Mannlíf

„Það er hljómurinn innra með okkur sem skiptir mestu máli“

Elinborg Sigurgeirsdóttir hefur stýrt Tónlistarskóla Húnaþings vestra samfleytt frá árinu 1989. Hún er fædd 10. júlí 1951 og er uppalin á Bjargi í Miðfirði. Eiginmaður Elinborgar var Egill Gunnlaugsson, héraðsdýralæknir í Húnaþingi vestra en hann lést 2008. Elinborg er komin af tónlistarfólki í báðar ættir og því ekki að undra að tónlistin yrði hennar ævistarf.
Meira

Vinsæl lög frá síðustu öld

Hljómsveitin Demó, ásamt fjölda söngvara, heldur tvenna tónleika í Félagsheimilinu á Blönduósi milli jóla- og nýárs. Á efnisskránni eru vinsæl lög frá síðustu öld, eins og segir í auglýsingu. Tónleikarnir verða 26. og 27. desember og hefjast báðir klukkan 20:30.
Meira

Skagfirðingar syngja

Ég eignaðist disk um daginn. Það er svo sem ekkert nýtt en þegar ég var búinn að hlusta á hann og einnig upplifa útgáfutónleika í Miðgarði datt mér í hug að skrifa nokkur orð um þetta verk, einhverskonar gagnrýni með áherslu á það jákvæða.
Meira

Opið hús hjá Nes listamiðstöð

Nes listamiðstöð á Skagaströnd verður með opið hús næstkomandi sunnudag, 20. desember, og eru gestir boðnir velkomnir í stúdíóið að Fjörubraut 8 á Skagaströnd á milli kl. 15 og 17.
Meira

Margrét Eir mögnuð á Jólavökunni

Jólavaka Grunnskólans austan Vatna á Hofsósi er fyrir íbúum skólasvæðisins og mörgum öðrum ómissandi hluti af aðventunni. Það var því fjölmenni sem kom saman á notalegri stund í Höfðaborg á Hofsósi í gærkvöldi og naut fjölbreyttrar dagskrár við kertaljós, kaffi og piparkökur.
Meira

Margrét Eir á jólavöku á Hofsósi

Jólavaka Grunnskólans á Hofsósi verður haldin í Höfðaborg miðvikudaginn 16. desember klukkan 20:30. Dagskráin verður fjölbreytt að vanda; upplestur, söngur og hljóðfæraleikur nemenda. Hátíðarræðu flytur sr. Halla Rut Stefánsdóttir.
Meira

Skagfirsk stúlka syngur eins og engill á Jólatónleikum Gospelkórs Akureyrar

Myndskeið af Ragnhildi Sigurlaugu Guttormsdóttur, úr Akrahreppi í Skagafirði, hefur farið eins og eldur í sinu um Facebook í dag er hún söng á Jólatónleikum Gospelkórs Akureyrar í gærkvöldi. Ragnhildur Sigurlaug söng „Ó, Helga nótt” guðdómlega ásamt Marínu Ósk Þórólfsdóttur og Hjalta Jónssyni.
Meira

Jólatónleikar Lóuþræla 2015

Karlakórinn Lóuþrælar heldur jólatónleika í Barnaskólanum á Borðeyri, þriðjudaginn 15. desember, kl. 20:30 og í Félagsheimilinu Hvammstanga, miðvikudaginn 16. desember, kl. 20:30. Á söngskránni eru jóla- og aðventulög, íslensk og erlend. Enginn aðgangseyrir.
Meira

Jólakvöld í Kvosinni á Hofsósi í kvöld

Jólakvöld verður haldið í Kvosinni á Hofsósi í kvöld. Það eru samtökin Byggjum upp Hofsós sem standa fyrir kvöldinu og er hugmyndin að láta notalegt umhverfið í Kvosinni skapa skemmtilega umgjörð um viðburðinn. Viðburðnum hefur þurft að fresta tvisvar sinnum vegna slæmrar veðurspár.
Meira

Jólafönn í Sauðárkrókskirkju aflýst

Tónleikarnir sem bera yfirskriftina Jólafönn, og átti að halda í Sauðárkrókskirkju í kvöld, hefur verið aflýst. Að tónleikunum stóðu Swing Kompaníið, skipað þeim Gretu Salóme fiðluleikara og söngkonu, Unni Birnu Björnsdóttur fiðluleikari og söngkonu, Lilja Björk Runólfsdóttur söngkona, Gunnari Hilmarssyni gítarleikara, Leifi Gunnarssyni bassaleikara og Óskari Þormarssyni trommuleikara.
Meira