirði sem mögulegan kost en þar var öryggisvistun fyrir börn áður en starfsemin var lögð niður af ríkinu fyrir nokkrum árum. Svo virðist sem barnamálaráðherra, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, hafi ýtt þeim möguleika út af borðinu.
Meira

Rof á fjarskiptasambandi ógn við starfsemina

Húnahornið segir frá því að Vinnumálastofnun, sem rekur þjónustuskrifstofur um land allt, m.a. á Hvammstanga og Skagaströnd, líti rof á fjarskiptasambandi á þessum svæðum sem verulega ógn við starfsemi stofnunarinnar. Starfsstöðvarnar tvær í Húnavatnssýslum sjá um afgreiðslu og greiðslu fæðingarorlofs og atvinnuleysistrygginga en á síðustu misserum hafa komið upp atvik tengd fjarskiptasambandi, bæði á Hvammstanga og Skagaströnd. Auk þess hafa komið upp atvik er ollu langvarandi rafmagnsleysi á svæðinu.
Meira

Ísland spilar í Póllandi á EuroBasket í haust

Körfuknattleikssambönd Íslands og Póllands hafa náð samkomulagi um að Ísland spili í Póllandi á EuroBasket í haust og hefur FIBA Europe samþykkt það samkomulag. EuroBasket í haust fer fram í fjórum löndum Póllandi, Lettlandi, Finnlandi og Kýpur en löndin eru samtals 24 sem keppa á EuroBasket á fjögurra ára fresti. Þessi lönd gátu svo samið við eina þjóð um að vera með þeim í riðli áður en dregið verður í riðla 27. mars. Finnland samdi við Litháen, Lettland við Eistland og Kýpur við Grikkland.
Meira

Donni sáttur með margt þrátt fyrir tap gegn Val

Leik Tindastóls og Vals sem fram átti að fara á Hlíðarenda sl. sunnudag var frestað vegna veðurs en leikurinn var spilaður í gær við ágætar aðstæður. Stólastúlkur hafa aldrei riðið feitum hesti frá viðureignum sínum við Val og það varð engin breyting á því í gær og höfðu Hlíðarendastúlkurnar talsverða yfirburði í leiknum þó svo að gestirnir hafi verið áræðnir og héldu haus þrátt fyrir 5-0 tap.
Meira