Mannlíf

Hlaupa til styrktar Ívari Elí

Nemendur 7. og 8. bekkjar í Varmahlíðarskóla ætla að hlaupa áheitahlaup til styrktar Ívar Elí Sigurjónssyni, ungum dreng á Sauðárkróki, sem berst við flogaveiki og þarf á næstunni að fara erlendis til lækninga.
Meira

Skagfirski kammerkórinn með vortónleika á sumardaginn fyrsta

Vortónleikar Skagfirska Kammerkórsins verða í Menningarhúsinu Miðgarði næstkomandi fimmtudag, sumardaginn fyrsta, og hefjast þeir klukkan 20:30. Kórinn er nýkomin úr ferð um Vesturland, þar sem haldnir voru þrennir tónleikar, og er meðfylgjandi mynd tekin í ferðinni.
Meira

Handbendi - Brúðuleikhúsi hleypt af stokkunum á Hvammstanga

Handbendi er leikfélag sem framleiðir brúðuleikhússýningar, auk hefðbundins leikhúss, og hefur bækistöðvar sínar á Hvammstanga. Leikhúsið mun framleiða nýjar sýningar, ætlaðar til leikferða um Ísland og heim allan; mun halda vinnusmiðjur og fyrirlestra sem virtir sérfræðingar á sviði brúðuleikhúss munu leiða; og vinna með skólum og kennurum á Norðurlandi vestra.
Meira

Stóra upplestrarkeppnin í Skagafirði í gær

Stóra upplestrarkeppnin var haldin í sal bóknámshúss FNV í gær og þar öttu kappi tólf nemendur úr öllum grunnskólunum Skagafjarðar og lásu textabút úr sögu og tvö ljóð. Nemendurnir stóðu sig með stakri prýði og báru þess glöggt vitni að hafa æft sig af kappi og fengið góða þjálfun hjá kennurum sínum. Nemendur Tónlistarskóla Skagafjarðar léku svo nokkur lög fyrir gesti hátíðarinnar.
Meira

„Þá gömlu góðu daga“

Söngskemmtunin Manstu gamla daga stendur yfir í Skagafirði þessa dagana og þetta í sjötta sinn sem hún er sett upp. Um er að ræða skemmtun í tali og tónum og að þessu sinni er sögusviðið Skagafjörður kringum 1970.
Meira

Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga - Ýmsar sögur segja má

Vísnakeppni Safnahúss Skagfirðinga er fastur liður í aðdraganda Sæluviku Skagfirðinga og nýtur mikilla vinsælda. Margir glíma við fyrripartana og senda inn botna sem og semja vísur um fyrirfram gefið efni. Safnahús Skagfirðinga stendur enn vaktina og sendir út fyrriparta til hagyrðinga sem fyrr og verður hún með sama sniði og undanfarin ár.
Meira

„Bærinn verður alveg prjónaður í drasl“

Alþjóðlegi prjónadagurinn er 11. júní nk. og hann verður aldeilis haldinn hátíðlegur á Blönduósi þegar prjónahátíðin Prjónagleði fer fram í fyrsta sinn, helgina 10. - 12. júní. Þar mun áhugafólk um prjónaskap sameinast, deila og miðla reynslu, læra eitthvað nýtt og hafa gaman. Feykir ræddi við skipuleggjanda hátíðarinnar, Jóhönnu Erlu Pálmadóttur, framkvæmdastjóra Textílseturs Íslands, og fékk að heyra nánar um fögnuðinn sem framundan er.
Meira

Varð heilluð af því að tengja saman ljósmynda- og listasögu bæjarins

Andrea Weber er frönsk-þýsk listakona sem býr í París. Hún hefur vanið komur sínar til Íslands frá árinu 2009 og líkt og margir listamenn tekið ástfóstri við Skagaströnd og nærsveitir. Nýverið gaf hún út tímaritið Skagaströnd Review sem er afrakstur rannsóknar- og þróunarverkefnis þar sem hún tengir saman ljósmynda- og listasögu bæjarins. Feykir fékk að heyra meira um útgáfu þessa sérstæða rits.
Meira

Heilsudagar hafnir á Blönduósi

Heilsudagar á Blönduósi hófust á Blönduósi í dag og standa þeir yfir til 18. apríl. Markmið þeirra er að hvetja fólk til að hreyfa sig og huga vel á heilsunni.
Meira

Dans- og nýsköpunarviku austan Vatna lýkur með súpu og sýningu

Í vikunni sem er að líða hefur verið dans- og nýsköpunarkennsla í Grunnskólanum austan Vatna í Skagafirði. Hafa nemendur frá starfsstöðunum þremur verið saman komnir á Hofsósi í kennslunni. Einnig hefur öll tónlistarkennslan verið á Hofsósi í vikunni.
Meira