Mannlíf

Geirmundur með tvenna útgáfutónleika á sunnudaginn

Tónlistarmanninn Geirmund Valtýsson þarf ekki að kynna fyrir Skagfirðingum né öðrum landsmönnum, enda hefur hann verið að í áratugi og slær hvergi af. Nýjasta framlag Geirmundar er platan Skagfirðingar syngja, þar sem hann teflir fram fjölda nýrra laga, í flutningi hinna ýmsu Skagfirðinga á öllum aldri.
Meira

Ævintýraleg jól í Austurlöndum fjær

Í desember á síðasta ári fóru félagarnir Hallgrímur Eymundsson frá Saurbæ í Skagafirði og Rúnar Björn Herrera frá Sauðárkróki, ásamt Önnu Dóru kærustu Rúnars, í ógleymanlega skemmtiferð til Asíu þar sem þeir eyddu hátíðunum. Þau ferðuðust til Bangkok, Hua Hin og Chiang Mai í Norður Tælandi, og einnig til Kambódíu. Undirbúningurinn fyrir ferðina tók um hálft ár en þau voru erlendis í einn mánuð, heimsóttu ótal staði og héldu stífa dagskrá, milli þess sem þau nutu lífsins. Blaðamaður Feykis tók félagana tali og fékk að heyra ferðasöguna.
Meira

Strengjatónleikar í Sauðárkrókskirkju

Stúlkurnar í Skagfirskum strengjum munu halda tónleika í Sauðárkrókskirkju á morgun, miðvikudag kl. 16:30. Leikin verða jólalög í bland við aðra tónlist sem æfð hefur verið í hljómsveitum og hópastarfi á haustönninni.
Meira

Skagfirðingar mæta Fljótsdalshéraði

Skagfirðingar mæta Fljótsdalshéraði í annarri umferð spurningarkeppninnar Útsvars sem sýnd verður í beinni útsendingu á RÚV á föstudagskvöldið. Í fyrstu umferð sigruðu Skagfirðingar lið Ísafjarðar.
Meira

„Sýndi ótrúlegan karakter allan tímann“

Í byrjun síðasta árs greindist Páll Þórðarson, sem þá var nemandi í 10. bekk í Blönduskóla á Blönduósi, með krabbamein í beinvef sem einnig hafði dreift sér í lungu. Palli, eins og hann er oftast kallaður, er sonur Ásdísar Arinbjarnardóttur og Þórðar Pálssonar. Hann á tvær systur, Hrafnhildi Unu 18 ára og Kristínu Helgu 8 ára.
Meira

Jólakvöldi í Kvosinni á Hofsósi frestað um viku

Jólakvöldi sem vera átti í Kvosinni á Hofsósi annað kvöld hefur verið frestað um viku vegna slæmrar veðurspár. Verður það því haldið þriðjudagskvöldið 8. desember.
Meira

Úr sviðsljósinu í London til sjávarsælunnar á Hvammstanga

Undanfarna áratugi hefur líf hjónanna Sigurðar Líndal Þórissonar og Gretu Clough snúist í kringum leikhúsið í Lundúnarborg, þar sem þau kynntust og felldu saman hugi. Þau hafa nú sagt skilið við ys og þys borgarlífsins og sest að í hæglátu umhverfi Hvammstanga þar sem Sigurður hefur tekið að sér framkvæmdastjórn Selaseturs Íslands. Greta mun áfram starfa við brúðuleikhús, í eigu þeirra hjóna, en hún semur og setur á svið leikverk fyrir börn ásamt því að útbúa leikbrúður. Blaðamaður Feykis hitti hjónin í Selasetrinu á fallegu nóvembersíðdegi og fékk að heyra um fyrra líf þeirra í London, flutninginn og hvernig þau horfa til framtíðar á Hvammstanga.
Meira

Rjúpnarannsóknir á Íslandi

Þriðjudagurinn 8. desember kl. 17:00 flytur Ólafur K. Nielsen erindi í Auðunarstofu á Hólum í Hjaltadal um þetta áhugaverða efni. Bæði veiðimenn, sem náttúruverndarmenn hjartanlega velkomnir.
Meira

Aðventustemning á Sauðárkróki

Í gær voru ljós tendruð á jólatrénu á Kirkjutorgi og í gamla bænum á Króknum var aðventustemning og notalegheit. Veðrið var hið besta, örlítið frost og dass af snjó. Kórar sungu, Ásta Pálmadóttir sveitarstjóri flutti ræðu, Sigvaldi Helgi Gunnarsson stökk úr Voice-settinu og fékk dúndur viðtökur hjá ungum sem öldnum.
Meira

Ljósin tendruð á jólatrénu á Kirkjutorgi í dag

Í dag, laugardaginn 28. nóvember, verður kveikt á jólatrénu á Kirkjutorgi við hátíðlega athöfn. Dagskráin hefst kl 15:30 en hún er fjölbreytt að vanda. Nemendur Grunnskólans austan Vatna taka lagið og einnig barnakór Sauðárkrókskirkju og Árskóla. Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri flytur ávarp og jólasveinarnir koma í heimsókn. Að venju er jólatréð gjöf frá Kongsberg, vinabæ Skagafjarðar í Noregi.
Meira