Mannlíf

„Ég er meira spenntur heldur en stressaður“

Skagfirðingurinn Sigvaldi Helgi Gunnarsson segist „meira spenntur heldur en stressaður,“ og vera búinn að læra textann, en hann tekur þátt í átta manna undanúrslitum The Voice Ísland á Skjá einum. Útsendingin hefst klukkan 20 og hefur þátturinn skipað sér sess meðal vinsælustu sjónvarpsþátta landsins.
Meira

Lokaþáttur Fyrirmyndarfrumkvöðla á morgun kl. 12:00

Lokaþáttur Fyrirmyndarfrumkvöðla verður í beinni útsendingu á Feyki.is á morgun, laugardaginn 28. nóvember, og hefst útsendingin kl. 12:00. Sent verður út frá stúdíói SkottaFilm á Sauðárkróki og þangað mæta fulltrúar allra fyrirtækjanna sex sem fjallað hefur verið um í þessari þáttaröð.
Meira

Friðarganga Árskóla í myndum

Árleg friðarganga Árskóla fór fram á Sauðárkróki í morgun. Veðrið var stillt, jólalögin hljómuðu allt um kring og mikil spenningur skapaðist hjá nemendum skólans. Í hugum margra bæjarbúa markar þessi skemmtilega hefð upphaf aðventunnar og finnst mörgum ómissandi að fylgjast með ljóskerinu ganga á milli barnanna, sem mynda samfellda keðju upp kirkjustíginn, þar til hann kemur að krossinum og á honum kviknar ljós.
Meira

Rótarýmenn bjóða á jólahlaðborð

Rótarýfélagar í Rótarýklúbbi Sauðárkróks munu nk. laugardag bjóða til Jólahlaðborðs í íþróttahúsinu á Sauðárkróki. Þetta er í þriðja sinn sem ráðist er í þetta verkefni sem hefur notið mikilla vinsælda og vakið athygli víða um land og erlendis.
Meira

Ellert og Sigvaldi í undanúrslitum Voice annað kvöld

Skagfirðingarnir Ellert Heiðar Jóhannsson og Sigvaldi Helgi Gunnarsson taka þátt í undanúrslitum The VoiceÍsland í beinni útsendingu annað kvöld.
Meira

Ari og Alladin fengu góðar viðtökur

Á sunnudaginn var haldin í Miðgarði söngskemmtun sem bara yfirskriftina „Frá Ara til Aladdin – barnalög fyrir alla fjölskylduna.“ Þar komu fram ýmsir skagfirskir söngvarar og sungu vinsæl barnalög frá ýmsum tímum, við góðar undirtektir rúmlega 250 gesta á ýmsum aldri.
Meira

Hátíðarvinastundir í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna - uppfært myndskeið

Haldnar voru hátíðarvinastundir á leikskólanum Ársölum á Sauðárkróki sl. föstudag í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi. Að sögn Önnu Jónu Guðmundsdóttur leikskólastjóra var farið þess á leit við leikskóla og aðrar skólastjórnendur í landinu að finna leið til að minnast þessa viðburðar fyrir 100 árum með eftirtektarverðum hætti á árinu 2015, eftir umhugsun og vangaveltur varð niðurstaðan sú að gera söngdagskrá fyrir vinastund þar sem sungin yrðu lög við texta eftir konur.
Meira

Netverslanir með tískufatnað á Íslandi

Það að búa í litlu bæjarfélagi hefur bæði kosti og galla en með tilvist internetsins stækkaði heimurinn mjög mikið fyrir þá sem hafa lært að kveikja á tölvunni og tengjast netinu. Það að kaupa vöru og láta senda sér heim varð allt í einu mjög auðvelt. Mikið úrval er að erlendum netverslunum og flesir kannast við hann Alí vin minn (www.aliexpress.com) og það getur verið mjög skemmtilegt að versla frá honum, allt svo ódýrt, en þeir sem hafa prófað að panta fatnað geta eflaust komið með fyndnar sögur, því í flestum tilvikum er hann hannaður á asískt fólk sem passar auðvitað enganvegin á okkur Íslendinga.
Meira

Lesið úr nýútkomnum bókum

Miðvikudagskvöldið 25. nóvember kl. 20:00 verður upplestur á bókasafninu á Sauðárkróki. Eyþór Árnason, Hjalti Pálsson, Ingibjörg Hafstað og Ingibjörg Hjartardóttir lesa úr nýútkomnum bókum.
Meira

Heimismenn hafa aldrei verið fleiri

Meðlimir Karlakórsins Heimis hafa aldrei verið fleiri en þeir eru nú, 80 talsins að meðtöldum Stefáni R. Gíslasyni stjórnanda kórsins og Thomasi R. Higgerson undirleikara. Í haust eru nýir meðlimir kórsins 21, hluti af þeim er að koma aftur eftir hlé en aðrir ungir menn að syngja með kórnum í fyrsta sinn. „Við erum hreinlega rígmontnir af þessu. Þetta sýnir að það er gróska í þessu hjá okkur,“ sagði Gísli Árnason formaður kórsins í samtali við Feyki.
Meira