Mannlíf

SUPERSTAR á Hvammstanga um páskana

Leikfélög UMF Grettis og Kormáks munu setja upp sýninguna SÚPERSTAR í Fèlagsheimilinu Hvammstanga um komandi páska. Leikstjórn er í höndum Sigurðar Líndal Þórissonar, hljómsveitastjórn í höndum Daníels Geirs Sigurðssonar og sér Ingibjörg Jónsdóttir um skipulagningu. Frá þessu segir á vef Norðanáttar.
Meira

Myndir frá heimsóknum til Feykis á öskudegi

Það er ekki á hverjum degi sem Feykir fær heimsóknir frá syngjandi kátum vampírum og nornum, Bat- og köngulóarmönnum, prinsessum og og hvað þá Almari í kassanum. Ef einhverjir voru ekki klárir á því hvaða dagur var þá varð snemma ljóst að það var runninn upp enn einn yndislegur öskudagur, fullur af gleði og söng.
Meira

Kvennakórinn Sóldís heldur konudagstónleika 21. febrúar

Kvennakórinn Sóldís heldur sína árlegu konudagstónleika, sunnudaginn 21. febrúar í Menningarhúsinu Miðgarði í Skagafirði og hefjast þeir kl. 15:00. Hnallþóruhlaðborð að hætti kvennakórskvenna verður að loknum tónleikum.
Meira

Sungið fyrir búðargesti í tilefni af Degi leikskólans

Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur þann 6. febrúar ár hvert. Þar sem dagurinn ber upp á laugardegi þetta árið þjófstörtuðu börn á eldra stigi leikskólans Ársala á Sauðárkróki hátíðarhöldum sl. miðvikudag með því að syngja fyrir búðargesti Skagfirðingabúðar. Tilgangurinn með deginum er að auka jákvæða umræðu um leikskólann, vekja umræðu um hlutverk leikskóla og starf leikskólakennara og kynna starfsemina út á við.
Meira

Söngkeppni NFNV í kvöld

Söngkeppni Nemendafélags FNV fer fram í sal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra í kvöld, föstudaginn, 5. febrúar, og hefst kl. 20:00. „Ómissandi tónlistarskemmtun,“ segir um viðburðinn í auglýsingu.
Meira

Dreymir um að fylla húsið af lífi

Um miðjan nóvember síðastliðinn tóku þær Anna Margrét Arnardóttir og Kristín Ósk Bjarnadóttir við rekstri Félagsheimilisins á Blönduósi. Um er að ræða stórt og glæsilegt hús sem býður upp á ótal möguleika undir fjölbreytt starf og viðburði fyrir Blönduósinga og nærsveitunga. Að sögn Önnu Margrétar og Kristínar er kominn tími á viðhald á ýmsu, innan sem utan, og er ljóst að ærið verk er fyrir höndum. Þær segjast hafa ákveðið að hella sér í þetta verkefni af einskærri hugsjón um að blása lífi í menningarlíf svæðisins.
Meira

Less is more

Nú eru útsöluslárnar að hverfa hægt og rólega úr búðunum og nýjar vörur fara að streyma inn, mér til mikillar ánægju. Við Íslendingar erum reyndar ekki alveg tilbúin í að kaupa vor og sumarvörur strax, þar sem allt er á kafi í snjó ennþá, en það eru einmitt vörurnar sem við förum að sjá í „nýjar vörur“ rekkunum á næstunni.
Meira

„Viðtökurnar alveg ótrúlegar og þessi verðlaun algjör kóróna“

Hlustendaverðlaunin 2016 fóru fram í Háskólabíói sl. föstudagskvöld. Þar fóru skagfirsku drengirnir, Helgi Sæmundur Guðmundsson og Arnar Freyr Frostason, í hljómsveitinni Úlfur Úlfur heim með verðlaun fyrir bestu plötu ársins, Tvær plánetur, en platan kom út í byrjun síðasta sumars. Félagarnir eru að vonum hæstánægðir með þær góðu viðtökur sem platan hefur fengið.
Meira

Miklar breytingar hafa átt sér stað á Barnabóli á Skagaströnd

Leikskólinn Barnaból á Skagaströnd hefur verið starfandi frá árinu 1977. Árið 2014 tók Hjallastefnan ehf. yfir rekstur skólans. „Innleiðingin gekk eins og í sögu og tók starfsfólkið, sem og foreldrar og börn, stefnunni og nýjum áherslum í starfinu með opnum örmum og gleði,“ sagði María Ösp Ómarsdóttir í samtali við Feyki. María er meðstýra og daglegur stjórnandi skólans og vinnur hún náið með Þorgerði Önnu Arnardóttur skólastýru, sem sá um að innleiða Hjallastefnuna á Barnabóli.
Meira

„Hlustuðum á margar sögur, flestar afskaplega sorglegar“

Skotta Film stefnir á að framleiða tvo sjónvarpsþætti um flóttamanna aðstoð Íslands. Annars vegar um ástandið hjá flóttamönnum frá Sýrlandi sem staddir eru í Líbanon og hins vegar um þær fjölskyldur sem komu til Íslands á dögunum og aðlögun þeirra, með sérstaka áherslu á fjölskyldurnar sem setjast að á Akureyri. Árni Gunnarsson kvikmyndargerðamaður ferðaðist til Beirút í Líbanon dagana 12.-19. janúar sl., ásamt Önnu Sæunni Ólafsdóttur kvikmyndagerðarkonu, til að kynna sér aðstæður þar ytra og fylgja flóttamönnunum heimleiðis.
Meira