Mannlíf

Sárast hversu stutt sumarið var

Í síðustu netkönnun Feykis var spurt hvað fólki finndist sárast við haustið og gefnir fimm mis gáfulegir möguleikar á svari. Niðurstaðan reyndist sú að nærri því helmingur þeirra sem tók þátt fannst sárast hversu stutt sumarið var. Sem bendir til þess að ansi margir hafi svarað sannleikanum samkvæmt.
Meira

Kærleikur, ábyrgð og peningar

Á þriðjudaginn kemur mun Unnur Dís Skaptadóttir mannfræðingur flytja erindið Kærleikur, ábyrgð og peningar – Um þverþjóðleg tengsl Filippseyinga á Íslandi. Erindið verður haldið í Auðunarstofu og hefst kl. 17:00.
Meira

„Glaðasólskin allan tímann“

Eins og greint var frá á forsíðu Feykis í síðustu viku voru sextíu nemar í ferðamálafræði og landfræði við Háskóla Íslands staddir í námsferð í Skagafirði. Hópurinn dvaldi á Hólum alla vikuna og stundaði rannsóknir meðan á dvölinni stóð. Verkefnin voru valfrjáls en fólust m.a. í að taka viðtöl við fjölda fólks og afla upplýsinga um viðfangsefni tengd Skagafirði, undir umsjá Áskels Heiðars Ásgeirssonar og Egils Erlendssonar.
Meira

Stór hópur frá Fisk Seafood heimsótti Barcelona

Upp úr miðjum september, nánar tiltekið dagana 18.–23. september, fór 70 manna hópur á vegum Starfsmannafélags Fisk Seafood í skemmti- og skoðunarferð til Barcelona á Spáni. Tókst ferðin í alla staði vel og komu starfsmennirnir og makar þeirra endurnærðir til baka.
Meira

700 börn á Vinadegi í Skagafirði

Mikil stemming var í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í gær þegar um 700 grunnskólabörn, ásamt elstu börnum leikskólanna, komu saman í þeim tilgangi að skemmta sér saman og sýna hvert öðru vináttu. Dagurinn hófst með samkomu á sal þar sem sungið var og dansað og Ingó Veðurguð mætti á svæðið og sló í gegn hjá öllum aldurshópum.
Meira

Eitt stórt brandaraband

Á föstudaginn í næstu viku verður skemmtikvöldið Lúðar og Létt tónlist í Miðgarði. Um er að ræða dagskrá þar sem þjóðþekktir grínistar og tónlistarmenn láta móðinn mása í tali og tónum. Eru það hinir einu sönnu Hvanndalsbræður „sem hafa aldrei verði eldri og sjaldan skemmtilegri, ber svo að nefna Sólmund Hólm grínista, útvarpsstjörnu og eftirhermu og síðast en ekki síst hið víðförla kyntákn landsbyggðarinnar Gísla Einarsson,“ segir í tilkynningu um skemmtikvöldið.
Meira

Kardimommubærinn frumsýndur á laugardaginn

Leikfélag Sauðárkróks frumsýnir á laugardaginn barnaleikritið Kardimommubæinn eftir Thorbjörn Egner í þýðingu Huldu Valtýsdóttur. Þýðandi söngljóða er Kristján frá Djúpalæk og leikstjóri er Sigurlaug Vordís Eysteinsdóttir.
Meira

Kveðin ljóð kvenna

Á föstudaginn kemur, 16. október kl. 20:00 verður haldin dagskrá í sal Versins þar sem akureyskir kvæðamenn kveða, undir rímnalögum, vísur og ljóð eftir íslenskar konur. Dagskráin er vegum vegum hins nýstofnaða kvæðamannafélags Gnár í Skagafirði. Aðgangseyrir er 1500 krónur og ekki er hægt að greiða með korti. Vakin er athygli á því í augýsingu að gengið er inn að vestan í salinn.
Meira

Gleði og gaman á Sviðamessu

Hin árlega Sviðamessa Húsfreyjanna á Vatnsnesi var haldin í Hamarsbúð á Vatnsnesi um síðustu helgi. „Þetta var bara frábært,“ sagði Bára Garðarsdóttir, ein af húsfreyjunum, þegar Feykir hafði samband við hana og grennslaðist fyrir um hvernig til hefði tekist.
Meira

Ný plata væntanleg frá Geirmundi

Hinn ástsæli tónlistarmaður Geirmundur Valtýsson vinnur nú að útgáfu hljómplötunnar Skagfirðingar syngja. Líkt og nafn plötunnar gefur til kynna hefur Geirmundur fengið til liðs við sig fjölda skagfirskra tónlistarmanna.
Meira