Mannlíf

Skapti Ragnar Skaptason sigraði A flokkinn á Ísmóti riddarana

Ísmót Riddara Norðursins var haldið á Tjarnartjörn við Reiðhöllina Svaðastaði á sunnudaginn. Að sögn Guðmundar Einarssonar, starfsmanns Reiðhallarinnar, var mæting mjög góð, bæði hjá keppendum og áhorfendum. Það var frábært veður og frábær ís," sagði Guðmundur í samtali við Feyki í gær.
Meira

Drangey Music Festival haldið á ný 25. júní 2016

Tónlistarhátíðin Drangey Music Festival, þar sem vegurinn endar, verður haldin í annað sinn laugardagskvöldið 25. júní næstkomandi. Óhætt er að segja að hátíðin hafi slegið í gegn þegar hún var haldin í fyrsta skiptið síðastliðið sumar, frábær tónlist, einstök náttúra og veður að bestu gerð hjálpaðist allt að við að skapa ógleymanlega upplifun.
Meira

Frábær hestakostur í fimmgangskeppni KS-Deildarinnar

Athygli vekur hversu margir stóðhestar eru skráðir til leiks í fimmgangskeppni KS-Deildarinnar eða ellefu talsins en alls eru nítján fyrstu verðlauna hross skráð til keppni.
Meira

Viljayfirlýsing um rannsóknir á Landsmóti hestamanna 2016 sem viðburði

Landsmót hestamanna ehf. og Ferðamáladeild Háskólans á Hólum hafa staðfest með undirritun viljayfirlýsingar, sameiginlegan vilja til að fram fari rannsóknir á Landsmóti hestamanna 2016 sem heildstæðum viðburði.
Meira

Brynhildur vann Sprettfiskinn 2016

Í lokahófi Stockfish Film Festival sem haldin var um helgina var tilkynnt um sigurvegara stuttmyndakeppninnar Sprettfiskur 2016. Sigurmyndin er Like it’s up to you eftir Brynhildi Þórarinsdóttur, sem er frá Frostastöðum í Skagafirði.
Meira

Safnað fyrir ómtæki með kótilettukvöldi

Söfnun fyrir nýju ómtæki á Heilsugæsluna á Hvammstanga fer fram í Félagsheimilinu á Hvammstanga laugardagskvöldið 5. mars 2016. Um er að ræða kótilettukvöld með skemmtilegri og fjölbreyttri dagskrá. Húsið opnar kl. 19:30 og dagskrá hefst kl. 20:00.
Meira

Sveitarfélagið Skagafjörður efnir til ljósmyndasamkeppni

Á fundi atvinnu-, menningar- og kynningarnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 12. febrúar sl. var samþykkt að efna til ljósmynda- og myndbandasamkeppni sveitarfélagsins. Var starfsmönnum nefndarinnar falið að kynna og auglýsa nánari tilhögun keppninnar.
Meira

Mikið um að vera á Skíðasvæði Tindastóls á næstunni

Það sem af er vetri hefur tíðarfarið verið mjög gott til skíðaiðkunar í Tindastóli. Viggó Jónsson staðarhaldari segir að veðurfarslega hafi veturinn verið með eindæmum hagfelldur - ekki mikið um umhleypingar, nóg af snjó í fjallinu og mjög gott færi.
Meira

Sýning um líf kvenna á fyrri tíð á Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna

Sýningin „Mitt er þitt og þitt er mitt – konur á fyrri tíð“ opnaði á Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna sunnudaginn 14. febrúar. Á sýningunni er fjallað um líf kvenna á Íslandi á fyrri tíð. „Áhugaverð sýning sem dregur frásagnir af konum á safnasvæðinu fram í dagsljósið,“ segir um sýninguna á vef Norðanáttar.
Meira

Sæluvikustykki í startholunum

Leikfélag Sauðárkróks boðar til fundar á mánudagskvöldið, 22. febrúar, í þeim tilgangi að hleypa af stokkunum undirbúningsvinnu við hið árlega Sæluvikustykki. Verður fundurinn haldinn á Kaffi Krók og hefst klukkan 20:00.
Meira