Fréttir

Heitavatnslaust á morgun

Til notenda á hitaveitu sem eru tengdir við Varmahlíðaveituna það verður heitavatnslaust miðvikudaginn 30.okt. frá kl. 09:00 – 11:00 vegna vinnu við endurbætur á tengingum í dælustöðinni í Varmahlíð.
Meira

Verkfallsbroti mótmælt við leikskólann Ársali á Sauðárkróki

Á miðnætti hófust verkföll í níu skólum á landinu en kennarar eiga nú í samningaviðræðum við samninganefnd sveitarfélaganna um bætt kjör en þar hefur lítið þokast að því er virðist. Leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki er einn þessara níu skóla en það var ljóst í gær að sveitarfélagið Skagafjörður ætlaði ekki að virða viðmiðunarreglur KÍ þegar gefið var út að Leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki ætti að vera opinn og lágmarksstarfsemi ætti að vera í leikskólanum. Leikskólakennarar í Ársölum, kennarar í Lundaskóla á Akureyri og Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, voru mætt fyrir utan Ársali í morgun til að mótmæla því að leikskólinn yrði opinn.
Meira

Kaupfélagsmaður í 85 ár

Á dögunum kom Aðalsteinn J. Maríusson færandi hendi á skrifstofu Kaupfélags Skagfirðinga. Eins og þekkt er er Aðalsteinn mikill hagleiksmaður og er m.a. þekktur fyrir afar fallega steinsmíði. Með heimsókn þessari vildi hann einmitt færa kaupfélaginu fallega skorinn og áletraðan jaspis stein. Steinn þessi er upprunninn hér í Skagafirði, en eins og alkunna er þá gefa steinasafnarar ekki upp nákvæma staðsetningu á svona fundi.
Meira

Tveir félagsmenn Skagfirðings fá gullmerki

Landsþing Landssambands hestamannafélaga fór fram dagana 25. og 26. október sl.  í Borgarnesi þar sem kona, Linda Björk Gunnlaugsdóttir var kjörin formaður LH í fyrsta sinn. Á þinginu voru einnig veitt gullmerki LH. Tveir félagsmenn Skagfirðings voru meðal þeirra átta sem fengu merkið í ár en það voru þau Jónína Stefánsdóttir og Guðmundur Sveinsson. 
Meira

Ársalir á leið í verkfall að öllu óbreyttu

Samninganefndir héldu til fundar í morgun en segja samkomulag ekki í sjónmáli og Kennarasambandið býr sig undir að verkföll hefjist í níu skólum í fyrramálið. Meðal þessara níu skóla er Leikskólinn Ársalir á Sauðárkróki og er um að ræða ótímabundið verkfall.
Meira

Einokun að eilífu, amen | Álfhildur Leifsdóttir skrifar

Fákeppni á markaði hækkar verð á nauðsynjum og eykur stéttaskiptingu. Það er óhjákvæmilegt og þetta vitum við. Ég er ekki að mæla óheftum markaðslausnum bót, en heilbrigð samkeppni á smásölumarkaði er grundvallarþáttur í bættum lífskjörum landsbyggðarfólks, þar sem fákeppni og einokun ráða víða ríkjum. Samfélög sem glíma við þau vandamál fyrir skorti á vöruúrvali, samdrætti í þjónustu og hærra vöruverði sem hefur bein áhrif á lífsgæði.
Meira

Ingibjörg í fyrsta og Gunnar Bragi öðru hjá Miðflokknum

Uppstillinganefnd Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi lagði til að Ingibjörg Davíðsdóttir leiði lista Miðflokksins í Norðvesturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar en listi flokksins var kynntur til sögunnar í gær. Ingibjörg kemur þar með í stað Bergþórs Ólasonar, þingmanns Miðflokksins, sem skipaði fyrsta sæti í kjördæminu áður en færir sig nú yfir í annað kjördæmi. Gunnar Bragi Sveinsson skipar annað sæti listans.
Meira

Guðmundur Hrafn í efsta sæti hjá Sósíalistaflokknum

Í tilkynningu frá Sósíalistaflokknum segir að uppstillinganefnd hafi tilnefnt Guðmund Hrafn Arngrímsson formann Leigjendasamtakanna sem oddvita fyrir framboð Sósíalista í Norðvesturkjördæmi. Guðmundur Hrafn er fimm barna faðir ættaður úr Reykhólasveit og Árneshreppi á Ströndum en alinn upp í Bolungarvík.
Meira

Frábær fyrsti leikhluti lagði grunninn að sigri gegn Grindavík

Grindavík og Tindastóll mættust í Smáranum í Kópavogi í gærkvöldi. Grindvíkingar voru taplaustir fyrir leik, höfðu líkt og lið Tindastóls unnið Hauka og ÍR og rassskellt lið Hattar. Þetta var leikur tveggja liða sem ætla sér langt í vetur og hafa bæði mannskapinn í það – bara spurning hvernig tekst til með að búa til lið og stemningu. Leikurinn reyndist stórskemmtilegur, Stólarnir áttu frábæran fyrsta leikhluta og það sem eftir lifði leiks voru Grindvíkingar að berjast við að saxa á forskotið. Þeir komust nálægt því að jafna í lokin en Stólarnir héldu út og voru kampakátir með tvö góð stig. Lokatölur 90-93.
Meira

Stefán Vagn leiðir lista Framsóknar

Kjördæmissamband Framsóknar í Norðvesturkjördæmi hefur samþykkt framboðslista Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi á fjölmennu aukaþingi sambandsins rétt í þessu. Í fréttatilkynningu frá Framsókn segir að listinn samanstendi af reynslumiklu fólki sem býr og starfar um allt kjördæmið en í fyrsta sæti er Stefán Vagn Stefánsson, þingmaður og varaformaður fjárlaganendar, Skagafirði.
Meira