Mannlíf

„Loksins, loksins á leið í aðgerð til Svíþjóðar“

Barátta hennar Maríu Óskar Steingrímsdóttur frá Sauðárkróki fyrir því að fá að komast til Svíþjóðar í læknismeðferð hefur loks skilað árangri. Tveimur árum og þremur mánuðum eftir að ferlið hófst hefur María fengið grænt ljós frá heilbrigðisyfirvöldum og á bókaðan tíma í aðgerð á Sahlgrenska sjúkrahúsinu í Gautaborg í næsta mánuði. María sagði sögu sína í einlægu viðtali í Feyki í desember síðastliðnum. Feykir samgleðst Maríu og heyrði í henni.
Meira

Skipulagning Elds í Húnaþingi miðar vel áfram

Eldur í Húnaþingi fer fram dagana 20. – 24. júlí, hefst á miðvikudegi og endar á sunnudegi. Dagskráin er þegar farin að taka á sig mynd. Í Feyki sem kom út í síðustu viku er rætt við framkvæmdastjóra hátíðarinnar, Sólrúnu Guðfinnu Rafnsdóttur, um hvernig gengur. Hún og eiginmaður hennar, Mikael Þór Björnsson, tóku formlega að sér skipulagningu hátíðarinnar í desember sl. og sér hann um fjármálastjórn.
Meira

Litir ársins 2016

Já, þið sjáið rétt. Þetta eru litirnir sem litasérfræðingarnir hafa valið sem liti ársins 2016. Þetta er reyndar í fyrsta skipti sem valdnir eru tveir litir saman. En sérfræðingarnir telja þessa tvo verða áberandi bæði í tískufatnaði og heimilisskreytingum þetta árið. Í fyrra völdu þeir vínrauðan en núna eru það Rose quarts og Serenety sem ég kalla með öðrum orðum barnableikt og barnablátt.
Meira

Spjaldtölvuvæðing í Höfðaskóla

Unglingadeildin í Höfðaskóla er óðum að spjaldvæðast og samkvæmt vef Svf. Skagastrandar nú er svo komið að flestir unglinganna koma í skólann með sínar eigin spjaldtölvur. Foreldrafélag skólans ásamt sveitarstjórn Skagastrandar tóku þá ákvörðun að styrkja nemendur um 50% af kaupvirði spjaldtölvu (að hámarki 50.000) og varð sú ákvörðun til þess að flestir nemendur hafa nú eignast tæki.
Meira

Tónleikar Kvennakórsins Sóldísar nk. sunnudag

Kvennakórinn Sóldís heldur árlega konudagstónleika næstkomandi sunnudag, 21. febrúar, kl. 15:00 í Menningarhúsinu Miðgarði. Söngstjóri er Helga Rós Indriðadóttir og leikur undir Rögnvaldur Valbergsson. Einsöngvarar eru Ólöf Ólafsdóttir og Íris Olga Lúðvíksdóttir.
Meira

Fjör á Bókasafninu á Hvammstanga á öskudaginn

Að venju var líf og fjör á Bókasafni Húnaþings vestra á Hvammstanga á öskudaginn. Að sögn Guðmundar Jónssonar, starfsmanns þar, flykktust börnin þangað til að syngja og þáðu sælgæti fyrir.
Meira

„Mitt er þitt og þitt er mitt“ – konur á fyrri tíð

Á sunnudaginn kemur verður opnuð í Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna á Reykjum í Hrútafirði ný sýning sem ber yfirskriftina „Mitt er þitt og þitt er mitt“ – konur á fyrri tíð.
Meira

SUPERSTAR á Hvammstanga um páskana

Leikfélög UMF Grettis og Kormáks munu setja upp sýninguna SÚPERSTAR í Fèlagsheimilinu Hvammstanga um komandi páska. Leikstjórn er í höndum Sigurðar Líndal Þórissonar, hljómsveitastjórn í höndum Daníels Geirs Sigurðssonar og sér Ingibjörg Jónsdóttir um skipulagningu. Frá þessu segir á vef Norðanáttar.
Meira

Myndir frá heimsóknum til Feykis á öskudegi

Það er ekki á hverjum degi sem Feykir fær heimsóknir frá syngjandi kátum vampírum og nornum, Bat- og köngulóarmönnum, prinsessum og og hvað þá Almari í kassanum. Ef einhverjir voru ekki klárir á því hvaða dagur var þá varð snemma ljóst að það var runninn upp enn einn yndislegur öskudagur, fullur af gleði og söng.
Meira

Kvennakórinn Sóldís heldur konudagstónleika 21. febrúar

Kvennakórinn Sóldís heldur sína árlegu konudagstónleika, sunnudaginn 21. febrúar í Menningarhúsinu Miðgarði í Skagafirði og hefjast þeir kl. 15:00. Hnallþóruhlaðborð að hætti kvennakórskvenna verður að loknum tónleikum.
Meira