Mannlíf

Kvöldstund með Álftagerðisbræðrum

Álftagerðisbræður, ásamt góðum gestum, verða með tónleika í Miðgarði þann 28. maí. Ásamt hljómsveit verður spé- og söngfuglinn Örn Árnason þeim til fulltingis.
Meira

Kór eldri borgara söng með góðum gestum

Vorið er tími tónleika hjá hinum ýmsu kórum og sönghópum. Kór eldri borgara í Húnaþingi vestra er þar engin undantekning og hélt hann sína árlegu vortónleika í Nestúni á Hvammstanga í síðustu viku. „Það var margt um manninn á tónleikunum á efri hæðinni og gnótt veitinga fyrir tónleikagesti,“ segir í frétt á Norðanátt.is. Stjórnandi kórsins, Ólafur Einar Rúnarsson, hóf tónleikana með einsöng við undirleik Elinborgar Sigurgeirsdóttur. Kórinn söng svo við undirleik Elinborgar og síðar sungu Ólafur og Kristín Kristjánsdóttir einsöng með kórnum og sérlegir gestir tónleikanna brugðu sér í kórinn í lokalaginu. Nokkrir nemendur Ólafs í söng við Tónlistarskóla Húnaþings vestra sungu einsöng við undirleik Elinborgar. Það voru þau Friðrik Már Sigurðsson, Hallfríður Ósk Ólafsdóttir, Ingi Hjörtur Bjarnason og Skúli Einarsson.
Meira

Gillon með nýja plötu

Út er komin platan Gillon, en hún er fjórða sólóplata Gísla Þórs Ólafssonar og nefnd eftir flytjandanafni hans. Platan er poppaðri en tvær seinustu, að sögn Gísla Þórs. „Hljómur er áreynslulaus og flest lögin í ballöðustíl,“ sagði Gísli, í viðtali í Feyki sem kom út sl. miðvikudag, þegar hann var spurður nánar út í plötuna.
Meira

Svo flaug hún eins og fiðrildi...

Það var sannkölluð sumarstemmning og ljómandi góð mæting á tónleika Skagfirska kammerkórsins í Menningarhúsinu Miðgarði í gærkvöldi, en tónleikarnir báru yfirskriftina „Svo flaug hún eins og fiðrildi...“ Voru tónleikarnir lokapunkturinn á vetrarstarfi kórsins, sem um síðustu helgi fór í tónleikaferðalag um Vesturland.
Meira

Sumri fagnað í Húnaveri í kvöld

Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps stendur fyrir sumarfagnaði í Húnaveri í kvöld. Boðið verður upp á söng, kveðskap og dans. Gestakór verður Karlakórinn Söngbræður af Vesturlandi.
Meira

Sextán luku íslenskunámi á Hvammstanga

Nú á vorönn hefur Farskólinn – Miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra staðið fyrir tveimur íslenskunámskeiðum á Hvammstanga. Annað námskeiðið var fyrir byrjendur,, íslenska fyrir útlendinga 1, þar sem sex nemendur stunduðu nám. Hitt var fyrir lengra komna, íslenska fyrir útlendinga 3, þar sem tíu nemendur luku námi.
Meira

35 ára afmælisblað Feykis

Þann 10. apríl síðastliðinn voru liðin 35 ár síðan fyrsta tölublað Feykis leit dagsins ljós. Í tilefni þessa hefur nú verið gefið út sérstakt afmælisblað sem dreift er frítt til allra íbúa á Norðurlandi vestra, auk þess sem það er aðgengilegt hér á vefnum.
Meira

Hamborgarar rjúka út á Hard Wok til styrktar Ívari Elí og fjölskyldu

Það er allt á fullu á veitingastaðnum Hard Wok á Sauðárkróki um þessar mundir við að afgreiða hamborgarapantanir til styrktar Ívari Elí Sigurjónssonar, fimm ára Króksara sem glímir við flogaveiki. „Pantanir eru að hrannast inn og við erum að afgreiða 40 hamborgara núna í hádeginu, sem ýmist verður sent eða sótt,“ sagði Árni Björn Björnsson eignandi veitingastaðarins í samtali við Feyki.
Meira

Retro Stefson, Úlfur Úlfur og Sverrir Bergmann á Drangey Music Festival

Tónlistarhátíðin Drangey Music Festival, þar sem vegurinn endar, verður haldin í annað sinn laugardagskvöldið 25. júní næstkomandi. Þetta árið verða það Retro Stefson, Sverrir Bergmann og hljómsveit og Úlfur Úlfur sem munu eiga sviðið, ásamt úrvali heimafólks og fleiri atriða sem kynnt verða síðar.
Meira

Lóuþrælar með vortónleika á Hvammstanga og Blönduósi

Framundan eru vortónleikar Karlakórsins Lóuþræla í Húnaþing vestra, en þeir verða í Félagsheimilinu á Hvammstanga laugardagskvöldið 23. apríl kl. 21 og einnig verður söngdagskrá í Blönduóskirkju þriðjudagskvöldið 26 apríl kl. 21.
Meira