Fréttir

Undirskriftarsöfnun til að mótmæla sölu félagsheimila í Skagafirði komin í gang

Íbúasamtök Hegraness hafa sett af stað undirskriftasöfnun fyrir Skagfirðinga sem vilja mótmæla sölu á félagsheimilum í Skagafirði. Í texta sem fylgir undirskriftasöfnuninni inni á Ísland.is segir: „Við undirritaðar íbúar Skagafjarðar mótmælum harðlega fyrirætlun meirihluta sveitastjórnar Skagafjarðar og Byggðalista að ætla að selja félagsheimili dreifbýlisins á frjálsum markaði gegn vilja íbúa. Jafnframt krefjumst við þess að sveitastjórnarfólk gangi til samninga við íbúa um tilhögun reksturs þessara húsa þar sem vilji íbúa stendur til þess.“
Meira

Þegar Jörðin sprakk í loft upp...

Feykir óskar konum til hamingju með alþjóðlegan baráttudag kvenna sem er einmitt í dag, 8. mars. Ætli það séu einhverjir karlar sem hugsa með eftirsjá til eldri tíma þegar karlar röðuðu sér í öll helstu embætti þjóða heimsins? Vonandi eru þeir ekki margir en ekki verður annað sagt en að nú er þessu öfugt farið, í það minnsta hér á Íslandi.
Meira

5G er mætt á Skagaströnd!

Allir notendur með SIM-kort frá Símanum geta senn notið mun hraðari 5G tengingar á Skagaströnd, þökk sé nýju stöðinni sem Míla setti upp í vikunni. Á vef Skagastrandar segir að Vodafone og Nova hafi ekki falast eftir því að setja upp 5G sendi „...en hver veit hvort það verður á plani hjá þeim í framtíðinni.“
Meira

Það er fótboltadagur á morgun

Meistaraflokkar Tindastóls spila bæði heimaleiki í Lengjubikarnum á morgun, laugardaginn 8. mars. Strákarnir ríða á vaðið en þeir mæta liði Magna Grenivík kl. 12 á hádegi en Stólastúlkur fá sterkt lið Þróttar Reykjavík í heimsókn kl. 15. Lið Kormáks/Hvatar spilar ekki í Lengjubikarnum þessa helgina.
Meira

Ákvörðun um lokun á Blönduósi er endanleg

Húnahornið segir frá því að ákvörðun um lokun sláturhúss Kjarnafæðis Norðlenska á Blönduósi sé endanleg og að henni verði ekki snúið við. Fram kemur að starfseminni í núverandi mynd verðu hætt en að það muni taka einhvern tíma að leggja hana niður endanlega.
Meira

Lokaáfangi á mælavæðingu á Sauðárkróki

Í tilkynning frá Skagafjarðarveitum segir að nú standi yfir lokaáfangi á mælavæðingu á Sauðárkróki. Búið er að setja upp mæla í Hlíðar- og Túnahverfi ásamt fyrirtækjum og hafinn er lokaáfanginn að því að setja upp mæla í útbænum (gamla bænum) og stefnan er að ljúka því fyrir vorið.
Meira

Lóan er komin! segir á vef SSNV

Því miður þá erum við ekki að tala um lóu fuglinn heldur er búið að opna fyrir umsóknir í Lóu sjóðinn sem er nýsköpunarstyrkur fyrir landsbyggðina. Þessi styrkur hefur það hlutverk að styðja við eflingu byggða og landshluta með nýskapandi verkefnum. Styrkjunum er aðeins úthlutað til verkefna utan höfuðborgarsvæðisins í þeim tilgangi að styðja við atvinnulíf og verðmætasköpun sem byggir á hugviti, þekkingu og nýrri færni.
Meira

Sólveig Erla og félagar komin í úrslit Gettu betur

Feykir spjallaði á dögunum við Sólveigu Erlu Baldvinsdóttur, spurningakeppnisspeking frá Tjörn á Skaga. Þá voru hún og félagar hennar í liði Menntaskólans á Akureyr að undirbúa sig fyrir átta skóla úrslit í hinni sívinsælu spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur. Nú hefur Sólveig brillerað tvívegis í Sjónvarpssal á réttri viku og hefur ásamt félögum sínum, Kjartani Val og Árna Stefáni, tryggt MA sæti í sjálfri úrslitaviðureign Gettu betur í fyrsta sinn í 17 ár.
Meira

Finnur og Sólveig komu færandi hendi

Grunnskólinn austan Vatna fékk undir lok febrúarmánaðar höfðinglega gjöf frá hjónunum Finni Sigurbjörnssyni og Solveigu Pétursdóttur er þau færðu skólanum vinnustól og hitakraga fyrir axlir eða svokallaða grjónapúða.
Meira

Pönnukökubakstur í Síkinu

Keflvíkingar eru jafnan góðir gestir í Síkinu en sjaldan hafa þeir verið jafn góðir gestir og í gærkvöldi. Þeir héldu sig til baka og voru ekki að trana sér fram eða að stela athyglinni frá gestgjöfunum. Þetta var eiginglega of mikið og það var nánast bara eitt lið í Síkinu í fyrri hálfleik en eftir hann leiddu Stólarnir 62-27. Síðari hálfleikurinn var því nánast formsatriði og fór svo að lokum að þó Keflvíkingar vöknuðu eilítið til lífsins í síðari hálfleik þá gekk þeim ekkert að saxa á forskot heimamanna sem unnu leikinn af fádæma öryggi, 116-79.
Meira