Mjallhvít frumsýnd í Bifröst
Mjallhvít og dvergarnir sjö, í flutningi 10. bekkjar Árskóla, var frumsýnt í Félagsheimilinu Bifröst í gær. Það var Guðbrandur Ægir Ásbjörnsson sem leikstýrði. „Mjallhvít er ofsótt af afbrýðisamri stjúpmóður sinni, drottningunni, og leitar skjóls úti í skógi hjá sjö dvergum. Drottningin gefur Mjallhvíti eitrað epli, en prinsinn finnur hana og vekur hana af dvala,“ segir um söguþráð leikritsins eftir hinu sívinsæla Grímsævintýri.
Venju samkvæmt er mikið lagt í sýningu 10. bekkjar, stífar æfingar eru að baki og mikið hefur verið lagt í búninga og sviðsmynd til að hafa umgjörðina sem glæsilegasta. Á frumsýningunni stóðu leikarar sig með prýði og Anna Margrét Hörpudóttir fór á kostum sem hin illa drottning.
Eftir eru sex sýningar á næstu fjórum dögum. Sýningar í Bifröst sem hér segir:
- Fimmtudagur 10. mars kl. 17:00 (miðapantanir frá 14-17)
- Föstudagur 11. mars kl. 17:00 (miðapantanir frá 14-17)
- Laugardagur 12. mars kl. 14:00 og 17:00 (miðapantanir frá 12-17)
- Sunnudagur 13. mars kl. 14:00 og 17:00 (miðapantanir frá 12-17)
Miðaverð:
- 5 ára og yngri kr. 500,-
- Grunnskólanemendur kr. 1000,-
- Fullorðnir kr. 2000,-
Miðapantanir í síma 453-5216. Vakin er athygli á því að ekki er tekið við greiðslukortum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.