Mannlíf

Ó, helga nótt í sérflokki

Í síðustu netkönnun Feykis voru talin til nokkur mis sígild jólalög en spurt var hvert laganna kæmi þeim sem svaraði mest í jólagírinn. Það er skemmst frá því að segja að það var jólasálmurinn Ó helga nótt sem vann netkosninguna með miklum yfirburðum, hlaut 30% atkvæða en hægt var að velja á milli níu svara.
Meira

Margir áttu um sárt að binda á jólunum 1935 - Mannskaðaveðurs minnst að 80 árum liðnum

Þann 14. desember eru 80 ár liðin frá einu mesta mannskaðaveðri í manna minnum. Þann dag árið 1935 gerði skyndilegt áhlaupsveður um allt land, nema Austfjörðum, með skelfilegum afleiðingum; 25 manns lágu í valnum, mikið eignatjón varð, fé fennti víða og hrakti í sjó og vötn. Þrír sveitabæir brunnu til kaldra kola og eitt hús á Siglufirði. Átta manns fórust í Skagafirði og eftir var samfélag í sorg.
Meira

Aðventuævintýri á Hólum á sunnudaginn

Á sunnudaginn verður Aðventuævintýri á Hólum þar sem fólki gefst kostur á að heimsækja Hólastað og njóta alls þess besta sem hann hefur upp á að bjóða að þessum árstíma. Hægt verður að skera út laufabrauð, skreyta piparkökur, líta við í Nýjabæ, á Bjórsetrið og í Hóladómkirkju og síðast en ekki síst sækja sér jólatré í skóginn.
Meira

Mjög góð viðbrögð við forsölu á Landsmót á Hólum

Forsala aðgöngumiða á Landsmót hestamanna sem fram fer á Hólum næsta sumar gengur mjög vel að sögn Áskels Heiðars Ásgeirssonar framkvæmdastjóra mótsins. Heiðar segir að ákveðið hafi verið að bjóða sérstaklega hagstætt verð á aðgöngumiðum til áramóta.
Meira

Jólafönn á ferð um landið

Swing Kompaníið, sem skipað er þeim Gretu Salóme fiðluleikara og söngkonu, Unni Birnu Björnsdóttur fiðluleikari og söngkonu, Lilja Björk Runólfsdóttur söngkona, Gunnari Hilmarssyni gítarleikara, Leifi Gunnarssyni bassaleikara og Óskari Þormarssyni trommuleikara fer í jólatónleikaför um landið í desember. Ásamt þeim koma fram barnakór og kirkjukór Sauðárkrókskirkju.
Meira

Söngkeppni Friðar í Miðgarði í kvöld

Í dag 11. desember fer fram söngkeppni Friðar í Menningarhúsinu Miðgarði og hefst hún kl 19:30. Húsið opnar kl. 19 og eru allir velkomnir að koma og hlusta á þátttakendur. Á vef Svf. Skagafjarðar kemur fram að ellefu atriði eru á dagskrá ef allt gengur eftir.
Meira

Vel mætt á aðventutónleika í Ásbyrgi

Hópur Vestur-Húnvetninga sem staðið hafa að tónleikahaldi fyrir jólin undanfarin ár hélt jólatónleika í Ásbyrgi síðastliðinn fimmtudag. Hrafnhildur Ýr Víglundsdóttir, keppandi í Voice Ísland og ein af söngkonunum á tónleikunum segir að vel hafi tekist til og mæting verið góð að venju.
Meira

Óskar þess heitast að komast aftur í læknismeðferð til Svíþjóðar

María Ósk Steingrímsdóttir er 22 ára stúlka frá Sauðárkróki. Hún er búsett í Reykjavík þar sem hún stundar nám í rekstrarverkfræði við Háskólann í Reykjavík. Þegar blaðamaður Feykis hitti hana á kaffihúsi í borginni á dögunum bar hún það ekki með sér að hafa lifað við viðstöðulausa verki meira og minna allt sitt líf, sársauka sem hún hefur lært að lifa með. Undanfarin tvö ár hafa þó verið henni þungbær með stigvaxandi verkjum og langri bið eftir að komast í aðgerð. María segir óvissuna um hvað framtíðin beri með sér einna erfiðust.
Meira

Uppskeruhátíð búgreina í Austur-Húnavatnssýslu

Í lok nóvember komu bændur og hestamenn í Austur-Húnavatnssýslu saman og gerðu sér glaðan dag á Blönduósi. Verðlaunaafhendingar voru fyrir góðan árangur í hverri búgrein fyrir sig.
Meira

Afmælis- og jólatónleikar í boði FISK Seafood

Þann 23. desember n.k. eru liðin 60 frá stofnun Fiskiðju Sauðárkróks, sem nú heitir FISK Seafood. Af því tilefni hefur fyrirtækið ákveðið að bjóða til glæsilegra afmælis- og jólatónleika í Miðgarði í Skagafirði. Á tónleikunum koma m.a. fram Þór Breiðfjörð og Valgerður Guðnadóttir, Karlakórinn Heimir og fleira söngfólk úr Skagafirði. Tónlistarstjórar verða þeir Stefán Gíslason og Einar Þorvaldsson og umsjón með tónleikunum hefur Áskell Heiðar Ásgeirsson.
Meira