Ruggustóll séra Hallgríms verður til sýnis í Áshúsi

Hjónin Sigríður B. Pálsdóttir og Reynir Sigurðsson færðu Byggðasafni Skagfirðinga ruggustólinn fyrir skömmu. Mynd: Fésbókarsíða Byggðasafnsins.
Hjónin Sigríður B. Pálsdóttir og Reynir Sigurðsson færðu Byggðasafni Skagfirðinga ruggustólinn fyrir skömmu. Mynd: Fésbókarsíða Byggðasafnsins.

Á fésbókarsíðu Byggðasafns Skagfirðinga er sagt frá því að fyrir skömmu færðu þau Sigríður B. Pálsdóttir og Reynir Sigurðsson safninu ruggustól séra Hallgríms Thorlaciusar, sem bjó í Glaumbæ 1894-1935.

„Stóllinn er prýðilegur gripur úr smíðajárni, klæddur ullaráklæði. Hann gæti sagt okkur margar sögur hefði hann mál,“ segir á fésbókarsíðu safnsins. Stólinn verður til sýnis í sparistofunni á efri hæð Áshússins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir