Mannlíf

Föstudagurinn langi: Fljótamót og fleira

Það er nóg um að vera á Norðurlandi vestra um Páskahelgina. Í dag, föstudag, er þar meðal annars að finna Fljótamót í skíðagöngu, guðþjónustur og lestur Passíusálma.
Meira

Skírdagur: Skíði og skemmtilegir viðburðir

Það er nóg um að vera á Norðurlandi vestra um páskahelgina. Í dag, skírdag, er þar meðal annars að finna opnun á skíðasvæðinu í Tindastól, tvær bíósýningar, Norðurhvelsmót í Fifa og guðþjónustur.
Meira

Verkefninu Boðið á býli hleypt af stokkunum

Þrjár konur sem starfa við búskap og ferðaþjónustu í fyrrum Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði hafa ákveðið að sameina krafta sína og efla afþreyingarmöguleika á svæðinu með því að bjóða ferðamönnum heim á býli, en verkefnið heitir einmitt „Boðið á býli.“
Meira

„Vildi gera mynd um þessa duldu fordóma“

Í lokahófi kvikmyndahátíðarinnar Stockfish Film Festival, sem haldin var á dögunum, var tilkynnt um sigurvegara stuttmyndakeppninnar Sprettfiskur 2016. Var það myndin Like it’s up to you, eftir Brynhildi Þórarinsdóttur, sem er frá Frostastöðum í Skagafirði, eins og Feykir hefur áður greint frá.
Meira

Aldursbilið í Heklu er 80 ár

Á aðalfundi Kvenfélagsins Heklu í Skagabyggð, sem haldinn var í gær gengu þrjár ungar konur til liðs við félagið. Tvær eru fæddar árið 2000 og verða því 16 ára á árinu. Aldursbilið er töluvert í félaginu, eða um 80 ár, því elsta félagskonan 96 ára í haust.
Meira

Óskar og félagar með Óskalagatónleika

Óskar Pétursson, Eyþór Ingi Jónsson og Hjalti Jónsson halda Óskalagatónleika á Akureyri um páskana. Á tónleikunum geta gestir kallað upp sitt óskalag og fengið það flutt. Tónleikarnir fara fram í Akureyrarkirkju laugardaginn 26. mars kl. 20.00.
Meira

Skírdagstónleikar með Hrafnhildi Ýr

Sauðárkrókskirkja býður til árlegra tónleika að kvöldi skírsdags, kl. 20. Þar mun Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir syngja ljúf lög úr ýmsum áttum.
Meira

Súperstar frumsýnt annað kvöld

Mikil eftirvænting ríkir fyrir frumsýningu söngleiksins Súperstar, í uppfærslu Umf. Grettis og Kormáks, sem fer fram í Félagsheimilinu á Hvammstanga á morgun, miðvikudaginn 23. mars. Er þetta langstærsta sýningin sem sett hefur verið á svið á Hvammstanga fram til þessa.
Meira

Mjallhvít og dvergarnir sjö slógu í gegn

Leikritið Mjallhvít og dvergarnir sjö, í flutningi 10. bekkjar Árskóla, var frumsýnt í Félagsheimilinu Bifröst þann 9. mars sl. Áætlað var að sýna alls átta sinnum en vegna mikilla vinsælda var boðið upp á tvær aukasýningar sl. mánudag en um 800 manns hafa séð leikritið að talið er. Það var Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson sem leikstýrði.
Meira

Efnilegir upplesarar í Varmahlíðarskóla

Undankeppni Stóru upplestrarkeppninnar fór fram í Varmahlíðarskóla sl. fimmtudag. Sextán efnilegir upplesarar sem allir eru í 7. bekk skólans tóku þátt og bar lestur þeirra vott um innlifun og vandvirkni, en þau höfðu æft sig í nokkrar vikur undir stjórn umsjónarkennara bekkjarins, Sigrúnar Benediktsdóttur.
Meira