Mannlíf

Laust starf safnvarðar á Byggðasafni Húnvetninga og strandamanna

Húnaþing vestra auglýsir laust til umsóknar starf safnvarðar á Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna. Um er að ræða fullt starf. Safnvörður ber ábyrgð á daglegu starfi byggðasafnsins, m.a. safnkennslu, skráningu, miðlun og kynningarmálum.
Meira

Róbert Daníel er maður ársins 2015 í A-Hún

Lesendur Húnahornsins hafa valið Róbert Daníel Jónsson, forstöðumann í Íþróttamiðstöðinni á Blönduósi, sem mann ársins í Austur-Húnavatnssýslu árið 2015. Róbert Daníel hefur verið iðinn við að taka myndir af húnvetnskri náttúru og húnvetnsku mannlífi og deilt þeim á veraldarvefinn. Myndirnar hans hafa vakið athygli margra á fegurð svæðisins og áhugaverðum stöðum í sýslunni. Tilkynnt var um valið á þorrablóti Vökukvenna sem haldið var í Félagsheimilinu á Blönduósi sl. laugardagskvöld.
Meira

Rífandi gangur er í undirbúningi fyrir Króksblótið

Meira

Vel heppnuð sýning fyrir fullu húsi í Miðgarði

Árshátíð eldri nemenda í Varmahlíðarskóla fór fram fyrir fullu húsi í Miðgarði föstudaginn 15. janúar. Nemendur í 7. - 10. bekk skólans settu söngleikinn „6-tán á (von) LAUSU“ á svið eftir Gísli Rúnar Jónsson. „Sýningin tókst afskaplega vel,“ sagði Helga Rós Sigfúsdóttir, sem leikstýrði krökkunum, í samtali við Feyki.
Meira

Á að gefa bóndanum gjöf á morgun?

Það vill svo skemmtilega til að bóndadagurinn er á morgun. Á þessum degi hefur skapast sú hefð að eiginkonur/kærustur gefi bónda sínum blóm í tilefni dagsins. Gjafirnar hafa reyndar breyst mikið seinust ár og hugmyndaflugið hefur fengið að njóta sín hjá mörgum þegar kemur að því að velja eitthvað fyrir sinn heittelskaða.
Meira

Króksarinn Steinn Kárason og ljósmyndarinn Marco Nescher vinna saman

Paradís, lag Steins Karasonar og texta má nú heyra og sjá á vimeo. Lagið er óður til Íslands og íslenskrar náttúru, með ástar og kærleiksívafi. Það er ljósmyndarinn Marco Nescher sem myndskreytti af mikilli snilli.
Meira

Potluck í Nes á fimmtudag

Nes listamiðstöð býður í svokallað „potluck“ fimmtudagur 21 janúar, kl. 18:30-20:30. Þar gefst gullið tækifæri til þess að hitta þá listamenn sem dvelja á Skagaströnd í janúar, sjá listsköpun þeirra og hvernig umhverfið hefur áhrif á verk þeirra.
Meira

Rausnarleg gjöf til Heimilisiðnaðarsafnsins

Í tilefni af því að þann 17. janúar eru liðin 100 ár frá fæðingu Guðrúnar Jónsdóttur (Nunnu) frá Hnjúki komu afkomendur hennar saman og heimsóttu m.a. Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi. Á vef Heimilisiðnaðarsafnsins segir að í safninu séu margir munir varðveittir eftir þær mæðgur Stefaníu Steinunni Jósefsdóttur (1886–1977) og Guðrúnu Jónsdóttur (1916–2014).
Meira

KS vill kaupa skagfirsk listaverk

Stjórn Menningarsjóðs KS hefur tekið þá ákvörðun að stofna til sérstaks framlags til kaupa á listaverkum sem tengjast Skagafirði, eftir listamenn sem eru frá Skagafirði eða tengdir firðinum á einhvern hátt. Kaupfélagið hefur keypt nokkur verk í gegnum tíðina, m.a. eftir Jóhannes Geir, Elías, Sossu o.fl. og segir Marteinn Jónsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs KS, áhuga hjá félaginu að eignast fleiri verk.
Meira

Ásdís Aþena og Rannveig Erla sigurvegarar í Söngvarakeppni Grunnskóla Húnaþings vestra

Söngvarakeppni Grunnskóla Húnaþings vestra haldin síðastliðinn laugardag, þann 16. janúar. Samkvæmt Facebook-síðu Grunnskóla Húnaþings vestra var flott frammistaða hjá öllum keppendum.
Meira