Mannlíf

Söngvarakeppni Grunnskóla Húnaþings vestra á morgun

Söngvarakeppni Grunnskóla Húnaþings vestra verður haldin á morgun, laugardaginn 16. janúar, og fer hún fram í Félagsheimili Hvammstanga. Húsið opnar kl. 19:30 og keppnin hefst kl. 20:00. Áætlað er að keppninni ljúki um kl. 22:00.
Meira

Eldri nemendur Varmahlíðarskóla sýna söngleikinn „6-tán á (von) LAUSU“

Árshátíð eldri nemenda í Varmahlíðarskóla verður í kvöld, föstudaginn 15. janúar, Menningarhúsinu Miðgarði og hefst hún kl. 20. Nemendur skólans setja söngleikurinn „6-tán á (von) LAUSU“ á svið, leikstjórn er í höndum Helgu Rósar Sigfúsdóttur en höfundur verksins er Gísli Rúnar Jónsson.
Meira

Ljósadagurinn haldinn í annað sinn

Ljósadagurinn er haldinn í annað sinn í dag, þriðjudaginn 12. janúar, en þá er kveikt á útikertum eða luktum til minningar um látna ástvini. Hugmyndin að Ljósadegi kom upp í kjölfar táknræns gjörnings dagana eftir að Anna Jóna Sigurbjörnsdóttir og Skarphéðinn Andri Kristjánsson létust í kjölfar slyss sem varð 12. janúar 2014.
Meira

Útsölutips!

Á útsölum er hægt að gera frábær kaup, ef þú veist af hverju þú ert að leita. Að fara á þær bara af því að allir aðrir gera það endar yfirleitt að maður kaupir einhverja vitleysu. Þetta gerðist svolítið oft hjá mér í innkaupaferðunum erlendis því þar fékk maður lítinn tíma til að fara í búðir, eins og t.d. H&M. Allt svo ódýrt og allt keypt sem þótti flott. Þegar uppi var staðið var þetta alls ekki ódýrt því maður notaði bara brot af þessu öllu. Góð kaup ekki satt!
Meira

Þóranna Ósk hlýtur afreksbikar - „Rós í hnappagat Skagfirðinga“

Eins og greint hefur verið frá hér á vefnum voru styrkir úr Menningarsjóði Kaupfélags Skagfirðinga afhentir sl. föstudag. Við sama tækifæri var afhentur afreksbikar, sem er farandbikar til minningar um Stefán Guðmundsson fv., stjórnarformann KS og konu hans Hrafnhildi Stefánsdóttur. Er þetta í fimmta skipti sem bikarinn er afhentur og í þetta sinn var það hin unga og efnilega Frjálsíþrottakonan Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir sem hlaut bikarinn.
Meira

Menningarsjóður KS úthlutar 28 styrkjum

Síðastliðinn föstudag, þann 8. janúar, var úthlutað styrkjum úr Menningarsjóði KS. Að þessu sinni hlutu 28 aðilar styrki til ýmissa menningartengdra verkefna, sem flest tengjast Skagafirði eða nærsveitum.
Meira

Nýársfagnaður Karlakórs Bólstaðarhlíðarhrepps og Rökkurkórsins

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps og Rökkurkórinn, halda sína árlegu nýársgleði í Húnaveri nk. laugardag kl. 20:30. Samkvæmt Facebook-síðu viðburðarins er dagskráin hefðbundin, „eðal lambakjöt af húnvetnskum heiðum a l a mamma, söngur, grín og glens og svo dansleikur með Geirmundi Valtýssyni til kl. 2:00.“
Meira

Vélaval gefur endurskinsvesti

Rétt fyrir jólafrí barst Varmahlíðarskóla vegleg gjöf frá versluninni Vélaval í Varmahlíð. Það var verslunarstjóri Vélavals, Sigrún Guðlaugsdóttir, sem færði nemendum skólans 30 útivesti merkt Varmahlíðarskóla, en þau eru í nokkrum stærðum og passa því nemendum á öllum aldri.
Meira

Geirmundur Valtýsson sæmdur fálkaorðunni

Tónlistarmaðurinn Geirmundur Valtýsson var í dag sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu, við hátíðlega athöfn á Bessastöðum. Orðuna hlaut Geirmundur fyrir framlag sitt til íslenskrar tónlistar og heimabyggðar.
Meira

Síðast en ekki síst - áramótaþáttur Feykis TV og Skottu Film

Áramótaþáttur FeykisTV og Skotta Film, Síðast en ekki síst, var tekinn upp í morgun og er nú kominn í loftið. Fyrstu gestir þáttarins eru Bergrún Sóla Áskelsdóttir, skemmtanastjóri NFNV og Ingileif Oddsdóttir, skólameistari FNV. Þá er rætt við Árna Stefánsson, íþróttakennara og umsjónarmann Skokkhópsins á Sauðárkróki og Kára Marísson körfuboltamann og húsvörð í Árskóla. Loks koma yngstu menn í Heimi, þeir Gísla Laufeyjar og Höskuldsson og Sæþór Már Hinriksson, í sófann.
Meira