Hrafnhildur Ýr keppir í The Voice í kvöld

Það verður spennandi að fylgjast með Hrafnhildi Ýr í kvöld.  MYND: THE VOICE
Það verður spennandi að fylgjast með Hrafnhildi Ýr í kvöld. MYND: THE VOICE

Söngspírurnar hljómfögru munu taka raddbönd sín til kostanna í sjöunda þætti The Voice Ísland í kvöld. Þættirnir hafa vakið verðskuldaða athygli en margir sitja spenntir yfir sjónvarpinu sínu og heyrst hefur að fólk jafnvel tárist yfir örlögum, sorgum og gleði söngvaranna. Í kvöld mun Húnvetningurinn Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir syngja um áframhaldandi þátttöku.

Hrafnhildur er frábær söngkona og vonandi nær hún að heilla áhorfendur og þjálfarann sinn, Svölu Björgvins, og tryggja sig áfram líkt og Skagfirðingarnir tveir, Ellert Jóhanns og Sigvaldi Gunnars.

Ellert fór áfram eftir öruggan og flottan flutning á Marvin Gaye sólflugunni I Heard It Through The Grapevine. Þar var það Gógó sem sat eftir með sárt ennið. Flutningur beggja var góður en Ellert, hokinn af reynslu, var feti framar.

Sigvaldi atti kappi við Inga í síðasta þætti og var flutningur þeirra á Elastic Heart, sem söngkonan Sia gerði vinsælt fyrir nokkru, hreint magnaður. Báðir sýndu frábæra takta, raddir beggja magnaðar, og voru dómararnir á báðum áttum. Salka átti (k)völina og á endanum lét hún innstinktið ráða og valdi skagfirska sveitadrenginn.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir