Mannlíf

Yngri nemendur Varmahlíðarskóla setja Hróa hött á svið

Árshátíð yngri nemenda í Varmahlíðarskóla verður haldin í Miðgarði, föstudaginn 4. mars kl. 15:00. Nemendur 1.-6. bekkjar sýna leikritið Hróa Hött eftir handriti Guðjóns Sigvaldasonar. Leikstjóri er Helga Rós Sigfúsdóttir og Stefán R. Gíslason sér um undirleik.
Meira

Fjallað um ferðamál í fyrirlestrarröðinni Vísindi og grautur

Miðvikudaginn 16. mars nk. kl. 11.00 mun Jessica Aquino nýráðinn starfsmaður Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum og Selaseturs Íslands halda fyrirlestur í fyrirlestraröðinni Vísindi og graut, sem hún nefnir „Volunteer Tourists’ Perceptions of their Impacts in Vulnerable Communities.“ Fyrirlesturinn verður haldinn í stofu 302 og eru allir hjartanlega velkomnir.
Meira

Hvers vegna Hegranes? - Fyrirlestur um Skagfirsku kirkju- og byggðasögurannsóknina í kvöld

Skagfirska kirkju- og byggðasögurannsóknin og Byggðasafn Skagfirðinga bjóða íbúum Hegraness og öðrum áhugasömum á fyrirlestur og umræðufund um fornleifarannsóknirnar sem nú fara fram í Nesinu. Fyrirlesturinn verður í félagsheimilinu í Hegranesi í kvöld, fimmtudaginn 3. mars kl. 20.00.
Meira

Skapti Ragnar Skaptason sigraði A flokkinn á Ísmóti riddarana

Ísmót Riddara Norðursins var haldið á Tjarnartjörn við Reiðhöllina Svaðastaði á sunnudaginn. Að sögn Guðmundar Einarssonar, starfsmanns Reiðhallarinnar, var mæting mjög góð, bæði hjá keppendum og áhorfendum. Það var frábært veður og frábær ís," sagði Guðmundur í samtali við Feyki í gær.
Meira

Drangey Music Festival haldið á ný 25. júní 2016

Tónlistarhátíðin Drangey Music Festival, þar sem vegurinn endar, verður haldin í annað sinn laugardagskvöldið 25. júní næstkomandi. Óhætt er að segja að hátíðin hafi slegið í gegn þegar hún var haldin í fyrsta skiptið síðastliðið sumar, frábær tónlist, einstök náttúra og veður að bestu gerð hjálpaðist allt að við að skapa ógleymanlega upplifun.
Meira

Frábær hestakostur í fimmgangskeppni KS-Deildarinnar

Athygli vekur hversu margir stóðhestar eru skráðir til leiks í fimmgangskeppni KS-Deildarinnar eða ellefu talsins en alls eru nítján fyrstu verðlauna hross skráð til keppni.
Meira

Viljayfirlýsing um rannsóknir á Landsmóti hestamanna 2016 sem viðburði

Landsmót hestamanna ehf. og Ferðamáladeild Háskólans á Hólum hafa staðfest með undirritun viljayfirlýsingar, sameiginlegan vilja til að fram fari rannsóknir á Landsmóti hestamanna 2016 sem heildstæðum viðburði.
Meira

Brynhildur vann Sprettfiskinn 2016

Í lokahófi Stockfish Film Festival sem haldin var um helgina var tilkynnt um sigurvegara stuttmyndakeppninnar Sprettfiskur 2016. Sigurmyndin er Like it’s up to you eftir Brynhildi Þórarinsdóttur, sem er frá Frostastöðum í Skagafirði.
Meira

Safnað fyrir ómtæki með kótilettukvöldi

Söfnun fyrir nýju ómtæki á Heilsugæsluna á Hvammstanga fer fram í Félagsheimilinu á Hvammstanga laugardagskvöldið 5. mars 2016. Um er að ræða kótilettukvöld með skemmtilegri og fjölbreyttri dagskrá. Húsið opnar kl. 19:30 og dagskrá hefst kl. 20:00.
Meira

Sveitarfélagið Skagafjörður efnir til ljósmyndasamkeppni

Á fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 12. febrúar sl. var samþykkt að efna til ljósmynda- og myndbandasamkeppni sveitarfélagsins. Var starfsmönnum nefndarinnar falið að kynna og auglýsa nánari tilhögun keppninnar.
Meira