Fréttir

Flunkunýr Feykir kominn út

Það klikkaði ekki í morgun frekar en allflesta miðvikudag1 að Feykir kom ylvolgur úr prentun í Hafnarfirði. Blaðið er í klassísku 12 síðna Feykis-broti og prentað í fjórlit. Að þessu sinni er opnuviðtalið við Óla Björn Pétursson sem auk þess að starfa í Mjólkursamlagi KS rekur filmufyrirtækið Filmbase á Króknum.
Meira

Tímalaus klassík í Bifröst

Leikfélag Sauðárkróks frumsýndi í gær þriðjudaginn 15. október, Ávaxtakörfuna eftir Kristlaugu Maríu Sigurðardóttur, í leikstjórn Sigurlaugar Vordísar Eysteinsdóttur en tónlistin í verkinu er eftir Þorvald Bjarna Þorvaldsson. Ávaxtakarfan er orðin að tímalausri klassík á Íslandi og gaman frá því að segja að í ár eru 20 ár síðan Leikfélag Sauðárkróks setti Ávaxtakörfuna á svið.
Meira

Víða hálka á Norðurlandi vestra

Það voru kannski fleiri en blaðamaður Feykis sem trúði því ekki að skipta þyrfti um dekk á bílnum alveg strax og áttu jafnvel von á því að þetta tæki stutt af og færi jafn hratt og það kom. Skemmst er frá því að segja að bíllinn minn á tíma í dekkjaskipti á morgun og stóð tæpt að blaðamaður kæmist til vinnu í morgun, slík var hálkan að heiman til vinnu.
Meira

Aldrei fleiri útskrifast á einu ári

Brautskráning Háskólans á Hólum að hausti fór fram föstudaginn síðastliðinn, 11. október og hafa aldrei verið fleiri brautskráningar að hausti en nú. Alls voru 50 nemendur brautskráðir að þessu sinni. Í vor voru brautskráðir 43 nemendur svo þetta er metfjöldi.
Meira

Stólastúlkur sóttu sætan sigur í naglbít í Njarðvík

Stólastúlkur gerðu heldur betur góða ferð í Njarðvík í gær en þar mættu stelpurnar liði heimastúlkna í fyrsta leik þeirra í glæsilegri nýrri IceMar-höll. Leikurinn var jafn og spennandi allan tímann, liðin náðu af og til smá áhlaupum en andstæðingurinn svaraði jafnan fyrir sig skömmu síðar. Sigurkarfa Tindastóls kom 10 sekúndum fyrir leikslok þegar Oumoul Sarr kom boltanum í körfuna eftir skrítna sókn en síðan stóðu stelpurnar vörnina vel á lokasekúndunum og uppskáru eins stigs sigur, 76-77.
Meira

Leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki einn af fjórum á leið í verkfall ef ekki næst að semja

Kenn­ar­ar eru nú samn­ings­laus­ir og hafa samþykkt verk­fall í alls níu skól­um: fjór­um leik­skól­um, þrem­ur grunn­skól­um, ein­um fram­halds­skóla og ein­um tón­list­ar­skóla. Þá er í skoðun að boða til at­kvæðagreiðslu um verk­fall í ein­um fram­halds­skóla til viðbót­ar.
Meira

Brauðtertuhlaðborð í Melsgili

Nú á að kveðja sumarið og fagna fyrsta vetrardegi með brauðtertuhlaðborði Kvenfélags Staðarhrepps fyrsta vetrardag laugardaginn 26.október nk. kl. 15.00 í Melsgili, Skagafirði.
Meira

Þrístapar tilnefnt til Hönnunarverðlauna Íslands 2024

Áfangastaðurinn Þrístapar í Vatnsdal í Húnavatnssýslu eftir Gagarín, Landslag og Harry Jóhannsson er tilnefndur sem staður ársins á Hönnunarverðlaununum 2024. Verðlaunin fara fram 7. nóvember.
Meira

Áhrifaríkar sjálfbærniaðgerðir og auðveldari ákvarðanataka frumkvöðla

Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) óskar eftir frumkvöðlum, fyrirtækjum og ráðgjöfum til að taka þátt í nýju, alþjóðlegu verkefni, sem miðar að því að hjálpa litlum og meðalstórum fyrirtækjum að innleiða áhrifaríkar sjálfbærniaðgerðir og auðvelda ákvarðanatöku.
Meira

Sláturgerð og samvera

Nú er búið að efna til hópsláturgerðar í Félagsheimilinu á Blönduósi nk. sunnudag 20. október frá klukkan 13:00-16:00.
Meira