Fréttir

Gaman að vera smá öðruvísi – segir Gedda gulrót

Leikfélag Sauðárkróks frumsýnir Ávaxtakörfuna þriðjudaginn 15. október. Gedda gulrót er eina grænmetið í Ávaxtakörfunni og lendir þar fyrir slysni. Móttökurnar sem Gedda fær eru ekki alveg þær bestu og mat íbúanna að grænmeti eigi ekki heima í Ávaxtakörfu. Blaðamaður Feykis spurði Geddu nokkurra spurninga.
Meira

Malen í fjórða sætinu með Anywhere ... eða reyndar á toppnum!

„Anywhere er um kærasta minn svo það er svona væmið og krúttó,“ segir Malen Áskelsdóttir tónlistarkona þegar Feykir spyr hana um hvað lagið Anywhere sé, en það var í vikunni í fjórða sæti Vinsældalista Rásar2.
Meira

Vaxtaverkir | Leiðari 38. tölublaðs Feykis

Það getur verið ágætis sport að setja saman sæmilega vísu. Kannski hefði einhver haldið að nú á tímum samfélagsmiðla þá dytti þessi gamla hugarleikfimi úr tísku en það virðist nú vera öðru nær. Margir hafa gaman af því að reyna sig við þetta púsl og birta sperrtir fram-leiðslu sína á Facebook. En ef menn eru ekki með leikreglurnar á hreinu þá geta þeir fengið yfir sig skammir eða umvandanir frá lærðum í faginu.
Meira

Grunnskólinn austan Vatna komst einnig í úrslit Málæðis

Feykir sagði frá því fyrr í vikunni að nemendur Grunnskóla og Tónlistarskóla Húnaþings vestra hefðu sent lag í verkefni Listar fyrir alla sem kallast Málæði og er ætlað að hvetja ungt fólk til að tjá sig á íslensku í tali og tónum.. Þrjú lög voru valin til að keppa til úrslita og það verður að teljast ansi magnað að auk skólans í Húnaþingi vestra þá var framlag Grunnskólans austan Vatna sömuleiðis valið í úrslit. Glöggir lesendur hafa því væntanlega lagt saman tvo og tvo og komist að þeirri niðurstöðu að tvö af þremur laganna í úrslitum komi frá skólum á Norðurlandi vestra.
Meira

Regus opnar á Skagaströnd

„Landvinningar Regus á Íslandi halda áfram – núna er það Skagaströnd, segir í frétt á vef Skagastrandar.“ Skagaströnd er næsti staðurinn á Íslandskortinu hjá alþjóðlegu skrifstofukeðjunni Regus sem stefnir að enn frekari fjölgun starfsstöðva sinna og vinnurýma á Íslandi. Kaup Regus á húsnæði á Skagaströnd að Túnbraut 1-3 er einn liður í því að stækka og þétta netið á Íslandi.
Meira

ÍR-ingar lagðir í stífbónað parket í Breiðholtinu

Karlalið Tindastóls spilaði sinn annan leik í Bónus-deildinni í gær og nældi í góðan sigur eftir að hafa sýnt sínar verstu og bestu hliðar. Fyrri hálfleikur, og þá sérstaklega annar leikhluti, var kennslubókardæmi um hvernig ekki á að spila vörn á meðan liðið spilaði fína vörn í síðari hálfleik og þá ekki hvað síst framan af fjórða leikhluta þar sem liðið náði 18-0 kafla sem í raun skóp sigurinn. Lokatölur 82-93.
Meira

Tímamótasamningar um svæðisbundin farsældarráð í öllum sveitarfélögum landsins

Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, undirritaði í gær samninga við sjö landshlutasamtök sveitarfélaga um ráðningu verkefnisstjóra sem leiða mun undirbúning að stofnun svæðisbundins farsældarráðs í hverjum landshluta fyrir sig. Fram kemur í frétt á vef Stjórnarráðsins að með samningunum hafi öll sveitarfélög landsins skuldbundið sig til þess að hefja vinnu við að hrinda 5. grein laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna í framkvæmd. Markmiðið er að börn og foreldrar geti fengið aðgang að samþættri þjónustu við hæfi, án hindrana.
Meira

Fyrsta kvennamót Pílukastfélags Skagafjarðar haldið í gær

Í gærkvöldi fór fram fyrsta kvennamót Pílukastfélags Skagafjarðar og var mætingin frábær. Alls voru 24 konur/stelpur sem tóku þátt, bæði vanar og óvanar. Fyrirkomulag mótsins var þannig að spilað var 301, single out, og allir keppendur fengu þrjú "líf". Tveir keppendur voru saman í liði og var dregið í lið eftir hvern leik þannig að hver leikmaður fékk bæði nýja liðsfélaga og mótherja í hverjum leik fyrir sig. Ef leikmenn töpuðu þá misstu þeir eitt líf og var spilað þangað til að fjórir leikmenn voru eftir á lífi en þá var spilaður úrslitaleikurinn um sigur á mótinu. 
Meira

Vindmyllur | Steinar Skarphéðinsson skrifar

Nýlega birtist í Feyki grein eftir Bjarna Jónsson alþingismann og varaformann utanríkismálanefndar Alþingis. Bjarni fjallar um vindmyllur og vindmyllugarða sem koma til með að koma í andlit fólks. Ég get fallist á það að það verði að gæta mikils hófs varðandi uppsetningu á vindmyllum.
Meira

Kvöldopnun á Aðalgötunni í kvöld

Í kvöld verður árlega kvöldopnun hjá fyrirtækjunum á Aðalgötunni á Sauðárkróki og óhætt að segja að það verður margt spennandi í boði.
Meira