Mannlíf

Söngperlur Ellýjar og Vilhjálms í Hofi á Akureyri

Á fimmtudagskvöldið verða Söngperlur Ellýjar og Vilhjálms fluttar í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri. Eru þetta lokatónleikarnir, en dagskrána hafa Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps og hljómsveit Skarphéðins H. Einarssonar flutt við miklar vinsældir síðan í fyrra vor.
Meira

Fjólubláa liðið leiðir Húnvetnsku liðakeppnina

Þriðja keppniskvöld vetrarins í Húnvetnsku liðakeppninni var á föstudagkvöldið. Keppt var í fimmgangi í 1. og 2. flokki, tölti T7 í barna-, unglinga- og 3. flokki og einnig í slaktaumatölti í opnum flokki. „Frábært kvöld og allir kátir,“ segir í frétt á vefsíðu Þyts.
Meira

Aukasýning á Mjallhvíti og dvergunum sjö í dag

Í dag klukkan 17 verður aukasýning á leikritinu Mjallhvít og dvergarnir sjö, í flutningi 10. bekkjar Árskóla, í Félagsheimilinu Bifröst. Uppsetningin er í leikstjórn Guðbrands Ægis Ásbjörnssonar.
Meira

Myndskeið frá Mjallhvíti og dvergunum sjö

Mjallhvít og dvergarnir sjö, leiksýning nemenda í 10. bekk Árskóla, sem er til sýningar um þessar mundir í Félagsheimilinu Bifröst á Sauðárkróki hefur vakið mikla lukku, eins og greint var frá á feykir.is í gær. Hér má sjá myndskeið Skottu Film frá sýningunni en eins og sjá má leggja nemendur skólans allt í sölurnar til að gera sýninguna sem glæsilegasta.
Meira

Rómantískir kjólar og töff jakkaföt í fermingartískunni

Já, það eru tískustraumar í fermingarfatnaðinum eins og í öllu öðru. Undanfarin ár hefur hann reyndar verið nokkuð svipaður, helstu breytingar hafa verið á sniðum og eitthvað í litum. Mest áberandi eru sætir kjólar á stelpurnar og flott jakkaföt á strákana.
Meira

Mjallhvít frumsýnd í Bifröst

Mjallhvít og dvergarnir sjö, í flutningi 10. bekkjar Árskóla, var frumsýnt í Félagsheimilinu Bifröst í gær. Það var Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson sem leikstýrði. „Mjallhvít er ofsótt af afbrýðisamri stjúpmóður sinni, drottningunni, og leitar skjóls úti í skógi hjá sjö dvergum. Drottningin gefur Mjallhvíti eitrað epli, en prinsinn finnur hana og vekur hana af dvala,“ segir um söguþráð leikritsins eftir hinu sívinsæla Grímsævintýri.
Meira

Draugagangur í Kvennaskólanum

Fimmta kynningarmyndskeiðið um textíl á Norðurlandi vestra sem Þekkingarsetrið á Blönduósi hefur framleitt í samstarfi við Textílsetrið á Blönduósi er komið út. Í myndskeiðinu er fjallað um Kvennaskólann og er það Aðalbjörg Ingvarsdóttir, fyrrum skólastjóri skólans sem sér um kynninguna.
Meira

Stórsýningin „Árið er...lögin sem lifa“ í Sæluviku

Sýningin „Árið er… lögin sem lifa“ verður haldin í íþróttahúsinu á Sauðárkróki í Sæluviku, föstudaginn 29. apríl. Þar verður íslensk dægurlagasaga flutt í tali og tónum af landsþekktum söngvurum í bland við upprennandi stjörnur. Fram koma meðal annarra Magni Ásgeirsson, Sigríður Thorlacius, Sigríður Beinteinsdóttir og fjöldi skagfirskra söngvara.
Meira

Ólafur úr Höfðaskóla sigurvegari Framsagnarkeppninnar

Framsagnarkeppni grunnskólanna í Húnavatnsþingi var haldin í gær þriðjudaginn 8. mars. Húnavallaskóli sá um lokahátíðina að þessu sinni. Keppnin er tileinkuð Grími heitnum Gíslasyni, fréttaritara, og fyrrum bónda frá Saurbæ í Vatnsdal. Markmið keppninnar er að glæða tilfinningu og metnað húnvetnskra grunnskólanema fyrir íslensku máli og framsögn.
Meira

Glært plast og rykdustarar

Fyrir nokkrum árum var ég ein af þeim sem elskaði að hlaða á sig fylgihlutum og myndi reyndar gera meira af því í dag ef ég væri ekki með nikkel ofnæmi, þá sérstaklega skartið. Reyndar verð ég að viðurkenna að ég hætti alveg að ganga með allar gerðir af fylgihlutum eftir að ég eignaðist börnin mín, meira að segja töskur, því með þessum ungabörnum fylgir svo mikil fyrirferð og dót að ég nennti ekki að burðast með enn meira fyrir sjálfa mig.
Meira