Mannlíf

Sviðamessa Húsfreyjanna á Vatnsnesi

Sviðamessa Húsfreyjanna á Vatnsnesi verður haldin í Hamarsbúð á Vatnsnesi föstudaginn 9. og laugardaginn 10. október. Á borðum verða ný, strjúpasöltuð og reykt svið. Að ógleymdum sviðalöppum, kviðsviðum ásamt gulrófum og kartöflum.
Meira

Flatbökuhlaðborð í Fljótum

Fimmtudaginn 8. október n.k. munu nemendur í 9. bekk Grunnskólans austan Vatna vera með pizzuhlaðborð á Ketilási. Pizzahlaðborðið er fjáröflunarverkefni þeirra en þau eru að fara á Lauga í Sælingsdal í febrúarbyrjun.
Meira

Tindatríó og Sveinn Arnar á Norðurlandi

Feðgarnir í Tindatríóinu, þeir Atli Guðlaugsson, Bjarni Atlason og Guðlaugur Atlason, ásamt Sveini Arnari Sæmundssyni píanóleikara og söngvara, leggja land undir fót og skemmta Norðlendingum um næstu helgi.
Meira

Afhjúpun minningarstöpuls á Blönduósi

Á morgun, sunnudaginn 27. september, verður afhjúpaður stöpull á Blönduósi til minningar um Sigurð Jónasson (1863-1887) frá Eyjólfsstöðum í Vatnsdal og bókmenntaafrek hans, en hann íslenskaði á unga aldri bókina „Kúgun kvenna“ eftir enska heimspekinginn John Stuart Mill. Athöfnin verður kl. 13:00 og mun taka um 45 mínútur.
Meira

Hlíðarrétt í myndum

Réttað var í Hlíðarrétt í Vesturdal í Skagafirði síðastliðinn sunnudag og tóku ungir sem aldnir þátt í réttarstörfum í góðu veðri. Sjálf réttin er falleg grjóthlaðin rétt, byggð árið 1913 af ábúendum þeirra jarða sem eiga upprekstur á Hofsafrétt, samkvæmt Byggðasögu Skagafjarðar.
Meira

Leikskólinn Ársalir öðlast sjálfstæði í SMT skólafærni

Það var hátíðarstund á leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki fimmtudaginn 17. september þegar SMT-fáninn var dreginn að húni í tilefni þess að skólinn öðlaðist sjálfstæði í svokallaðri SMT skólafærni. Við tilefnið voru sungin lög, börn sýndu leikþátt til að útskýra út á hvað SMT skólafærni gengur og boðið var upp á hressingu.
Meira

Sjóðheitir fyrirlestrar og stofnun Hollvinasamtaka á dagskránni

Fjölbreytt dagskrá er á næstunni á vegum Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna. Með sunnudagskaffinu fyrirlestraröðin heldur áfram í Safnaðarheimili Hvammstangakirkju sunnudaginn 27. september 2015 kl. 14. Þar verða haldnir tveir sjóðheitir fyrirlestrar sem báðir tengjast okkar safnasvæði.
Meira

Hreyfivika í Húnaþingi vestra

Húnaþing vestra tekur nú í fyrsta sinn þátt í Hreyfiviku (Move Week) sem fer fram um alla Evrópu dagana 21.-27. september. Tilgangurinn er að hvetja til virkrar hreyfingar og þátttöku í íþróttum. Boðið verrður upp á fjölbreytta hreyfingu fyrir alla fjölskylduna. Það er von sveitarfélagsins að íbúar þess kynni sér það sem í boði er í Hreyfivikunni, taki þátt í einhverjum viðburðanna og skilji jafnvel bílinn eftir heima og gangi eða hjóli í vinnuna.
Meira

Réttarstörf í blíðskaparveðri

Laugardaginn 12. september var réttað í Holtsrétt í Fljótum, auk fjölda annarra rétta á Norðurlandi vestra. Réttarstörfin fóru fram í blíðskaparveðri og var ekki annað séð en gagnamenn og réttargestir kynnu vel að meta þennan sumarauka.
Meira

Málþing um Jóhönnu Jóhannesdóttur frá Svínavatni

Málþing um Jóhönnu Jóhannesdóttur frá Svínavatni verður haldið í Kvennaskólanum á Blönduósi sunndaginn 27. september og hefst kl. 14:00. Málþingsstjóri er Jóhanna E. Pálmadóttir, framkvæmdastjóri Textílseturs Íslands.
Meira