Engin sláturtíð og 23 sagt upp hjá SAH afurðum á Blönduósi
Á vef SAH Afurða segir að engu sauðfé verði slátrað í sláturhúsi Kjarnafæðis Norðlenska á Blönduósi næsta haust. Ákvörðunin tengist nauðsynlegri hagræðingu í rekstri Kjarnafæðis Norðlenska. Þar segir að rekstur félagsins hafi verið þungur árið 2024, meðal annars vegna mikilla kostnaðarhækkana. Rík þörf sé á hagræðingu ef hægt eigi að vera að halda áfram á þeirri vegferð að bjóða neytendum vörur á samkeppnishæfu verði á sama tíma og verð til bænda þróist með ásættanlegum hætti.
Þá segir að áætlað sé að færa þá starfsemi sem hefur verið utan sláturtíðar í starfsstöðinni á Blönduósi til annarra starfsstöðva fyrirtækisins í áföngum og var í kjölfarið tuttugu og þremur starfsmönnum sláturhúss SAH Afurða á Blönduósi var sagt upp síðastliðinn föstudag. Fimm héldu starfi sínu. Ágúst Torfi Hauksson, framkvæmdastjóri Kjarnafæði Norðlenska, sem á og rekur sláturhúsið, staðfesti þetta við fréttastofu Ríkisútvarpsins í hádeginu. Hann segir að uppsagnirnar lið í nauðsynlegum hagræðingaraðgerðum. Pétur Arason, sveitarstjóri Húnabyggðar, segir uppsagnirnar sorgarfréttir fyrir samfélagið.
Stjórn Kjarnafæðis Norðlenska fór yfir afkomu ársins 2024 á fundi sínum 20. febrúar síðastliðinn og má lesa um erfiðan rekstur 2024 hér: Erfiðar aðstæður í rekstri Kjarnafæðis Norðlenska árið 2024
Nánar má lesa um þetta á vef RÚV.
Fréttir teknar af huni.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.