Mannlíf

Gleði og gaman á Sviðamessu

Hin árlega Sviðamessa Húsfreyjanna á Vatnsnesi var haldin í Hamarsbúð á Vatnsnesi um síðustu helgi. „Þetta var bara frábært,“ sagði Bára Garðarsdóttir, ein af húsfreyjunum, þegar Feykir hafði samband við hana og grennslaðist fyrir um hvernig til hefði tekist.
Meira

Ný plata væntanleg frá Geirmundi

Hinn ástsæli tónlistarmaður Geirmundur Valtýsson vinnur nú að útgáfu hljómplötunnar Skagfirðingar syngja. Líkt og nafn plötunnar gefur til kynna hefur Geirmundur fengið til liðs við sig fjölda skagfirskra tónlistarmanna.
Meira

Söngur og gleði í Miðgarði

Það er óhætt að fullyrða að menn hafi tekið á honum stóra sinum á sviðinu í Miðgarði í gærkvöldi. Þar voru samankomnir norðlensku tenórararnir Kristján Jóhannsson, Óskar Pétursson og Árni Geir Sigurbjörnsson og sungu þeir og skemmtu, ásamt Jónasi Þóri undirleikara, fyrir fullu húsi. Það var Viðburðaríkt sem stóð fyrir tónleikunum.
Meira

Rakelarhátíð á sunnudag

Fjáröflunarskemmtun til styrktar Minningarsjóði Rakelar Pálmadóttur verður haldin í Félagsheimilinu Höfðaborg á Hofsósi sunnudaginn 11. október kl. 14:00. Sr. Hjálmar Jónsson flytur hátíðaræðu. Nemendur Grunnskólans og Tónlistarskólans sjá um fjölbreytt skemmtiatriði. Dana Ýr Antonsdóttir tekur nokkur lög.
Meira

Nemendur Árskóla dansa af lífi og sál

Dansmaraþon 10. bekkinga í Árskóla lauk um hádegisbil í gær en þá höfðu ungmennin dansað sleitulaust í 26 klukkutíma. Sérstök danssýning var í íþróttahúsinu á miðvikudag en þar dönsuðu allir nemendur Árskóla undir stjórn snillingsins Loga danskennara.
Meira

„Hlakka til að koma heim og syngja í Miðgarði“

Á laugardaginn kemur, þann 10. október, verða stórtónleikar í Menningarhúsinu Miðgarði í Skagafirði þegar Norðlensku tenórarnir, Kristján Jóhannsson, Óskar Pétursson og Árni Geir Sigurbjörnsson, stíga saman á svið. „Það er svakalegur heiður að fá að syngja með Kristjáni og Óskari. Þeir eru báðir mínir uppáhalds tenórar,“ sagði Árni Geir í samtali við Feyki.
Meira

Dansinn dunar í Árskóla

Nú um hádegi lauk árlegu dansmaraþoni dag 10. bekkjar Árskóla á Sauðárkróki. Nemendur hafa dansað síðan klukkan tíu í gærmorgun en maraþonið er liður í fjáröflun þeirra. Seinnipartinn í gær var svo danssýning í íþróttahúsinu og í kjölfarið matarsala nemenda og foreldra þeirra.
Meira

„Höfum alltaf verið áræðin og látið slag standa“

Bæjarnafnið Tannstaðabakki lætur kunnuglega í eyrum úr veðurfregnum fyrri ára. Bærinn stendur við Hrútafjörð og er sá fyrsti sem komið er að þegar beygt er áleiðis inn á Heggstaðanes. Þar er rekinn fjölbreyttur búskapur, meðal annars eina kjúklingabúið á Norðurlandi vestra.
Meira

Áhugaverðir fyrirlestrar um ferðamál og kirkjuna í kvikmyndum

Það hefur verið mikið um að vera Hólum í Hjaltadal þessa dagana en auk fagnaðar í tilefni af Alþjóðlega ferðamáladeginum, eins og greint hefur verið frá á Feyki.is, er boðið upp á áhugaverða fyrirlestra sem eru öllum opnir, ýmist á vegum Ferðamáladeildar Hólaskóla eða Guðbrandsstofnunar.
Meira

Haldið upp á Alþjóðlega ferðamáladaginn á Hólum

Ferðamáladeild Háskólans á Hólum hélt upp á Alþjóðlega ferðamáladaginn sl. þriðjudag með morgunverðarfundi á veitingastaðnum Undir Byrðunni á Hólum. Á vef Hólaskóla segir að ferðamál á Íslandi hafi verið þar til umræðu og sett í stærra samhengi með því að tengja markmið Alþjóðaferðamálastofnunarinnar og ferðamál í okkar nánasta umhverfi.
Meira