Kann vel við snjóinn, kuldann og myrkrið
Eins og greint var frá í síðasta tölublaði Feykis var á dögunum haldið útgáfuhóf í Nes Listamiðstöð á Skagaströnd í tilefni af útgáfu bókarinnar Jardarteikn eftir sænska listamanninn Karl Chilcott. Bókina prýða ljósmyndir eftir dóttur hans, Christine, af innsetningum Karls. Verkin vann Karl þegar hann dvaldi í Nes Listamiðstöð á Skagaströnd árið 2013.
Karl er búsettur á sænsku eyjunni Oros, sem staðsett er á vesturströnd Svíþjóðar, mitt á milli Gautaborgar og Oslóar. „Það er eyjan mín og ég deili henni með 2000 öðrum íbúum,“ segir hann. Karl ferðast mikið um heiminn vegna listsköpunar sinnar. Hann kann best við sig á norðurslóðum og hefur til að mynda dvalið í Kanada og Noregi, auk Íslands.
„Ég er snjómaður og kann vel við snjóinn, kuldann og myrkrið,“ útskýrir hann. „Ég er mjög hrifin af Íslandi, þetta er staður til að koma til og deyja. Landið er ólíkt til dæmis Kanada og Ástralíu, þar sem eru bara steinar og sjór. Hér er alltaf hægt að fá hugmyndir, ég fæ allan minn innblástur úr náttúrunni.“ Rætt er við Karl í nýjasta tölublaði Feykis, sem kom út í dag.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.