Mannlíf

Skagfirðingarnir Ellert og Sigvaldi komnir í átta liða úrslit í The Voice Ísland

Tveir Skagfirðingar, þeir Ellert Heiðar Jóhannsson og Sigvaldi Helgi Gunnarsson, komust áfram í keppninni The VoiceÍsland á Skjá einum í fyrrakvöld. Þátturinn var sá fyrsti af þremur sem sýndir eru í beinni útsendingu og komust átta keppendur af sextán áfram á föstudagskvöldið. Ellert og Sigvaldi voru báðir valdir áfram með símakosningu.
Meira

Sigvaldi og Ellert á svið í kvöld í Voice Ísland

Skagfirðingarnir Sigvaldi Helgi Gunnarsson og Ellert Jóhannsson, nú búsettur í Grindavík, taka þátt í Voice Ísland í beinni útsendingu á Skjá einum í kvöld. Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir úr Víðidal datt hins vegar út í eingvíginu, eftir aldeilis frábæra frammistöðu í þáttunum. Fyrir þáttinn í kvöld eru eftir fjórir keppendur í jafnmörgum liðum, en aðeins helmingur þeirra kemst áfram eftir kvöldið. Í kvöld má þjóðin kjósa og það er því um að gera að styðja sína keppendur.
Meira

Ísgel framleiðir gelmottur á Blönduósi - sjötti þáttur Fyrirmyndarfrumkvöðla

Í sjötta þætti Fyrirmyndarfrumkvöðla er rætt við Zophonías Ara Lárusson , einn eiganda Ísgels á Blönduósi. Fyrirtækið framleiðir gelmottur sem viðhalda kælingu ferskra matvæla á meðan á flutningi stendur, frystipoka, margnota kæli- og hitagelpoka og einnota kælipoka sem eru góðir fyrir íþróttafólk og í sjúkrakassann.
Meira

Ástin er diskó – Lífið er pönk

Í gærkvöldi frumsýndi Leikfélag NFNV Ástin er diskó – Lífið er pönk eftir Hallgrím Helgason, í leikstjórn Guðbrands Ægis Ásbjörnssonar. Leikritið var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu árið 2008 en það fjallar, eins og nafnið bendir til, um hina ólíku heima tísku, tónlistar og lífsstíls þeirra sem aðhylltust diskó annars vegar og pönk hinsvegar.
Meira

Uppskeruhátíð búgreinafélaganna í A-Hún. og hestamanna

Uppskeruhátíð búgreinafélaganna í Austur-Húnavatnssýslu og hestamanna verður haldin laugardaginn 28. nóvember næstkomandi í Félagsheimilinu á Blönduósi. Húsið opnað klukkan 19:30 með fordrykk í boði SAH Afurða og borðhald hefst klukkan 20:30. Veislustjóri verður hinn stórskemmtilegi skemmtikraftur og eftirherma Hermann Árnason.
Meira

Ástin er diskó, lífið er pönk frumsýnt í kvöld

Nemendafélag Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra frumsýnir söngleikinn Ástin er diskó, lífið er pönk eftir Hallgrím Helgason í Bifröst á Sauðárkróki í kvöld, miðvikudagskvöldið 18. nóvember. Leikstjóri er Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson.
Meira

Sungu fyrir heimilisfólk á Sæborg

Börnin á Eldrikjarna í leikskólanum Barnabóli á Skagaströnd gerðu sér dagamun í tilefni af Degi íslenskrar tungu síðast liðinn mánudag. Heimsóttu þau dvalarheimilið Sæborg og sungu skólasönginn sinn og nokkur önnur lög fyrir heimilisfólk þar.
Meira

Vel heppnuð árshátíð í Húnaþingi vestra

Árshátíð Grunnskóla Húnaþings vestra fór fram í Félagsheimilinu á Hvammstanga s.l. föstudagskvöld, þann 13. nóvember. Íslenskar ofurhetjur í 7. bekk sáu um kynningar á atriðum kvöldsins.
Meira

Dagur íslenskrar tungu haldinn hátíðlegur

Degi íslenskrar tungu, fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, fagnað í tuttugasta sinn í dag, en hann fæddist árið 1807. Efnt er til ýmissa viðburða í dag undir merkjum hátíðisdagsins en þess má geta að Dagur íslenskrar tungu er opinber fánadagur.
Meira

Frá Ara til Alladin - Barnalög fyrir alla fjölskylduna

Sunnudaginn 22. nóvember næstkomandi verða tónleikar í Menningarhúsinu Miðgarði í Skagafirði undir yfirskriftinni „Frá Ara til Aladdin – barnalög fyrir alla fjölskylduna.“ Á tónleikunum koma fram ýmsir skagfirskir söngvarar sem syngja vinsæl barnalög frá ýmsum tímum.
Meira